Slegist um Evrópusæti og markadrottningatitilinn í lokaumferðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 12:30 Jasmín Erla Ingadóttir getur tryggt sér markadrottningatitilinn og komið Stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á sama tíma í dag. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu-deildar kvenna verður öll leikin á sama tíma klukkan 14 í dag þegar fimm leikir fara fram. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er ráðinn og ljóst er hvaða lið falla úr deildinni, en þó er enn ýmislegt óráðið fyrir lokaleiki deildarinnar. Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri gegn Aftureldingu fyrir nákvæmlega viku síðan. Sigur Vals þýddi einnig að lið Aftureldingar er fallið úr deild þeirra bestu og fylgir KR-ingum því niður í 1. deildina. Fall KR var staðfest þegar liðið mátti þola 3-5 tap gegn Selfyssingum í þarseinustu umferð. Þrátt fyrir það að þessar helstu baráttur séu á enda er enn ýmislegt sem getur gerst í lokaumferðinni. Enn er hörð barátta milli Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og þá eiga enn nokkrir leikmenn enn möguleika á því að ræna markadrottningatitlinum af Jasmín Erlu Ingadóttur. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og með sigri tryggir liðið sér annað sæti deildarinnar, og þar með sætið eftirsótta í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tekur hins vegar á móti Þrótturum á sama tíma og verður leikurinn sýndur á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Blikar eru einu stigi á eftir Stjörnunni, en með betri markatölu, og því gæti jafntefli dugað liðinu til að ræna öðru sætinu, en þá þarf Stjarnan að tapa sínum leik. Breiðablik mun því líklega leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik og vona svo að Stjarnan tapi stigum á sama tíma. Hörð barátta um markadrottningatitilinn Þá er baráttan um markadrottningatitilinn einnig hörð. Jasmín Erla Ingadóttir trónir þar á toppnum með tíu mörk, en liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, hefur skorað níu. Stjörnukonurnar eru þó ekki þær einu sem berjast um gullskóinn því fjórir leikmenn hafa skorað átta mörk á tímabilinu og geta því í það minnsta jafnað Jasmín á toppnum. Þær fjórar sem hafa skorað átta mörk fyrir lokaumferðina eru Valskonan Cyera Makenzie Hintzen, Þróttarinn Danielle Julia Marcano, Sandra María Jessen úr Þór/KA og Selfyssingurinn Brenna Lovera. Sú síðastnefnda varð markahæst á seinasta tímabili þegar hún skoraði 13 mörk, en hún þarf að skora í það minnsta tvö gegn Valskonum í dag til að verja titilinn frá því í fyrra. Eins og áður segir verða allir leikirnir spilaðir á sama tíma klukkan 14:00 í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikina má finna með því að smella hér. Besta deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Sjá meira
Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri gegn Aftureldingu fyrir nákvæmlega viku síðan. Sigur Vals þýddi einnig að lið Aftureldingar er fallið úr deild þeirra bestu og fylgir KR-ingum því niður í 1. deildina. Fall KR var staðfest þegar liðið mátti þola 3-5 tap gegn Selfyssingum í þarseinustu umferð. Þrátt fyrir það að þessar helstu baráttur séu á enda er enn ýmislegt sem getur gerst í lokaumferðinni. Enn er hörð barátta milli Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og þá eiga enn nokkrir leikmenn enn möguleika á því að ræna markadrottningatitlinum af Jasmín Erlu Ingadóttur. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og með sigri tryggir liðið sér annað sæti deildarinnar, og þar með sætið eftirsótta í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tekur hins vegar á móti Þrótturum á sama tíma og verður leikurinn sýndur á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Blikar eru einu stigi á eftir Stjörnunni, en með betri markatölu, og því gæti jafntefli dugað liðinu til að ræna öðru sætinu, en þá þarf Stjarnan að tapa sínum leik. Breiðablik mun því líklega leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik og vona svo að Stjarnan tapi stigum á sama tíma. Hörð barátta um markadrottningatitilinn Þá er baráttan um markadrottningatitilinn einnig hörð. Jasmín Erla Ingadóttir trónir þar á toppnum með tíu mörk, en liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, hefur skorað níu. Stjörnukonurnar eru þó ekki þær einu sem berjast um gullskóinn því fjórir leikmenn hafa skorað átta mörk á tímabilinu og geta því í það minnsta jafnað Jasmín á toppnum. Þær fjórar sem hafa skorað átta mörk fyrir lokaumferðina eru Valskonan Cyera Makenzie Hintzen, Þróttarinn Danielle Julia Marcano, Sandra María Jessen úr Þór/KA og Selfyssingurinn Brenna Lovera. Sú síðastnefnda varð markahæst á seinasta tímabili þegar hún skoraði 13 mörk, en hún þarf að skora í það minnsta tvö gegn Valskonum í dag til að verja titilinn frá því í fyrra. Eins og áður segir verða allir leikirnir spilaðir á sama tíma klukkan 14:00 í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikina má finna með því að smella hér.
Besta deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Sjá meira