„Ég er hneykslaður“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 07:31 Xavi tókst ekki að koma vitinu fyrir dómarann Slavko Vincic og fékk engar útskýringar heldur aðeins gult spjald. Getty/David S. Bustamante Þjálfara Barcelona, Xavi, var heitt í hamsi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og taldi óréttláta dómgæslu hafa orðið sínu liði að falli. Börsungar eru komnir í erfiða stöðu í dauðariðlinum, C-riðli, en þeir eru með þrjú stig á meðan að Inter er með sex og Bayern München efst með níu. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins í Mílanó í gær, í lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Barcelona vegna hendi auk þess sem liðið fékk ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist augljóslega fara í hönd Denzel Dumfries innan teigs. Did VAR even check for handball?!? Obvious pen! Robbed!#InterBarça pic.twitter.com/7jmYLcxh4P— Emil (@Emil_Steenberg) October 4, 2022 „Ég er argur og reiður yfir því sem við sáum. Mér finnst óréttlætið algjört,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég sagði það á mánudaginn og ég verð að endurtaka það; dómarar verða að koma og útskýra sínar ákvarðanir því ég skil ekki neitt í neinu. Dómarinn vildi ekki gefa mér neinar útskýringar eftir. Dómarar verða að tala. Ég get ekki talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg augljóst. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Xavi. Inter coach knew it was a handball tho. pic.twitter.com/PYnp5ncEjn— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) October 4, 2022 Fyrra umdeilda atvikið varð þegar Gavi skoraði fyrir Barcelona en markið var dæmt af því að boltinn fór í hönd Ansu Fati af afar stuttu færi í aðdragandanum. Dómarinn skoðaði atvikið á skjá og dæmdi markið af. Í seinna atvikinu sá Xavi það af hliðarlínunni, og flestum virtist það augljóst, að Dumfries hefði slegið boltann með hendi innan teigs en það var mat myndbandsdómara að ekki væri hægt að sjá það með óyggjandi hætti. Dómari leiksins skoðaði atvikið ekki. „Ef þið eruð að spyrja hvernig mér líði þá er það þannig að ég er hneykslaður. Ég skil ekkert. Ef að Ansu snerti boltann óvart en einhver annar skoraði, þá er það mark. Og þeir dæmdu það af. Varðandi hitt atvikið þá skil ég bara ekkert. Þetta er óréttlæti, ég get ekki leynt því. Dómararnir verða að tala,“ sagði Xavi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59 Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Börsungar eru komnir í erfiða stöðu í dauðariðlinum, C-riðli, en þeir eru með þrjú stig á meðan að Inter er með sex og Bayern München efst með níu. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins í Mílanó í gær, í lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Barcelona vegna hendi auk þess sem liðið fékk ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist augljóslega fara í hönd Denzel Dumfries innan teigs. Did VAR even check for handball?!? Obvious pen! Robbed!#InterBarça pic.twitter.com/7jmYLcxh4P— Emil (@Emil_Steenberg) October 4, 2022 „Ég er argur og reiður yfir því sem við sáum. Mér finnst óréttlætið algjört,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég sagði það á mánudaginn og ég verð að endurtaka það; dómarar verða að koma og útskýra sínar ákvarðanir því ég skil ekki neitt í neinu. Dómarinn vildi ekki gefa mér neinar útskýringar eftir. Dómarar verða að tala. Ég get ekki talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg augljóst. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Xavi. Inter coach knew it was a handball tho. pic.twitter.com/PYnp5ncEjn— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) October 4, 2022 Fyrra umdeilda atvikið varð þegar Gavi skoraði fyrir Barcelona en markið var dæmt af því að boltinn fór í hönd Ansu Fati af afar stuttu færi í aðdragandanum. Dómarinn skoðaði atvikið á skjá og dæmdi markið af. Í seinna atvikinu sá Xavi það af hliðarlínunni, og flestum virtist það augljóst, að Dumfries hefði slegið boltann með hendi innan teigs en það var mat myndbandsdómara að ekki væri hægt að sjá það með óyggjandi hætti. Dómari leiksins skoðaði atvikið ekki. „Ef þið eruð að spyrja hvernig mér líði þá er það þannig að ég er hneykslaður. Ég skil ekkert. Ef að Ansu snerti boltann óvart en einhver annar skoraði, þá er það mark. Og þeir dæmdu það af. Varðandi hitt atvikið þá skil ég bara ekkert. Þetta er óréttlæti, ég get ekki leynt því. Dómararnir verða að tala,“ sagði Xavi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59 Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59
Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19