Innlent

Hundur beit skokkara í lærið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Klukkan rétt rúmlega fimm í gær barst lögreglu tilkynningu um hund sem hafði stokkið á mann sem var úti að hlaupa í Laugardalnum og bitið hann í lærið. Maðurinn hlaut minniháttar áverka og verður atvikið tilkynnt til MAST.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Skömmu fyrir þetta hafði lögreglu borist tilkynning um þjófnað, einnig í Laugardal, þar sem þjófur hafði stolið fartölvu af hótelgesti. Þjófurinn komst undan með góssið.

Klukkan rúmlega hálf átta í gærkvöldi var maður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Ökumaðurinn hafði lent í umferðarslysi í Hafnarfirði og rústað bifreið sinni með því að aka henni utan í gröfu. Hann fékk aðhlynningu á slysadeild og var að lokum vistaður í fangageymslu.

Miðsvæðis í Reykjavík var einnig eitthvað um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis í gærkvöldi og í nótt. Alls voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Einn þeirra var látinn gista fangageymslu þar sem hann hafði valdið minniháttar umferðaróhappi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×