Margrét skorar á Eyjamenn: „Þær munu bara sitja eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 16:30 Margrét Lára Viðarsdóttir vill að Eyjamenn búi til betri aðstöðu til að æfa fótbolta að vetri til. Samanburðurinn sé ekki góður við lið á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Sport Margrét Lára Viðarsdóttir flutta eldræðu um aðstöðuna sem knattspyrnulið ÍBV hafa yfir vetrartímann, í lokaþætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport, og Mist Rúnarsdóttir sagðist vonast til þess að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum fengi ræðuna senda. Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og öllum hnútum kunnug þar, þó að hún hafi stærstan hluta síns glæsta ferils spilað sem atvinnumaður og með Val. Hún hrósaði ÍBV fyrir að hafa mótað snemma sitt lið fyrir nýafstaðið tímabil, í Bestu deild kvenna, en Eyjaliðið átti fínt tímabil þó að niðurstaðan hafi á endanum orðið 6. sæti. Liðið var aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Margrét kvaðst hins vegar óttast að ÍBV gæti ekki gert neitt mikið betur en þetta á meðan að aðeins væri hægt að æfa í lítilli knattspyrnuhöll yfir veturinn, með hálfum velli. Heit umræða í Eyjum um gervigras „Ég óttast það að Eyjaliðið verði ekki í topp þremur eða fjórum nema að þær fái almennilega vetraraðstöðu. Að æfa á hálfum gervigrasvelli yfir heilt undirbúningstímabili er bara ekki nógu góð aðstaða. Hvað æfirðu þar? Þú æfir kannski spil sjö á móti sjö. Þú nærð aldrei að stilla upp ellefu á móti ellefu. Þú nærð aldrei að taka almennilega föst leikatriði. Í dag er þetta bara orðið krafan og ég held að flest lið, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu, geti æft við þessar aðstæður,“ sagði Margrét. „Þetta verður Eyjaliðið og Vestmannaeyjabær að laga sem allra fyrst, hvernig sem það er gert. Ég veit að það hefur verið heit umræða í Vestmannaeyjum um hvort það eigi að setja gervigras á aðalvöllinn eða ekki, en fyrir mitt leyti þarf að bæta vetraraðstöðuna fyrir þessar stelpur. Þetta er orðin heilsársíþrótt, fyrir löngu síðan, og þær munu bara sitja eftir, eins og karlaliðið, ef þessu verður ekki kippt í liðinn sem allra fyrst,“ bætti hún við en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Aðstaðan hjá ÍBV „Svarið er því miður nei“ Helena Ólafsdóttir spurði hvort að vænlegast væri þá að stækka knattspyrnuhöllina eða leggja gervigras á Hásteinsvöll, eins og rætt hefur verið um að gera. „Það er mögulega hægt að stækka húsið. En það er ofboðslega kostnaðarsamt að hafa heila höll. Þó að ég sé ekkert stærfræðiséní myndi ég halda að það væri ódýrara að setja gervigras á Hásteinsvöll. Viljum við hafa gras á Hásteinsvelli, og öllum völlum? Já. En er það hægt, landfræðilega og aðstöðulega séð? Svarið er því miður nei,“ sagði Margrét og benti á að góðir íslenskri leikmenn vildu geta æft við bestu aðstæður, og færu því síður til Eyja að óbreyttu. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Bestu mörkin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og öllum hnútum kunnug þar, þó að hún hafi stærstan hluta síns glæsta ferils spilað sem atvinnumaður og með Val. Hún hrósaði ÍBV fyrir að hafa mótað snemma sitt lið fyrir nýafstaðið tímabil, í Bestu deild kvenna, en Eyjaliðið átti fínt tímabil þó að niðurstaðan hafi á endanum orðið 6. sæti. Liðið var aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Margrét kvaðst hins vegar óttast að ÍBV gæti ekki gert neitt mikið betur en þetta á meðan að aðeins væri hægt að æfa í lítilli knattspyrnuhöll yfir veturinn, með hálfum velli. Heit umræða í Eyjum um gervigras „Ég óttast það að Eyjaliðið verði ekki í topp þremur eða fjórum nema að þær fái almennilega vetraraðstöðu. Að æfa á hálfum gervigrasvelli yfir heilt undirbúningstímabili er bara ekki nógu góð aðstaða. Hvað æfirðu þar? Þú æfir kannski spil sjö á móti sjö. Þú nærð aldrei að stilla upp ellefu á móti ellefu. Þú nærð aldrei að taka almennilega föst leikatriði. Í dag er þetta bara orðið krafan og ég held að flest lið, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu, geti æft við þessar aðstæður,“ sagði Margrét. „Þetta verður Eyjaliðið og Vestmannaeyjabær að laga sem allra fyrst, hvernig sem það er gert. Ég veit að það hefur verið heit umræða í Vestmannaeyjum um hvort það eigi að setja gervigras á aðalvöllinn eða ekki, en fyrir mitt leyti þarf að bæta vetraraðstöðuna fyrir þessar stelpur. Þetta er orðin heilsársíþrótt, fyrir löngu síðan, og þær munu bara sitja eftir, eins og karlaliðið, ef þessu verður ekki kippt í liðinn sem allra fyrst,“ bætti hún við en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Aðstaðan hjá ÍBV „Svarið er því miður nei“ Helena Ólafsdóttir spurði hvort að vænlegast væri þá að stækka knattspyrnuhöllina eða leggja gervigras á Hásteinsvöll, eins og rætt hefur verið um að gera. „Það er mögulega hægt að stækka húsið. En það er ofboðslega kostnaðarsamt að hafa heila höll. Þó að ég sé ekkert stærfræðiséní myndi ég halda að það væri ódýrara að setja gervigras á Hásteinsvöll. Viljum við hafa gras á Hásteinsvelli, og öllum völlum? Já. En er það hægt, landfræðilega og aðstöðulega séð? Svarið er því miður nei,“ sagði Margrét og benti á að góðir íslenskri leikmenn vildu geta æft við bestu aðstæður, og færu því síður til Eyja að óbreyttu. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Bestu mörkin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira