Sitja sem fastast og mynda eigin hreyfingu í bæjarstjórn Snorri Másson skrifar 30. september 2022 10:54 Forystufólk Flokks fólksins fyrir norðan eins og listinn leit upphaflega út. Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er ekki á myndinni og Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson eru nú óháðir bæjar- og varabæjarfulltrúar. Flokkur fólksins Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Akureyri mun sitja áfram þrátt fyrir að vera genginn úr Flokki fólksins. Það mun Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi líka gera. Þeir hyggjast þétta raðirnar og koma af stað hreyfingu sem berst fyrir kjörum hinna verst settu. Frá því að umræða hófst fyrir tæpum þremur vikum um meinta niðrandi og framkomu karla í Flokki fólksins á Akureyri gegn flokkssystrum sínum, hefur ýmislegt verð látið flakka og ásakanir um svik og pretti gengið á bága bóga. Nú má segja að málið sé komið á endastöð - stjórn flokksins hefur sagt því lokið af sinni hálfu - og mennirnir tveir sem ásakanirnar beinast gegn eru hættir í flokknum, þeir Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. En þeir félagar eru hvergi nærri hættir í pólitík; nú ætla þeir að sitja áfram - óháðir. „Það er niðurstaðan og við ætlum að þétta okkar raðir, við erum með okkar varamenn og þeir eru reiðubúnir og hafa verið að mæta fyrir mig. Við ætlum að reyna að fá til liðs við okkur bæði fólk sem hefur verið á listanum og hefur staðið með okkur og aðra og gera þetta að svolítilli hreyfingu sem heldur áfram að berjast fyrir kjörum fólks sem stendur höllum fæti í lífinu,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Jón mun því áfram þiggja laun sem varabæjarfulltrúi í tveimur nefndum og Brynjólfur mun þiggja laun sem bæjarfulltrúi. „Í okkar augum snýst þetta ekki um launin. Það er raunar allt annað og við erum alveg til viðræðu um að gefa þetta eftir ef þetta er allt saman dregið til baka, því þessar ásakanir eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ segir Jón. Þá þyrftu konurnar og flokkurinn þó að sögn Jóns að biðjast opinberlega afsökunar á ásökunum. Jón bætir því við að hann furðar sig á ákvörðun stjórnar Flokks fólksins að láta ekki verða af óháðri rannsókn á málinu, eins og til stóð. Þeir hafi lýst sig fúsa að taka fullan þátt og afhenda öll gögn en allt hafi komið fyrir ekki. Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06 Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Frá því að umræða hófst fyrir tæpum þremur vikum um meinta niðrandi og framkomu karla í Flokki fólksins á Akureyri gegn flokkssystrum sínum, hefur ýmislegt verð látið flakka og ásakanir um svik og pretti gengið á bága bóga. Nú má segja að málið sé komið á endastöð - stjórn flokksins hefur sagt því lokið af sinni hálfu - og mennirnir tveir sem ásakanirnar beinast gegn eru hættir í flokknum, þeir Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. En þeir félagar eru hvergi nærri hættir í pólitík; nú ætla þeir að sitja áfram - óháðir. „Það er niðurstaðan og við ætlum að þétta okkar raðir, við erum með okkar varamenn og þeir eru reiðubúnir og hafa verið að mæta fyrir mig. Við ætlum að reyna að fá til liðs við okkur bæði fólk sem hefur verið á listanum og hefur staðið með okkur og aðra og gera þetta að svolítilli hreyfingu sem heldur áfram að berjast fyrir kjörum fólks sem stendur höllum fæti í lífinu,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Jón mun því áfram þiggja laun sem varabæjarfulltrúi í tveimur nefndum og Brynjólfur mun þiggja laun sem bæjarfulltrúi. „Í okkar augum snýst þetta ekki um launin. Það er raunar allt annað og við erum alveg til viðræðu um að gefa þetta eftir ef þetta er allt saman dregið til baka, því þessar ásakanir eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ segir Jón. Þá þyrftu konurnar og flokkurinn þó að sögn Jóns að biðjast opinberlega afsökunar á ásökunum. Jón bætir því við að hann furðar sig á ákvörðun stjórnar Flokks fólksins að láta ekki verða af óháðri rannsókn á málinu, eins og til stóð. Þeir hafi lýst sig fúsa að taka fullan þátt og afhenda öll gögn en allt hafi komið fyrir ekki.
Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06 Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06
Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13