Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Árni Sæberg skrifar 1. október 2022 11:26 Vilhjálmur hefur varið fjölmarga sem sætt hafa stífu eftirliti lögregluyfirvalda. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni líst ekkert á frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. Í morgun birtist harðorð skoðanagrein eftir Vilhjálm hér á Vísi. Í samtali við Vísi segir hann mikilvægt að ekki verði brugðið frá núgildandi fyrirkomulagi þar sem lögregla þarf að fá heimild dómstóla, byggða á rökstuddum grun um afbrot, til þess að fylgjast með mönnum. Aðkoma dómstóla og lögmanns sem gætir hagsmuna þess sem á að fylgjast með tryggi að ferlið sé gagnsætt. „Miðað við þessa breytingu sem fyrir liggur og það frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar, þá er þessu virka eftirliti dómstóla kippt út og það þarf ekki lengur neinn rökstuddan grun. Þannig að þetta er þá eingöngu háð geðþóttaákvörðun lögreglunnar hver er tekinn til rannsóknar og hvaða úrræðum viðkomandi þarf að sæta,“ segir Vilhjálmur. Tímasetningin engin tilviljun Vilhjálmur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar dómsmálaráðherra að tímasetning framlagningar frumvarpsins tengist rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka ekki neitt. Það sé gömul saga og ný að dómsmálaráðherra reyni að nýta sé ótta í samfélaginu til þess að keyra í gegn frumvörp um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Þetta hefur yfirleitt verið gert með þessum hætti. Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þenna hlut, hefur komið upp, þá hefur lögreglan hrópað úlfur úlfur og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við. Hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ segir hann. Lögreglunni sé ekki treystandi Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ekkert að gera með rýmri rannsóknarheimildir fyrr en hún lærir að fara með þær sem hún hefur nú þegar. „Ég vil leggja áherslu á það að lögreglan hefur, að mínu mati, ekki farið neitt sérstaklega vel með þær valdheimildir sem hún er með í dag. Ég tel mikilvægt að lögregla læri að fara með þær heimildir áður en henni eru veittar frekari heimildir. Þetta er algjört grundvallaratriði,“ segir Vilhjálmur að lokum. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni líst ekkert á frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. Í morgun birtist harðorð skoðanagrein eftir Vilhjálm hér á Vísi. Í samtali við Vísi segir hann mikilvægt að ekki verði brugðið frá núgildandi fyrirkomulagi þar sem lögregla þarf að fá heimild dómstóla, byggða á rökstuddum grun um afbrot, til þess að fylgjast með mönnum. Aðkoma dómstóla og lögmanns sem gætir hagsmuna þess sem á að fylgjast með tryggi að ferlið sé gagnsætt. „Miðað við þessa breytingu sem fyrir liggur og það frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar, þá er þessu virka eftirliti dómstóla kippt út og það þarf ekki lengur neinn rökstuddan grun. Þannig að þetta er þá eingöngu háð geðþóttaákvörðun lögreglunnar hver er tekinn til rannsóknar og hvaða úrræðum viðkomandi þarf að sæta,“ segir Vilhjálmur. Tímasetningin engin tilviljun Vilhjálmur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar dómsmálaráðherra að tímasetning framlagningar frumvarpsins tengist rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka ekki neitt. Það sé gömul saga og ný að dómsmálaráðherra reyni að nýta sé ótta í samfélaginu til þess að keyra í gegn frumvörp um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Þetta hefur yfirleitt verið gert með þessum hætti. Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þenna hlut, hefur komið upp, þá hefur lögreglan hrópað úlfur úlfur og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við. Hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ segir hann. Lögreglunni sé ekki treystandi Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ekkert að gera með rýmri rannsóknarheimildir fyrr en hún lærir að fara með þær sem hún hefur nú þegar. „Ég vil leggja áherslu á það að lögreglan hefur, að mínu mati, ekki farið neitt sérstaklega vel með þær valdheimildir sem hún er með í dag. Ég tel mikilvægt að lögregla læri að fara með þær heimildir áður en henni eru veittar frekari heimildir. Þetta er algjört grundvallaratriði,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14