Mikið var grínast með Metcalf á samfélagsmiðlum eftir atvikið í gær, þar sem því var velt upp hvort að ástæðan hefði raunverulega verið þessi. Hann hreinsaði loftið á Twitter og staðfesti að svo væri - hann hafi þurfti að fá far á sjúkrabörubílnum þar sem hann hefði ekki getað haldið í sér ef hann hefði gengið af velli.
„Þetta herpta labb hefði aldrei gengið,“ sagði Metcalf á Twitter. Hann ræddi þá einnig við blaðamenn vestanhafs.
That clinch walk wouldn t have made it https://t.co/tYvaWQSaa6
— DK Metcalf (@dkm14) October 2, 2022
„Ég meina, mér var virkilega illt,“ sagði Metcalf. „Það var í rauninni málið. Ég var með magapínu og það þurfti að ganga í verkið,“.
Metcalf greip sjö sendingar fyrir 149 stikum í leiknum, sem allt var áður en hann fór af velli. Seattle vann leikinn 48-45, en ekki hefur verið skorað eins mikið í neinum leik á leiktíðinni til þessa. Um var að ræða annan sigur Seattle í vetur en liðið hefur einnig tapað tveimur.
Farið verður yfir umferðina í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Þátturinn er á dagskrá klukkan 21:50.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.