Afbrotafræðingar efast um ágæti aukinna valdheimilda Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 13:40 Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson eru afbrotafræðingar. Bylgjan Afbrotafræðingar gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar auknar valdheimildir lögreglu. Hvort sem þær birtast í aukinni vopnvæðingu eða auknum rannsóknarheimildum. Afbrotafræðingarnir Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu fyrirhugða lagasetningu um aukna valdheimildir Lögreglu í þjóðslífsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau voru sammála um það að nú væri ekki rétti tíminn til þess að ráðast í breytingar á lögum um vopnaeign lögreglu og rannsóknarheimilda hennar. Helgi segir að mikilvægt sé að við hreyfum okkur hægt í því. „Sérstaklega líka ekki að fara að grípa til einhverra aðgerða út af einhverjum aðstæðum sem allt í einu koma upp, gera einhverja stóra breytingu eins og við höfum séð undanfarið sögulega séð, að menn grípa til stórra aðgerða í kjölfar einhverra mikilla aðburða,“ segir hann. Helgi nefnir til dæmis skotvopnavæðingu lögreglunnar í Danmörku. „Það var vegna þess að það voru lögreglumenn skotnir við skyldustörf. Bara næstu vikuna á eftir voru allir vopnaðir,“ segir hann. Gluggi opnast Margrét segist þó skilja stjórnmálamenn sem grípa tækifærið þegar atburðir á borð við rannsókn lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka verða. „Maður skilur fólk í pólitík, að opnast gluggi til að fara í eitthvert samtal við samfélagið, um eitthvað sem þú vilt koma á framfæri. Svona „window of opportunity“ En ég held að það sé samt eins og Helgi er að benda á, það er samt sem áður ekki rétti tíminn að gera þetta í einhverju panikástandi,“ segir hún. Vilja frekar veita frekari heimildir fyrir eftirliti með lögreglu Þau Helgi og Margrét eru sammála um að mikilvægt sé að efla eftirlit með lögreglu áður en valdheimildir hennar eru auknar. „Nefnd um eftirlit með störfum lögreglunnar er ekki, eins og staðan er í dag, sú nefnd sem þarf að vera til staðar til að fylgjast með og hafa eftirlit með auknum rannsóknarheimildunum. Það þyrfti annaðhvort að byggja upp nýja nefnd eða þá að byggja ofan á þessa sem er núna og gefa henni auknar rannsóknarheimildir og heimildir til að gefa út ákæru,“ segir Margrét. Viðtal við þau Margréti og Helga má heyra í heild sinni hér að neðan: Lögreglan Sprengisandur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 „Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Afbrotafræðingarnir Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu fyrirhugða lagasetningu um aukna valdheimildir Lögreglu í þjóðslífsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau voru sammála um það að nú væri ekki rétti tíminn til þess að ráðast í breytingar á lögum um vopnaeign lögreglu og rannsóknarheimilda hennar. Helgi segir að mikilvægt sé að við hreyfum okkur hægt í því. „Sérstaklega líka ekki að fara að grípa til einhverra aðgerða út af einhverjum aðstæðum sem allt í einu koma upp, gera einhverja stóra breytingu eins og við höfum séð undanfarið sögulega séð, að menn grípa til stórra aðgerða í kjölfar einhverra mikilla aðburða,“ segir hann. Helgi nefnir til dæmis skotvopnavæðingu lögreglunnar í Danmörku. „Það var vegna þess að það voru lögreglumenn skotnir við skyldustörf. Bara næstu vikuna á eftir voru allir vopnaðir,“ segir hann. Gluggi opnast Margrét segist þó skilja stjórnmálamenn sem grípa tækifærið þegar atburðir á borð við rannsókn lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka verða. „Maður skilur fólk í pólitík, að opnast gluggi til að fara í eitthvert samtal við samfélagið, um eitthvað sem þú vilt koma á framfæri. Svona „window of opportunity“ En ég held að það sé samt eins og Helgi er að benda á, það er samt sem áður ekki rétti tíminn að gera þetta í einhverju panikástandi,“ segir hún. Vilja frekar veita frekari heimildir fyrir eftirliti með lögreglu Þau Helgi og Margrét eru sammála um að mikilvægt sé að efla eftirlit með lögreglu áður en valdheimildir hennar eru auknar. „Nefnd um eftirlit með störfum lögreglunnar er ekki, eins og staðan er í dag, sú nefnd sem þarf að vera til staðar til að fylgjast með og hafa eftirlit með auknum rannsóknarheimildunum. Það þyrfti annaðhvort að byggja upp nýja nefnd eða þá að byggja ofan á þessa sem er núna og gefa henni auknar rannsóknarheimildir og heimildir til að gefa út ákæru,“ segir Margrét. Viðtal við þau Margréti og Helga má heyra í heild sinni hér að neðan:
Lögreglan Sprengisandur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 „Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26
„Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01