Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2022 19:21 Leppstjórarnir fjórir sem seldu Putin hluta af Úkraínu með undirritun sinni í dag. Frá vinstri: Vladimir Saldo sem Rússar skipuðu í embætti héraðsstjóra í Kherson og Yevgeny Balitsky sem þeir skipuðu í Zaporizhzhia. Hægra megin við Putin eru svo Denis Pushilin sjálfskipaður leiðtogi svo kallaðs alþýðulýðveldis í Donetsk og Leonid Pasechnik sams konar leiðtogi í Luhansk. AP/Grigory Sysoyev Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. Vladimir Putin sýndi inn í bjagaða heimsmynd sína við athöfnina í dag þegar hann lýsti Vesturlöndum sem þrælahöldurum sem vildu svifta Rússa frelsinu.AP/Dmitry Astakhov Vladimir Putin forseti Rússlands snéri öllu á haus sem hægt var í sýndarmennskuathöfn í Kreml í dag þar sem þingmenn fylgdust með honum og leppstjórum fjögurra héraða í Úkraínu skrifa undir formlega innlimun þeirra í Rússland. Þetta væri stórfengleg frelsun á Rússum. „Ég vil að stjórnvöld í Kænugarði og húsbændur þeirra á Vesturöndum heyri í mér svo það verði öllum minnisstætt. Íbúar Luhansk og Donetsk, Kherson og Zaporizhzhia eru orðnir samborgarar okkar. Um alla framtíð. Vesturlönd með Bandaríkin í broddi fylkingar stæðu hins vegar fyrir kúgun, þrælahaldi og ofbeldi um allan heim. Vildu troða úrkynjuðum gildum sínum upp á Rússa. „Viljum við virkilega hafa hér í landi okkar, í Rússlandi, foreldra númer eitt, númer tvö og númer þrjú í stað mömmu og pabba? Þetta er algjörlega galið,“ sagði Putin sem barið hefur niður réttindabaráttu hinsegin fólks eins og annarra sem ekki eru honum sammála. Vesturlönd beittu áróðurstækni þýskra nasista og skemmdarverkum gegn Rússum. „Engilsaxar láta ekki refsiaðgerðir duga. Þeir stunda núskemmdarverk. Ótrúlegt en satt. Með því að standa fyrir sprengingum á alþjóðlegu gasleiðslunum Nord Stream á botni Eystrasalts hófst eyðilegging þeirra áorkuinnviðum Evrópu,“ sagði forsetinn. Skömmu áður en Putin rændi formlega fjórum héruðum í Úkraínu í dag féllu 23 óbreyttir borgarar og tæplega 30 særðust í eldflaugaárás Rússa á Zaporizhzhia. Fólkið var í bílalest sem freistaði þess að hjálpa ættingjum sínum að flýja fyrirráðasvæði Rússa.AP/Leo Correa Rússar ráða ekki einu sinni yfir öllum þeim héruðum sem þeir hafa nú gert að sínum. Þeir ráða Luhansk, Kherson að mestu en aðeins hluta af Donetsk og Zaporizhzhia. Rússa hafa náð að sölsa undir sig um 15 prósentum af landi Úkraínu, sem svarar til um 85 prósenta af Íslandi.Grafík/Hjalti Úkraína er um sex sinnum stærri en Ísland. Í dag ráða Rússar yfir um 15 prósentum af Úkraínu, sem svarar til um 85 prósenta af Íslandi. Úkraínumenn hafa hrakið þá til undanhalds víða þótt Rússar skjóti enn eldflaugum að íbúðarbyggð eins og í Zaporizhzhia í dag þar sem 23 óbreyttir borgarar féllu. Úkraínuforseti vill að aðildarumsókn Úkráinu að Atlantshafsbandalaginu verði afgreidd með hraði.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti úkraínu sagði í dag að Úkraína hefði uppfyllt öll skilyrði til aðildar að NATO. „Við treystum hvert öðru, hjálpum og verndum hvert annað. Sá er tilgangur Bandalagsins. Úkraína sækir um aðild svo tengslin verði lögum samkvæmt. Málsmeðferðin er í samræmi við áherslur okkar um vernd alls samfélags okkar og kallar á flýtimeðferð,“ sagði Zelenskyy. Leiðtogar Vesturlanda hafa fordæmt hinar svo kölluðu kosningar um innlimun og þá athöfn sem fram fór í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ástandið í Úkraínu hafa stigmagnast með marklausri innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir fordæminguna ná út fyrir raðir bandalagsríkja í Evrópu. Þannig hafi forseti Serbíu lýst því yfir að hann viðurkenndi ekki kosningarnar. „Þessar kosningar svo kölluðu eru gervikosningar og fullkomin þvæla. Ekkert mark á þeim takandi. Þetta sýnir að staðan er að verða alvarlegri. Orðræðan er herskári inni í Rússlandi. Svo horfum við upp á fjöldann allan af ungum mönnum sem eru að flýja þaðan því þeir vilja ekki gegna herskyldu,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Úkraína NATO Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Vladimir Putin sýndi inn í bjagaða heimsmynd sína við athöfnina í dag þegar hann lýsti Vesturlöndum sem þrælahöldurum sem vildu svifta Rússa frelsinu.AP/Dmitry Astakhov Vladimir Putin forseti Rússlands snéri öllu á haus sem hægt var í sýndarmennskuathöfn í Kreml í dag þar sem þingmenn fylgdust með honum og leppstjórum fjögurra héraða í Úkraínu skrifa undir formlega innlimun þeirra í Rússland. Þetta væri stórfengleg frelsun á Rússum. „Ég vil að stjórnvöld í Kænugarði og húsbændur þeirra á Vesturöndum heyri í mér svo það verði öllum minnisstætt. Íbúar Luhansk og Donetsk, Kherson og Zaporizhzhia eru orðnir samborgarar okkar. Um alla framtíð. Vesturlönd með Bandaríkin í broddi fylkingar stæðu hins vegar fyrir kúgun, þrælahaldi og ofbeldi um allan heim. Vildu troða úrkynjuðum gildum sínum upp á Rússa. „Viljum við virkilega hafa hér í landi okkar, í Rússlandi, foreldra númer eitt, númer tvö og númer þrjú í stað mömmu og pabba? Þetta er algjörlega galið,“ sagði Putin sem barið hefur niður réttindabaráttu hinsegin fólks eins og annarra sem ekki eru honum sammála. Vesturlönd beittu áróðurstækni þýskra nasista og skemmdarverkum gegn Rússum. „Engilsaxar láta ekki refsiaðgerðir duga. Þeir stunda núskemmdarverk. Ótrúlegt en satt. Með því að standa fyrir sprengingum á alþjóðlegu gasleiðslunum Nord Stream á botni Eystrasalts hófst eyðilegging þeirra áorkuinnviðum Evrópu,“ sagði forsetinn. Skömmu áður en Putin rændi formlega fjórum héruðum í Úkraínu í dag féllu 23 óbreyttir borgarar og tæplega 30 særðust í eldflaugaárás Rússa á Zaporizhzhia. Fólkið var í bílalest sem freistaði þess að hjálpa ættingjum sínum að flýja fyrirráðasvæði Rússa.AP/Leo Correa Rússar ráða ekki einu sinni yfir öllum þeim héruðum sem þeir hafa nú gert að sínum. Þeir ráða Luhansk, Kherson að mestu en aðeins hluta af Donetsk og Zaporizhzhia. Rússa hafa náð að sölsa undir sig um 15 prósentum af landi Úkraínu, sem svarar til um 85 prósenta af Íslandi.Grafík/Hjalti Úkraína er um sex sinnum stærri en Ísland. Í dag ráða Rússar yfir um 15 prósentum af Úkraínu, sem svarar til um 85 prósenta af Íslandi. Úkraínumenn hafa hrakið þá til undanhalds víða þótt Rússar skjóti enn eldflaugum að íbúðarbyggð eins og í Zaporizhzhia í dag þar sem 23 óbreyttir borgarar féllu. Úkraínuforseti vill að aðildarumsókn Úkráinu að Atlantshafsbandalaginu verði afgreidd með hraði.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti úkraínu sagði í dag að Úkraína hefði uppfyllt öll skilyrði til aðildar að NATO. „Við treystum hvert öðru, hjálpum og verndum hvert annað. Sá er tilgangur Bandalagsins. Úkraína sækir um aðild svo tengslin verði lögum samkvæmt. Málsmeðferðin er í samræmi við áherslur okkar um vernd alls samfélags okkar og kallar á flýtimeðferð,“ sagði Zelenskyy. Leiðtogar Vesturlanda hafa fordæmt hinar svo kölluðu kosningar um innlimun og þá athöfn sem fram fór í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ástandið í Úkraínu hafa stigmagnast með marklausri innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir fordæminguna ná út fyrir raðir bandalagsríkja í Evrópu. Þannig hafi forseti Serbíu lýst því yfir að hann viðurkenndi ekki kosningarnar. „Þessar kosningar svo kölluðu eru gervikosningar og fullkomin þvæla. Ekkert mark á þeim takandi. Þetta sýnir að staðan er að verða alvarlegri. Orðræðan er herskári inni í Rússlandi. Svo horfum við upp á fjöldann allan af ungum mönnum sem eru að flýja þaðan því þeir vilja ekki gegna herskyldu,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Úkraína NATO Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09
Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56
Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24