Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 14:56 Úkraínumenn hafa farið fram á að umsókn þeirra í Atlantshafsbandalagið fái flýtimeðferð. Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Litlar sem engar líkur eru á því að umsóknin verði samþykkt á meðan Úkraínumenn verjast innrás Rússa en með umsókninni vilja Úkraínumenn bregðast við innlimun Rússa á Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson. Pútín hélt ræðu fyrir undirritun innlimunarinnar í dag og þar hvatti hann Úkraínumenn til viðræðna við Rússa. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti í kjölfarið að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna við Rússa. Fyrst þyrftu Rússar þó að fá sér annan forseta. Úkraínumenn hafa lengi sagt að reyni Rússar að innlima fleiri héruð Úkraínu muni það gera útaf við friðarviðræður. Þær hafa þó ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar í Úkraínu urðu ljós. #Ukraine applies for accelerated accession to @NATO #StrongerTogether @ZelenskyyUa pic.twitter.com/bR0EC5QIb3— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) September 30, 2022 Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi aðgerðir Rússa í dag og opinberaði hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá hét hann því að G7 ríkin, ríkustu iðnvæddu ríki heims, myndu beita öll þau ríki sem viðurkennni innlimunina einnig refsiaðgerðum. Biden sagði innlimunina alfarið ólöglega og ógilda. Rússar væru að brjóta alþjóðalög, brjóta gegn stofnsamningi Sameinuðu þjóðinni og sýna öllum friðsömum ríkjum heimsins lítilsvirðingu. Forsetinn sagði að Bandaríkin og aðrir bakhjarlar myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í dag að ólögmæt innlimun Pútíns á héruðum Úkraínu myndi engu breyta. The illegal annexation proclaimed by Putin won t change anything. All territories illegally occupied by Russian invaders are Ukrainian land and will always be part of this sovereign nation.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 30, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Litlar sem engar líkur eru á því að umsóknin verði samþykkt á meðan Úkraínumenn verjast innrás Rússa en með umsókninni vilja Úkraínumenn bregðast við innlimun Rússa á Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson. Pútín hélt ræðu fyrir undirritun innlimunarinnar í dag og þar hvatti hann Úkraínumenn til viðræðna við Rússa. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti í kjölfarið að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna við Rússa. Fyrst þyrftu Rússar þó að fá sér annan forseta. Úkraínumenn hafa lengi sagt að reyni Rússar að innlima fleiri héruð Úkraínu muni það gera útaf við friðarviðræður. Þær hafa þó ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar í Úkraínu urðu ljós. #Ukraine applies for accelerated accession to @NATO #StrongerTogether @ZelenskyyUa pic.twitter.com/bR0EC5QIb3— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) September 30, 2022 Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi aðgerðir Rússa í dag og opinberaði hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá hét hann því að G7 ríkin, ríkustu iðnvæddu ríki heims, myndu beita öll þau ríki sem viðurkennni innlimunina einnig refsiaðgerðum. Biden sagði innlimunina alfarið ólöglega og ógilda. Rússar væru að brjóta alþjóðalög, brjóta gegn stofnsamningi Sameinuðu þjóðinni og sýna öllum friðsömum ríkjum heimsins lítilsvirðingu. Forsetinn sagði að Bandaríkin og aðrir bakhjarlar myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í dag að ólögmæt innlimun Pútíns á héruðum Úkraínu myndi engu breyta. The illegal annexation proclaimed by Putin won t change anything. All territories illegally occupied by Russian invaders are Ukrainian land and will always be part of this sovereign nation.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 30, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22
Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16
Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50