Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2022 20:01 Forsætisráðherra segir einkaaðila víða hafa markað sér svæði fyrir vindorkuver víða. Þau mál sé ekki hægt að ræða af viti fyrr en stjórnvöld hafi markað stefnu í þeim málum. Stöð 2/Arnar Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði því í nýlegri stefnuræðu á Alþingi að orkufyrirtæki í eigu ríkisins hefðu ekki verið seld. Það væri mikilvægt að þessir innviðir væru í eigu ríkisins. Þegar kemur að virkjun vindsins virðast lögmál villta vestursins hins vegar eiga að ráða. Katrín Jakobsdóttir segir starfshóp eiga að skila stjórnvöldum tillögum að stefnu í vindorkuverum upp úr næstu áramótum.Vísir/Vilhelm „Það er ekki skrýtið að fólk upplifi það,“ segir Katrín. „Hér eru fjöldamargir aðilar sem hafa verið að merkja sér svæði með áætlanir um að reisa vindmyllur. En ég hlýt að minna á það í þessu sambandi að eins og lögin hafa verið túlkuð hingað til er eðlilegt að stærri vindorkuver, yfir 10 megavöttum, fari í gegnum ferli rammaáætlunar,“ segir forsætisráðherra. Stjórnvöld væru hins vegar að móta stefnu og sérstaka löggjöf um vindorku, vindmyllur á landi og hafi. „Þangað til hún liggur fyrir myndi ég telja að það sé óraunhæft að fara að tala um þessi mál af neinu viti,“ segir Katrín. Frumvarp fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra um þau mál þar sem lögð hafi verið til ákveðin svæðaskipting hafi ekki náð fram að ganga. Forsætisráðherra telur að Íslendingar vilji ekki að vindmyllur rísi hvar sem er. Nauðsynlegt sé að setja regluverk um vindorkuver.Stöð 2/Arnar „Því ég held að ef íslenskur almenningur yrði spurður að þá séu flest sammála um það að við viljum ekki vindmyllur alls staðar. Við viljum hafa skipulag á þessum málum og það liggi skýrt fyrir hvar við sjáum þetta fyrir okkur og hvar ekki,“segir forsætisráðherra. Tillögur starfshóps ættu að liggja fyrir upp úr áramótum þannig að frumvarp gæti komið fram á vorþingi. Þá væri ekki sjálfgefið að hver sem væri gæti hagnast á því að virkja vindinn gjaldfrítt. Norðmenn hafi nýlega kynnt verulega auðlindarentu af vindorkuverum. „Og ég held aðvið ættum einmitt að líta til Noregs og læra af því sem þar hefur verið gert vel. En líka af þeim mistökum sem þar hafa verið gerð.“ Er sjálfsagt mál aðhver sem er geti reist vindmyllugarða til aðselja almenningi rafmagn? „Ég held alla vega að undirstaðan í orkuframleiðslu á Íslandi; það er eðlilegt að hún sé í höndum almennings. En við erum auðvitað síðan með einkarekin fyrirtæki í orkuframleiðslu. Þá skiptir máli að það séu skýrar leikreglur um hvernig eigi að meta slíka kosti,“segir Katrín Jakobsdóttir. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hið opinbera klekkir á einkaaðilum Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda. 29. september 2022 10:01 Fljótandi vindorkuver á hafi úti nýr kostur í hreinni orku Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl. 22. apríl 2022 11:09 Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. 22. júlí 2021 22:22 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði því í nýlegri stefnuræðu á Alþingi að orkufyrirtæki í eigu ríkisins hefðu ekki verið seld. Það væri mikilvægt að þessir innviðir væru í eigu ríkisins. Þegar kemur að virkjun vindsins virðast lögmál villta vestursins hins vegar eiga að ráða. Katrín Jakobsdóttir segir starfshóp eiga að skila stjórnvöldum tillögum að stefnu í vindorkuverum upp úr næstu áramótum.Vísir/Vilhelm „Það er ekki skrýtið að fólk upplifi það,“ segir Katrín. „Hér eru fjöldamargir aðilar sem hafa verið að merkja sér svæði með áætlanir um að reisa vindmyllur. En ég hlýt að minna á það í þessu sambandi að eins og lögin hafa verið túlkuð hingað til er eðlilegt að stærri vindorkuver, yfir 10 megavöttum, fari í gegnum ferli rammaáætlunar,“ segir forsætisráðherra. Stjórnvöld væru hins vegar að móta stefnu og sérstaka löggjöf um vindorku, vindmyllur á landi og hafi. „Þangað til hún liggur fyrir myndi ég telja að það sé óraunhæft að fara að tala um þessi mál af neinu viti,“ segir Katrín. Frumvarp fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra um þau mál þar sem lögð hafi verið til ákveðin svæðaskipting hafi ekki náð fram að ganga. Forsætisráðherra telur að Íslendingar vilji ekki að vindmyllur rísi hvar sem er. Nauðsynlegt sé að setja regluverk um vindorkuver.Stöð 2/Arnar „Því ég held að ef íslenskur almenningur yrði spurður að þá séu flest sammála um það að við viljum ekki vindmyllur alls staðar. Við viljum hafa skipulag á þessum málum og það liggi skýrt fyrir hvar við sjáum þetta fyrir okkur og hvar ekki,“segir forsætisráðherra. Tillögur starfshóps ættu að liggja fyrir upp úr áramótum þannig að frumvarp gæti komið fram á vorþingi. Þá væri ekki sjálfgefið að hver sem væri gæti hagnast á því að virkja vindinn gjaldfrítt. Norðmenn hafi nýlega kynnt verulega auðlindarentu af vindorkuverum. „Og ég held aðvið ættum einmitt að líta til Noregs og læra af því sem þar hefur verið gert vel. En líka af þeim mistökum sem þar hafa verið gerð.“ Er sjálfsagt mál aðhver sem er geti reist vindmyllugarða til aðselja almenningi rafmagn? „Ég held alla vega að undirstaðan í orkuframleiðslu á Íslandi; það er eðlilegt að hún sé í höndum almennings. En við erum auðvitað síðan með einkarekin fyrirtæki í orkuframleiðslu. Þá skiptir máli að það séu skýrar leikreglur um hvernig eigi að meta slíka kosti,“segir Katrín Jakobsdóttir.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hið opinbera klekkir á einkaaðilum Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda. 29. september 2022 10:01 Fljótandi vindorkuver á hafi úti nýr kostur í hreinni orku Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl. 22. apríl 2022 11:09 Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. 22. júlí 2021 22:22 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hið opinbera klekkir á einkaaðilum Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda. 29. september 2022 10:01
Fljótandi vindorkuver á hafi úti nýr kostur í hreinni orku Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl. 22. apríl 2022 11:09
Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. 22. júlí 2021 22:22
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03