Stefnir í aðra umferð í Brasilíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 22:51 Forsetakosningarnar í Brasilíu í dag fóru fram samhliða kosningum til þings, bæði í fulltrúa- og öldungadeild. Getty/Andressa Anholete Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast. Þegar þetta er skrifað hafa um 50 prósent atkvæða verið talin. Bolsonaro forseti er með rúm 46 prósent þeirra, en Lula tæp 45. Fái enginn frambjóðandi yfir 50 prósent atvkæða í fyrstu umferðinni er blásið til annarrar umferðar þar sem kjósendur geta valið á milli tveggja efstu. Ellefu eru í framboði en lengi hefur verið ljóst að í augum flestra kjósenda væri valið á milli Bolsonaro og Lula. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um kosningarnar kemur þó fram að margt geti enn breyst. Þannig er bent á að enn eigi eftir að telja stóran hluta atkvæða í Rio og São Paulo, en það eru borgir þar sem Bolsonaro átti góðu gengi að fagna árið 2018. Að sama skapi séu atkvæðatölur frá norðausturhluta landsins, þar sem Lula er alla jafna sterkur á velli. Fari svo að blása þurfi til annarrar umferðar kosninganna myndi hún fara fram sunnudaginn 30. október næstkomandi. Hver sem síðan verður hlutskarpastur í kosningunum mun sverja embættiseið 1. janúar á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum í Brasilíu var líklegra að Lula myndi hafa betur, og jafnvel sigra Bolsonaro strax í fyrstu umferð. Sjálfur hefur Bolsonaro látið í veðri vaka að hann muni ekki viðurkenna úrslit kosninganna, fari þær svo að hann tapi. Þannig hefur hann sáð efasemdarfræjum um heilindi kosninganna og sagt of auðvelt að svindla í rafrænum kosningum, en kosningar í Brasilíu hafa verið það síðan árið 1996. Brasilía Tengdar fréttir Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa um 50 prósent atkvæða verið talin. Bolsonaro forseti er með rúm 46 prósent þeirra, en Lula tæp 45. Fái enginn frambjóðandi yfir 50 prósent atvkæða í fyrstu umferðinni er blásið til annarrar umferðar þar sem kjósendur geta valið á milli tveggja efstu. Ellefu eru í framboði en lengi hefur verið ljóst að í augum flestra kjósenda væri valið á milli Bolsonaro og Lula. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um kosningarnar kemur þó fram að margt geti enn breyst. Þannig er bent á að enn eigi eftir að telja stóran hluta atkvæða í Rio og São Paulo, en það eru borgir þar sem Bolsonaro átti góðu gengi að fagna árið 2018. Að sama skapi séu atkvæðatölur frá norðausturhluta landsins, þar sem Lula er alla jafna sterkur á velli. Fari svo að blása þurfi til annarrar umferðar kosninganna myndi hún fara fram sunnudaginn 30. október næstkomandi. Hver sem síðan verður hlutskarpastur í kosningunum mun sverja embættiseið 1. janúar á næsta ári. Samkvæmt skoðanakönnunum í Brasilíu var líklegra að Lula myndi hafa betur, og jafnvel sigra Bolsonaro strax í fyrstu umferð. Sjálfur hefur Bolsonaro látið í veðri vaka að hann muni ekki viðurkenna úrslit kosninganna, fari þær svo að hann tapi. Þannig hefur hann sáð efasemdarfræjum um heilindi kosninganna og sagt of auðvelt að svindla í rafrænum kosningum, en kosningar í Brasilíu hafa verið það síðan árið 1996.
Brasilía Tengdar fréttir Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30 Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Líklegt að Bolsonaro fari sömu leið og Trump Allt bendir til þess að brasilíska þjóðin hafni Bolsonaro, forseta Brasilíu, í forsetakosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Lula, fyrrverandi forseti landsins, verði forseti á ný. Slæleg frammistaða Bolsonaro í Covid-19 faraldrinum er helsta ástæða þess að honum er spáð tapi. 2. október 2022 12:30
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00