Tix fær nýtt nafn og nýjan framkvæmdastjóra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. september 2022 08:40 Hrefna Sif tekur við af Sindra Má sem framkvæmdastjóri en samhliða þeim breytingum hefur Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth verið ráðinn en hann hefur mikla reynslu frá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Hrefna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins Tix en samhliða því fær fyrirtækið nýjan stjórnarformann sem kemur úr röðum Ticketmaster og nýtt nafn, Tixly. Hér á landi verður upprunalega nafnið þó áfram notað. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða langstærsta miðasölufyrirtækið hér á landi en það annast sömuleiðis miðasölu fyrir menningarhús erlendis. Fyrirtækið mun nú heita Tixly á heimsvísu en þar sem Tix nafnið er vel þekkt af flestum Íslendingum mun gamla nafnið vera notað hér á landi. Hrefna Sif Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri „Við vildum finna nafn sem skæri sig algjörlega frá hinum á markaðnum og passaði um leið vel við okkar stefnu. Við erum þekkt fyrir að leysa daglegar áskoranir okkar viðskiptavina með skilvirkum og einföldum hætti. Við ætlum okkur að ná enn frekari árangri á þeim mörkuðum sem við störfum á. Okkar markmið er skýrt: að veita bestu mögulegu þjónustu til menningar- og viðburðarhúsa í Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Hrefna. Hrefna Sif gegndi áður starfi rekstrarstjóra fyrirtækisins frá árinu 2017 en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda fyrirtækisins. Sindri verður nú þróunarstjóri fyrirtækisins og mun einbeita sér alfarið að framþróun miðasölukerfisins. „Það er mikill fengur að fá Hrefnu til að stýra Tixly, hún hefur mikla þekkingu á starfsemi félagsins og hefur tekið þátt í hraðri sókn þess á alþjóðlegum vettvangi. Ég tel að hún sé rétta manneskjan til leiða félagið áfram á þeirri braut sem það er á og hjálpa okkur að ná enn meiri árangri í samstarfi við okkar samheldna hóp starfsfólks,“ segir Sindri. Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins. Hinn norski Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins frá og með fyrsta nóvember en hann hefur síðastliðin sautján ár starfað hjá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Að því er kemur fram í tilkynningunni hefur hann mikla þekkingu og reynslu af bandaríska miðasölumarkaðnum og mun því veita stjórnendum Tixly dýrmæta innsýn. „Innkoma Kjells Arne mun styðja við áframhaldandi vöxt okkar erlendis enda með gríðarlega reynslu á því sviði sem mun án efa nýtast stjórnendum okkar vel og hjálpa okkur í að ná framtíðarmarkmiðum okkar,“ segir Sindri. Vistaskipti Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er um að ræða langstærsta miðasölufyrirtækið hér á landi en það annast sömuleiðis miðasölu fyrir menningarhús erlendis. Fyrirtækið mun nú heita Tixly á heimsvísu en þar sem Tix nafnið er vel þekkt af flestum Íslendingum mun gamla nafnið vera notað hér á landi. Hrefna Sif Jónsdóttir er nýr framkvæmdastjóri „Við vildum finna nafn sem skæri sig algjörlega frá hinum á markaðnum og passaði um leið vel við okkar stefnu. Við erum þekkt fyrir að leysa daglegar áskoranir okkar viðskiptavina með skilvirkum og einföldum hætti. Við ætlum okkur að ná enn frekari árangri á þeim mörkuðum sem við störfum á. Okkar markmið er skýrt: að veita bestu mögulegu þjónustu til menningar- og viðburðarhúsa í Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Hrefna. Hrefna Sif gegndi áður starfi rekstrarstjóra fyrirtækisins frá árinu 2017 en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sindra Má Finnbogasyni, stofnanda fyrirtækisins. Sindri verður nú þróunarstjóri fyrirtækisins og mun einbeita sér alfarið að framþróun miðasölukerfisins. „Það er mikill fengur að fá Hrefnu til að stýra Tixly, hún hefur mikla þekkingu á starfsemi félagsins og hefur tekið þátt í hraðri sókn þess á alþjóðlegum vettvangi. Ég tel að hún sé rétta manneskjan til leiða félagið áfram á þeirri braut sem það er á og hjálpa okkur að ná enn meiri árangri í samstarfi við okkar samheldna hóp starfsfólks,“ segir Sindri. Norðmaðurinn Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins. Hinn norski Kjell Arne Orseth mun þá taka við hlutverki stjórnarformanns fyrirtækisins frá og með fyrsta nóvember en hann hefur síðastliðin sautján ár starfað hjá alþjóðlega miðasölurisanum Ticketmaster. Að því er kemur fram í tilkynningunni hefur hann mikla þekkingu og reynslu af bandaríska miðasölumarkaðnum og mun því veita stjórnendum Tixly dýrmæta innsýn. „Innkoma Kjells Arne mun styðja við áframhaldandi vöxt okkar erlendis enda með gríðarlega reynslu á því sviði sem mun án efa nýtast stjórnendum okkar vel og hjálpa okkur í að ná framtíðarmarkmiðum okkar,“ segir Sindri.
Vistaskipti Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira