Sænska vísindaakademían tilkynnti um þetta á fréttamannafundi sem hófst klukkan 9:45 að íslenskum tíma.
BREAKING NEWS:
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 5, 2022
The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2022 #NobelPrize in Chemistry to Carolyn R. Bertozzi, Morten Meldal and K. Barry Sharpless for the development of click chemistry and bioorthogonal chemistry. pic.twitter.com/5tu6aOedy4
Smellefnafræði er aðferð í efnasmíðum sem kom fyrst fram á sjónarsviðið um aldamótum og er tilgangur hennar að einfalda efnasmíðar á stórum sameindum og þannig gera þær fljótvirkar og skilvirkari.
Carolyn R. Bertozzi starfar við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum, Meldal við Kaupmannahafnarháskóla og Sharpless við Dartmouth, Harvard og Stanford. Sharpless hefur áður hlotið Nóbelsverðlaunin í efnafræði, eða árið 2001.
Þjóðverjinn Benjamin List og Bandaríkjamaðurinn David W.C. MacMillan hlutu á síðasta ári Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir þróun á ósamhverfum lífrænum efnahvötum (e. assymetric organocatalysis).
Fyrr í vikunni var greint frá því að sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hafi hlotið Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. Þá var tilkynnt í gær að eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hafi hlotið Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022
- Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði
- Þriðjudagur 4. okótber: Eðlisfræði
- Miðvikudagur 5. október: Efnafræði
- Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir
- Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels
- Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Fréttin verður uppfærð.