Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. október 2022 15:07 Ekki liggur fyrir hversu mörg börn á Íslandi eiga foreldra í fangelsi. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. Lilja Katrín Ólafsdóttir, nýútskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands, og Daníel Kári Guðjónsson, meistaranemi í afbrotafræði við Háskólann í Lundi, fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna síðastliðið vor til að rannsaka réttindi og stöðu barna sem eiga foreldra í fangelsi. Að því er kemur fram á heimasíðu Umboðsmanns barna verða niðurstöðurnar til grundvallar tillögum um aðgerðir til að bæta stöðu þessa hóps. „Ljóst er af niðurstöðum þessa verkefnis að börn sem eiga foreldra í fangelsum eru gleymdur hópur og það er von umboðsmanns barna að niðurstöður verkefnisins verði til þess að ráðist verði í þær úrbætur sem nauðsynlegar eru, til þess að tryggja þessum börnum nauðsynlegan stuðning og viðunandi aðstæður til heimsókna og umgengni við foreldra á meðan á afplánun stendur,“ segir í tilkynningu um málið. Takmörkuð upplýsingagjöf til barna Annars vegar var um að ræða úttekt Lilju Katrínar á íslenskri löggjöf og framkvæmd í samanburði við hin Norðurlöndin en þar kom í ljós að staða barna sem eigi foreldra í fangelsi væri hvað veikust á Íslandi, þó framkvæmd Norðurlandanna á sviði fullnustu refsinga væri um margt sambærileg. Þannig ættu börn fanga í öllum löndum, að Íslandi undanskildu, rétt á upplýsingum um fangelsun foreldris á aðgengilegu, barnvænu og auðskildu máli. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og á Finnlandi væru fangelsismálastofnanir eða sjálfstæð samtök þeim tengd með vefsíður fyrir börn um málefni sem þau varði. Dæmi um sænska heimasíðu fyrir börn sem eiga fjölskyldumeðlimi í fangelsi. Þá væru öflug hagsmunasamtök til staðar í þeim löndum, þar sem börn geti nýtt sér ýmis konar stuðningsúrræði og hitt önnur börn í samskonar aðstæðum, en engin slík samtök eru starfandi hér á landi. Einnig séu reglur um fylgdaraðila barna í fangelsisheimsóknir strangari hér á landi sem hafi takmarkandi áhrif á rétt barna til að umgangast og þekkja foreldra sína. Í tillögum til úrbóta er lagt til að skipaður sé sérstakur barnafulltrúi innan fangelsanna til að veita börnum upplýsingar um réttindi þeirra og hagi foreldra en slíkir fulltrúar starfa í norskum, sænskum og dönskum fangelsum. Þá er vísað til þess að það sé markmið Fangelsismálastofnunar að draga úr endurkomutíðni fanga en viðhald og efling fjölskyldutengsla stuðli að lækkaðri endurkomutíðni. Mikilvægt sé að yfirvöld fangelsismála grípi til ráðstafana til að veita þeim atriðum tilhlýðilega athygli. Koma þurfi til móts við þarfir barna Hins vegar var um að ræða rannsókn Daníels Kára á reynslu og viðhorfum fanga sem eiga börn en athygli vekur að fjöldi þeirra er ekki kunnugur. Í júní 2022 hafi 169 einstaklingar verið vistaðir í fangelsi og líklega tugir barna tengdir þeim, að því er kemur fram í útdrætti rannsóknarinnar. Aðstæður fanga til að umgangast börn sín meðan fangelsisvist stendur séu ekki nægilega góðar yfir heildina litið en ábyrgð yfirvalda sé mikil þegar einstaklingur er sviptur frelsi með þeim hætti. Reyna þurfi eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir barna undir þeim kringumstæðum. Refsing foreldra komi ekki síður niður á heill barna en samkvæmt rannsóknum upplifi börn sem eiga foreldri í fangelsi sorg, söknuð, skömm og brotið heimilislíf. Viðunandi aðstaða til heimsókna sé brýn til að draga úr aðskilnaði og kvíðanum sem fylgi. Þá sé nauðsynlegt að veita börnum aðstoð til að takast á við og vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum sem kunni að skapast. Niðurskurður og kröfur um hagræðingu hjá fangelsismálayfirvöldum hafi bæði komið niður á margvíslegri sérhæfðri aðstoð við fanga og tengsla þeirra við börn sín og maka. Ljóst sé að mikið verk sé að vinna til að bæta stöðu mála. Niðurstöðurnar verða kynntar á málþingi Umboðsmanns barna sem hófst klukkan 15 í Háskóla Íslands en hægt er að nálgast skýrsluna hér. Fangelsismál Börn og uppeldi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Lilja Katrín Ólafsdóttir, nýútskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands, og Daníel Kári Guðjónsson, meistaranemi í afbrotafræði við Háskólann í Lundi, fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna síðastliðið vor til að rannsaka réttindi og stöðu barna sem eiga foreldra í fangelsi. Að því er kemur fram á heimasíðu Umboðsmanns barna verða niðurstöðurnar til grundvallar tillögum um aðgerðir til að bæta stöðu þessa hóps. „Ljóst er af niðurstöðum þessa verkefnis að börn sem eiga foreldra í fangelsum eru gleymdur hópur og það er von umboðsmanns barna að niðurstöður verkefnisins verði til þess að ráðist verði í þær úrbætur sem nauðsynlegar eru, til þess að tryggja þessum börnum nauðsynlegan stuðning og viðunandi aðstæður til heimsókna og umgengni við foreldra á meðan á afplánun stendur,“ segir í tilkynningu um málið. Takmörkuð upplýsingagjöf til barna Annars vegar var um að ræða úttekt Lilju Katrínar á íslenskri löggjöf og framkvæmd í samanburði við hin Norðurlöndin en þar kom í ljós að staða barna sem eigi foreldra í fangelsi væri hvað veikust á Íslandi, þó framkvæmd Norðurlandanna á sviði fullnustu refsinga væri um margt sambærileg. Þannig ættu börn fanga í öllum löndum, að Íslandi undanskildu, rétt á upplýsingum um fangelsun foreldris á aðgengilegu, barnvænu og auðskildu máli. Í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og á Finnlandi væru fangelsismálastofnanir eða sjálfstæð samtök þeim tengd með vefsíður fyrir börn um málefni sem þau varði. Dæmi um sænska heimasíðu fyrir börn sem eiga fjölskyldumeðlimi í fangelsi. Þá væru öflug hagsmunasamtök til staðar í þeim löndum, þar sem börn geti nýtt sér ýmis konar stuðningsúrræði og hitt önnur börn í samskonar aðstæðum, en engin slík samtök eru starfandi hér á landi. Einnig séu reglur um fylgdaraðila barna í fangelsisheimsóknir strangari hér á landi sem hafi takmarkandi áhrif á rétt barna til að umgangast og þekkja foreldra sína. Í tillögum til úrbóta er lagt til að skipaður sé sérstakur barnafulltrúi innan fangelsanna til að veita börnum upplýsingar um réttindi þeirra og hagi foreldra en slíkir fulltrúar starfa í norskum, sænskum og dönskum fangelsum. Þá er vísað til þess að það sé markmið Fangelsismálastofnunar að draga úr endurkomutíðni fanga en viðhald og efling fjölskyldutengsla stuðli að lækkaðri endurkomutíðni. Mikilvægt sé að yfirvöld fangelsismála grípi til ráðstafana til að veita þeim atriðum tilhlýðilega athygli. Koma þurfi til móts við þarfir barna Hins vegar var um að ræða rannsókn Daníels Kára á reynslu og viðhorfum fanga sem eiga börn en athygli vekur að fjöldi þeirra er ekki kunnugur. Í júní 2022 hafi 169 einstaklingar verið vistaðir í fangelsi og líklega tugir barna tengdir þeim, að því er kemur fram í útdrætti rannsóknarinnar. Aðstæður fanga til að umgangast börn sín meðan fangelsisvist stendur séu ekki nægilega góðar yfir heildina litið en ábyrgð yfirvalda sé mikil þegar einstaklingur er sviptur frelsi með þeim hætti. Reyna þurfi eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir barna undir þeim kringumstæðum. Refsing foreldra komi ekki síður niður á heill barna en samkvæmt rannsóknum upplifi börn sem eiga foreldri í fangelsi sorg, söknuð, skömm og brotið heimilislíf. Viðunandi aðstaða til heimsókna sé brýn til að draga úr aðskilnaði og kvíðanum sem fylgi. Þá sé nauðsynlegt að veita börnum aðstoð til að takast á við og vinna úr erfiðum og flóknum aðstæðum sem kunni að skapast. Niðurskurður og kröfur um hagræðingu hjá fangelsismálayfirvöldum hafi bæði komið niður á margvíslegri sérhæfðri aðstoð við fanga og tengsla þeirra við börn sín og maka. Ljóst sé að mikið verk sé að vinna til að bæta stöðu mála. Niðurstöðurnar verða kynntar á málþingi Umboðsmanns barna sem hófst klukkan 15 í Háskóla Íslands en hægt er að nálgast skýrsluna hér.
Fangelsismál Börn og uppeldi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira