Tix fær nýtt nafn og nýjan framkvæmdastjóra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. september 2022 08:40 Hrefna Sif tekur við af Sindra Má sem framkvæmdastjóri en samhliða þeim breytingum hefur Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth verið ráðinn en hann hefur mikla reynslu frá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Hrefna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins Tix en samhliða því fær fyrirtækið nýjan stjórnarformann sem kemur úr röðum Ticketmaster og nýtt nafn, Tixly. Hér á landi verður upprunalega nafnið þó áfram notað. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða langstærsta miðasölufyrirtækið hér á landi en það annast sömuleiðis miðasölu fyrir menningarhús erlendis. Fyrirtækið mun nú heita Tixly á heimsvísu en þar sem Tix nafnið er vel þekkt af flestum Íslendingum mun gamla nafnið vera notað hér á landi. Hrefna Sif Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri „Við vildum finna nafn sem skæri sig algjörlega frá hinum á markaðnum og passaði um leið vel við okkar stefnu. Við erum þekkt fyrir að leysa daglegar áskoranir okkar viðskiptavina með skilvirkum og einföldum hætti. Við ætlum okkur að ná enn frekari árangri á þeim mörkuðum sem við störfum á. Okkar markmið er skýrt: að veita bestu mögulegu þjónustu til menningar- og viðburðarhúsa í Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Hrefna. Hrefna Sif gegndi áður starfi rekstrarstjóra fyrirtækisins frá árinu 2017 en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda fyrirtækisins. Sindri verður nú þróunarstjóri fyrirtækisins og mun einbeita sér alfarið að framþróun miðasölukerfisins. „Það er mikill fengur að fá Hrefnu til að stýra Tixly, hún hefur mikla þekkingu á starfsemi félagsins og hefur tekið þátt í hraðri sókn þess á alþjóðlegum vettvangi. Ég tel að hún sé rétta manneskjan til leiða félagið áfram á þeirri braut sem það er á og hjálpa okkur að ná enn meiri árangri í samstarfi við okkar samheldna hóp starfsfólks,“ segir Sindri. Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins. Hinn norski Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins frá og með fyrsta nóvember en hann hefur síðastliðin sautján ár starfað hjá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Að því er kemur fram í tilkynningunni hefur hann mikla þekkingu og reynslu af bandaríska miðasölumarkaðnum og mun því veita stjórnendum Tixly dýrmæta innsýn. „Innkoma Kjells Arne mun styðja við áframhaldandi vöxt okkar erlendis enda með gríðarlega reynslu á því sviði sem mun án efa nýtast stjórnendum okkar vel og hjálpa okkur í að ná framtíðarmarkmiðum okkar,“ segir Sindri. Vistaskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða langstærsta miðasölufyrirtækið hér á landi en það annast sömuleiðis miðasölu fyrir menningarhús erlendis. Fyrirtækið mun nú heita Tixly á heimsvísu en þar sem Tix nafnið er vel þekkt af flestum Íslendingum mun gamla nafnið vera notað hér á landi. Hrefna Sif Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri „Við vildum finna nafn sem skæri sig algjörlega frá hinum á markaðnum og passaði um leið vel við okkar stefnu. Við erum þekkt fyrir að leysa daglegar áskoranir okkar viðskiptavina með skilvirkum og einföldum hætti. Við ætlum okkur að ná enn frekari árangri á þeim mörkuðum sem við störfum á. Okkar markmið er skýrt: að veita bestu mögulegu þjónustu til menningar- og viðburðarhúsa í Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Hrefna. Hrefna Sif gegndi áður starfi rekstrarstjóra fyrirtækisins frá árinu 2017 en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda fyrirtækisins. Sindri verður nú þróunarstjóri fyrirtækisins og mun einbeita sér alfarið að framþróun miðasölukerfisins. „Það er mikill fengur að fá Hrefnu til að stýra Tixly, hún hefur mikla þekkingu á starfsemi félagsins og hefur tekið þátt í hraðri sókn þess á alþjóðlegum vettvangi. Ég tel að hún sé rétta manneskjan til leiða félagið áfram á þeirri braut sem það er á og hjálpa okkur að ná enn meiri árangri í samstarfi við okkar samheldna hóp starfsfólks,“ segir Sindri. Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins. Hinn norski Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins frá og með fyrsta nóvember en hann hefur síðastliðin sautján ár starfað hjá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Að því er kemur fram í tilkynningunni hefur hann mikla þekkingu og reynslu af bandaríska miðasölumarkaðnum og mun því veita stjórnendum Tixly dýrmæta innsýn. „Innkoma Kjells Arne mun styðja við áframhaldandi vöxt okkar erlendis enda með gríðarlega reynslu á því sviði sem mun án efa nýtast stjórnendum okkar vel og hjálpa okkur í að ná framtíðarmarkmiðum okkar,“ segir Sindri.
Vistaskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira