Elín Metta er hætt Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 07:30 Elín Metta Jensen skoraði 16 mörk í 62 A-landsleikjum og varð til að mynda markahæst í íslenska liðinu í undankeppni síðasta Evrópumóts. VÍSIR/VILHELM Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM. Elín Metta er aðeins 27 ára gömul en tilkynnti það á Facebook-síðu sinni í gærkvöld að hún væri hætt. Sagði hún tíma til kominn að sinna öðrum hugðarefnum sem hún hefði ekki getað sinnt vegna fótboltans. Orðrómur var uppi um að Elín Metta væri hætt síðasta vetur en hún sagði það rangt og varð svo bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar, og fór með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Hún var þó, í báðum tilvikum, í umtalsvert minna hlutverki en síðustu ár. Elín Metta varð alls fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val en hún lék allan ferilinn með liðinu og átti ríkan þátt í upprisu þess á síðustu árum. Hún varð einnig þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Í færslu sinni á Facebook skrifaði hún: „Kæru vinir, Ég hef ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa mér að verða bæði betri knattspyrnukona og einstaklingur. Fótboltinn hefur gefið mér svo margt og svo margar gleðistundir. Nú finn ég hins vegar að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum. Takk fyrir allt. Áfram Valur og áfram Ísland.“ Sjöunda markahæst í deildinni og tíunda markahæst í landsliðinu Elín Metta skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í sumar og hefur því alls skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þar er hún í sjöunda sæti yfir þær markahæstu frá upphafi. Hún skoraði einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Elín Metta var á dögunum valin í íslenska landsliðshópinn sem eftir átta daga mætir sigurliðinu úr leik Belgíu og Portúgals í úrslitaleik um sæti á HM í Eyjaálfu. Ljóst er að kalla þarf inn nýjan leikmann í hennar stað. Auk Elínar Mettu hafa þær Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Mist Edvardsdóttir, liðsfélagar hennar úr Val, nú einnig lagt skóna á hilluna. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Valur Landslið kvenna í fótbolta Tímamót Tengdar fréttir Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04 Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Elín Metta er aðeins 27 ára gömul en tilkynnti það á Facebook-síðu sinni í gærkvöld að hún væri hætt. Sagði hún tíma til kominn að sinna öðrum hugðarefnum sem hún hefði ekki getað sinnt vegna fótboltans. Orðrómur var uppi um að Elín Metta væri hætt síðasta vetur en hún sagði það rangt og varð svo bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar, og fór með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Hún var þó, í báðum tilvikum, í umtalsvert minna hlutverki en síðustu ár. Elín Metta varð alls fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val en hún lék allan ferilinn með liðinu og átti ríkan þátt í upprisu þess á síðustu árum. Hún varð einnig þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Í færslu sinni á Facebook skrifaði hún: „Kæru vinir, Ég hef ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa mér að verða bæði betri knattspyrnukona og einstaklingur. Fótboltinn hefur gefið mér svo margt og svo margar gleðistundir. Nú finn ég hins vegar að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum. Takk fyrir allt. Áfram Valur og áfram Ísland.“ Sjöunda markahæst í deildinni og tíunda markahæst í landsliðinu Elín Metta skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í sumar og hefur því alls skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þar er hún í sjöunda sæti yfir þær markahæstu frá upphafi. Hún skoraði einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Elín Metta var á dögunum valin í íslenska landsliðshópinn sem eftir átta daga mætir sigurliðinu úr leik Belgíu og Portúgals í úrslitaleik um sæti á HM í Eyjaálfu. Ljóst er að kalla þarf inn nýjan leikmann í hennar stað. Auk Elínar Mettu hafa þær Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Mist Edvardsdóttir, liðsfélagar hennar úr Val, nú einnig lagt skóna á hilluna.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Valur Landslið kvenna í fótbolta Tímamót Tengdar fréttir Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04 Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins" Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. 1. október 2022 17:04
Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. 23. september 2022 11:30