Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 12:30 Moshiri (t.h.) keypti meirihluta í Everton af Bill Kenwright (t.v.) árið 2016. Jan Kruger/Getty Images Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris. Mikil bjartsýni var á meðal stuðningsmanna Everton þegar Moshiri festi kaup á félaginu frá Bill Kenwright árið 2016. Kenwright var í miklum metum á meðal stuðningsmanna en bjó ekki að auði sem hægt væri að telja samkeppnishæfur við ofurríka eigendur annarra félaga í deildinni. Stuðningsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum með Moshiri, þar sem ekki er hægt að saka hann um annað en að fjárfesta duglega á félagsskiptamarkaðnum. Á fyrsta heila tímabilinu í eignartíð Moshiris keypti Everton meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 40 milljónir punda, Theo Walcott á 20 milljónir og þá Davy Klaassen, Jordan Pickford, Michael Keane og Cenk Tosun á um 25 milljónir punda hvern. Everton hefur keypt töluverðan fjölda leikmanna síðan fyrir veglegar fjárhæðir en fæstir hafa staðið undir væntingum. Eyðslan beit félagið í rassinn í fyrra þegar Rafael Benítez gat litlu sem engu eytt umfram sölur í leikmannakaup. Everton skilaði 120 milljón punda tapi tímabilið 2020-21 og tapaði 140 milljónum og 111 milljónum í tap tímabilin tvö þar á undan. Þrátt fyrir það stendur Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, uppi með í besta falli meðallið sem rétt forðaðist fall á síðustu leiktíð. Moshiri virðist hafa fengið nóg af því að sturta peningum í lítinn árangur og hyggst nú selja félagið. Financial Times greinir frá því að bandaríski kaupsýslumaðurinn Maciek Kaminski sé nærri því að klára kaup á félaginu fyrir um 400 milljónir punda. Gangi kaupin í gegn verður Everton tíunda félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er í eigu bandarískra eigenda, og þar með helmingur allra liða í deildinni í bandarískri eigu. Óstöðugleiki á breskum mörkuðum er þó talinn flækja málið og þá þarf að semja um fjárfestingu í fyrirhuguðum nýjum heimavelli Everton sem á að rísa á næstu árum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Mikil bjartsýni var á meðal stuðningsmanna Everton þegar Moshiri festi kaup á félaginu frá Bill Kenwright árið 2016. Kenwright var í miklum metum á meðal stuðningsmanna en bjó ekki að auði sem hægt væri að telja samkeppnishæfur við ofurríka eigendur annarra félaga í deildinni. Stuðningsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum með Moshiri, þar sem ekki er hægt að saka hann um annað en að fjárfesta duglega á félagsskiptamarkaðnum. Á fyrsta heila tímabilinu í eignartíð Moshiris keypti Everton meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea á 40 milljónir punda, Theo Walcott á 20 milljónir og þá Davy Klaassen, Jordan Pickford, Michael Keane og Cenk Tosun á um 25 milljónir punda hvern. Everton hefur keypt töluverðan fjölda leikmanna síðan fyrir veglegar fjárhæðir en fæstir hafa staðið undir væntingum. Eyðslan beit félagið í rassinn í fyrra þegar Rafael Benítez gat litlu sem engu eytt umfram sölur í leikmannakaup. Everton skilaði 120 milljón punda tapi tímabilið 2020-21 og tapaði 140 milljónum og 111 milljónum í tap tímabilin tvö þar á undan. Þrátt fyrir það stendur Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, uppi með í besta falli meðallið sem rétt forðaðist fall á síðustu leiktíð. Moshiri virðist hafa fengið nóg af því að sturta peningum í lítinn árangur og hyggst nú selja félagið. Financial Times greinir frá því að bandaríski kaupsýslumaðurinn Maciek Kaminski sé nærri því að klára kaup á félaginu fyrir um 400 milljónir punda. Gangi kaupin í gegn verður Everton tíunda félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er í eigu bandarískra eigenda, og þar með helmingur allra liða í deildinni í bandarískri eigu. Óstöðugleiki á breskum mörkuðum er þó talinn flækja málið og þá þarf að semja um fjárfestingu í fyrirhuguðum nýjum heimavelli Everton sem á að rísa á næstu árum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira