Í gær skutu Norður-Kóreumenn eldflaug sem flaug 4.500 kílómetra leið og hrapaði síðan ofan í Kyrrahafið. Eldflaugin flaug yfir Japan en talið er að Norður-Kóreumenn hafi viljað sýna hvers þeir eru megnugir. Skotið átti sér stað innan við sólarhring eftir að Suður-Kórea, Bandaríkin og Japan tilkynntu að ríkin væru að vinna saman í að styrkja bandalag sitt.
Fyrst um sinn svöruðu Bandaríkin og Suður-Kórea fyrir sig með því að æfa hvernig ætti að varpa sprengjum úr flugvél. Síðan í gærkvöldi greindi CNN frá því að fjórum eldflaugarskotum hafi verið skotið frá Suður-Kóreu sem hluti af sameiginlegum æfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.
Herinn neyddist til að biðjast afsökunar á einni eldflauganna. Íbúar borgarinnar Gangneung á austurströnd Suður-Kóreu vöknuðu í nótt við sprengingu og sáu eldsvoða. Herinn útskýrði atvikið ekki fyrr en sjö tímum síðar og baðst þá afsökunar.
Flaugin hafði farið á loft en hrapað örskömmu síðar. Herinn kvaðst hafa átt að láta íbúa borgarinnar vita hvað hefði verið á seyði fyrr. Í samtali við BBC segja nokkrir íbúar borgarinnar að þeir hafi átt erfitt með svefn eftir atvikið.
An explosion near Gangneung last night caused a social media storm in South Korea. Zero media reports or emergency alerts, raising suspicions of a cover up, a jet crash, or a missile launch.
— Raphael Rashid (@koryodynasty) October 5, 2022
It turns out it was the latter, gone very wrong.pic.twitter.com/AjT6dHPcYL