Stöðvum okrið á leigjendum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 5. október 2022 11:30 Leigjendur á Íslandi búa við mjög erfiða stöðu. Á síðustu árum hefur leiga farið hækkandi og var há fyrir. Þegar stærstur hluti heildarráðstöfunartekna þinna fer í húsnæðið, þá getur þú ekki leyft þér ýmislegt sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það er skortur á húsnæði, mörg eru í samkeppni um sömu íbúðina og mikið óöryggi fylgir því að vera á leigumarkaði. Það þarf að reiða fram tryggingu, sem er erfitt ef þú átt ekki kost á að gera slíkt í gegnum banka og þarft þá að leita á náðir fyrirtækja sem græða á þér í ferlinu. Valið tekið af leigjendum Leigjendur þurfa að skila inn sakavottorði þegar sótt er um leiguíbúð og þú þarft í rauninni að berskjalda þig gjörsamlega, bæði hver þú ert sem persóna og hvernig fjárhagurinn þinn lítur út. Ef þú hefur einhverntíman átt í vanskilum, þá er það skuggi sem fylgir þér lengi og hefur neikvæð áhrif á stöðu þína til að útvega tryggingarfé og til að útvega leiguhúsnæði. Leigan getur hækkað fyrirvaralaust, án útskýringa, bara geðþóttaákvörðun leigusala sem hefur engum skyldum að gegna gagnvart þér og þinni stöðu. Þú getur misst íbúðina skyndilega og misjafnt er hversu vel er tekið í beiðni þína um viðgerðir og viðhald. Það er lítið sem ekkert regluverk utan um réttindi leigjenda hér á landi og þeim er gert að bjarga sér á óvinveittum einkamarkaði. Stjórnvöld og samfélagið í heild sinni hafa lengi staðið með séreignastefnunni og litið svo á að það sé hark að útvega sér húsnæði en á endanum hljóti allir að redda sér. Það eru smávægileg úrræði til fyrir leigjendur en ekki allir sem fá stuðning þar og leigjendur búa oftar en ekki við þá stöðu að valið er tekið af þeim, valið um hvar þau vilja búa og hvernig þau vilja búa. Leigjendur þurfa oft að flytja á milli skólahverfa með börnin sín, því þau grípa auðvitað það sem er í boði þegar leigusamningur rennur út eða er breytt fyrirvaralaust, t.a.m. með skyndilegri hækkun á leigufjárhæð. Takmarkanir á hækkun húsaleigu eru nauðsynlegar Kröfur leigjendasamtaka víðsvegar um heim, sem og hér á landi eru þær að viðmiðunarverð fyrir leigu verði sett, þ.e.a.s. hversu hátt leiguverð á að vera fyrir íbúðir með tilliti til þátta eins og stærðar, staðsetningar, gæða og herbergjafjölda. Kröfurnar snúa að leiguþaki og leigubremsu, að settar verði hömlur á það hversu mikið leigan má hækka. Leiguþak vísar til þess að hámarksleiguverð er gefið út á húsnæði miðað við stærð, gæði og staðsetningu og má leigan þá ekki fara yfir þá upphæð sem mörkin eru sett við. Leigubremsa vísar til þess að það eru ákveðin viðmið um það hversu mikið leiga má hækka yfir ákveðið tímabil. Takmarkanir á hækkun húsnæðisleigu eru víða við lýði með ýmsum útfærslum. Má þar til að mynda líta til Danmörku, Sviss, Vínarborgar, Parísar og Kaliforníu. Baráttunni lýkur aldrei, við höfum einnig dæmi um takmörkun á hækkanir leigu sem hafa náð fram að ganga en hefur svo verið snúið við, eins og í Katalóníu og Berlín. Þegar litið er hingað heim hafa Samtök leigjenda hafa barist fyrir leiguþaki og leigubremsu. Í kjölfar lífskjarasamninganna voru kynntar aðgerðir sem miðuðu að því að bæta stöðu leigjenda. Aðgerðirnar voru eftirfarandi: „Ákvæði húsaleigulaga verði endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda, meðal annars hvað varðar vernd leigjenda þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar og bættri réttarstöðu leigjenda við lok leigusamnings.“ Ekki hefur verið staðið við þessi fyrirheit. Sósíalistar í borginni lögðu til í ljósi alls þessa að borgarstjórn samþykki að skora á ríkið að koma á leiguþaki og leigubremsu. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að tekið verði upp þak á húsaleiguverð og einnig að leigubremsa verði sett á. 71% aðspurðra í nýlegri skoðanakönnun Maskínu voru mjög eða frekar hlynnt því að leiguþak yrði sett á húsaleigu hér á landi. 72% aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því að leigubremsa yrði tekin upp. Leiga hefur hækkað upp úr öllu valdi og leigjendur oft fastir á milli lágra tekna og okurleigu. Mikilvægt er að mæta þörfum leigjenda sem eru í erfiðri stöðu. Stöðugleiki í lífi leigjenda Leiguþak virkar til að bæta aðstöðumun á milli leigusala og leigjenda, að jafna aðeins valdahlutfallið þar á milli. Mikið hefur verið talað um að leiguþak virki ekki en hér þurfum við að stalda við og spyrja okkur, út frá hvaða viðmiðum er verið að mæla? Erum við að mæla út frá kröfum þeirra sem leitast við að hagnast á húsnæðismarkaði og eru með gróðavon? Eða erum við að skoða og mæla árangurinn út frá vellíðan og jákvæðum áhrifum á leigjendur? Þegar við gerum hið síðarnefnda, þá sjáum við að takmarkanir á hækkun húsaleigu eru leigjendum til góða því það býður upp á fyrirsjáanleika,að fjölskyldur geti búið til langtíma í leiguhúsnæði sínu með tilheyrandi öryggi fyrir fjölskylduna í heild. Þannig geta börn átt samfellt nám í sama skóla og fylgt sínum vinum, fyrirsjáanleiki á leiguverði og öryggi leiðir til færri flutninga. Slíkur stöðugleiki er góður og nauðsynlegur fyrir leigjendur, þetta er gott fyrir nærsamfélagið og skapar stöðugleika í hverfunum.Leigubremsur og leiguþök virka til að vernda leigjendur. Nauðsynlegt er að standa vörð um rétt leigjenda og setja hömlur á það hversu mikið megi hagnast á leigjendum. Á sama tíma þarf að berjast fyrir félagslegri húsnæðisuppbyggingu, þar sem hagnaðarsjónarmið eru fjarlægð úr jöfnunni. Leiguþak og leigubremsu má útfæra með ýmsum leiðum. Slíkt þýðir að tekið er tillit til ýmissa sjónarmiða en grunnurinnn snýst um að tryggja fyrirsjáanleika og öryggi fyrir leigjendur. Þau sem eru á móti leiguþaki tala um að það trufli markaðinn. En há leiga truflar leigjendur og gerir mun meira en að trufla, há leiga heggur stórt skarð í lífsgæði leigjenda, hefur áhrif á hversdagleika þúsunda og skerðir möguleika barna þeirra til viðunandi lífs. Sósíalistar í borgarstjórn, lögðu því til að skorað yrði á ríkið að koma á leiguþaki og leigubremsu. Það er miður að borgarstjórn sjái sér ekki fært að senda frá sér áskorun um að þörf sé að setja hömlur á það hversu mikið leigan má hækka. Vitað er að staða leigjenda er oft mjög erfið og mikið óöryggi fylgir því að vera á leigumarkaði. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Leigumarkaður Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Leigjendur á Íslandi búa við mjög erfiða stöðu. Á síðustu árum hefur leiga farið hækkandi og var há fyrir. Þegar stærstur hluti heildarráðstöfunartekna þinna fer í húsnæðið, þá getur þú ekki leyft þér ýmislegt sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það er skortur á húsnæði, mörg eru í samkeppni um sömu íbúðina og mikið óöryggi fylgir því að vera á leigumarkaði. Það þarf að reiða fram tryggingu, sem er erfitt ef þú átt ekki kost á að gera slíkt í gegnum banka og þarft þá að leita á náðir fyrirtækja sem græða á þér í ferlinu. Valið tekið af leigjendum Leigjendur þurfa að skila inn sakavottorði þegar sótt er um leiguíbúð og þú þarft í rauninni að berskjalda þig gjörsamlega, bæði hver þú ert sem persóna og hvernig fjárhagurinn þinn lítur út. Ef þú hefur einhverntíman átt í vanskilum, þá er það skuggi sem fylgir þér lengi og hefur neikvæð áhrif á stöðu þína til að útvega tryggingarfé og til að útvega leiguhúsnæði. Leigan getur hækkað fyrirvaralaust, án útskýringa, bara geðþóttaákvörðun leigusala sem hefur engum skyldum að gegna gagnvart þér og þinni stöðu. Þú getur misst íbúðina skyndilega og misjafnt er hversu vel er tekið í beiðni þína um viðgerðir og viðhald. Það er lítið sem ekkert regluverk utan um réttindi leigjenda hér á landi og þeim er gert að bjarga sér á óvinveittum einkamarkaði. Stjórnvöld og samfélagið í heild sinni hafa lengi staðið með séreignastefnunni og litið svo á að það sé hark að útvega sér húsnæði en á endanum hljóti allir að redda sér. Það eru smávægileg úrræði til fyrir leigjendur en ekki allir sem fá stuðning þar og leigjendur búa oftar en ekki við þá stöðu að valið er tekið af þeim, valið um hvar þau vilja búa og hvernig þau vilja búa. Leigjendur þurfa oft að flytja á milli skólahverfa með börnin sín, því þau grípa auðvitað það sem er í boði þegar leigusamningur rennur út eða er breytt fyrirvaralaust, t.a.m. með skyndilegri hækkun á leigufjárhæð. Takmarkanir á hækkun húsaleigu eru nauðsynlegar Kröfur leigjendasamtaka víðsvegar um heim, sem og hér á landi eru þær að viðmiðunarverð fyrir leigu verði sett, þ.e.a.s. hversu hátt leiguverð á að vera fyrir íbúðir með tilliti til þátta eins og stærðar, staðsetningar, gæða og herbergjafjölda. Kröfurnar snúa að leiguþaki og leigubremsu, að settar verði hömlur á það hversu mikið leigan má hækka. Leiguþak vísar til þess að hámarksleiguverð er gefið út á húsnæði miðað við stærð, gæði og staðsetningu og má leigan þá ekki fara yfir þá upphæð sem mörkin eru sett við. Leigubremsa vísar til þess að það eru ákveðin viðmið um það hversu mikið leiga má hækka yfir ákveðið tímabil. Takmarkanir á hækkun húsnæðisleigu eru víða við lýði með ýmsum útfærslum. Má þar til að mynda líta til Danmörku, Sviss, Vínarborgar, Parísar og Kaliforníu. Baráttunni lýkur aldrei, við höfum einnig dæmi um takmörkun á hækkanir leigu sem hafa náð fram að ganga en hefur svo verið snúið við, eins og í Katalóníu og Berlín. Þegar litið er hingað heim hafa Samtök leigjenda hafa barist fyrir leiguþaki og leigubremsu. Í kjölfar lífskjarasamninganna voru kynntar aðgerðir sem miðuðu að því að bæta stöðu leigjenda. Aðgerðirnar voru eftirfarandi: „Ákvæði húsaleigulaga verði endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda, meðal annars hvað varðar vernd leigjenda þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar og bættri réttarstöðu leigjenda við lok leigusamnings.“ Ekki hefur verið staðið við þessi fyrirheit. Sósíalistar í borginni lögðu til í ljósi alls þessa að borgarstjórn samþykki að skora á ríkið að koma á leiguþaki og leigubremsu. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að tekið verði upp þak á húsaleiguverð og einnig að leigubremsa verði sett á. 71% aðspurðra í nýlegri skoðanakönnun Maskínu voru mjög eða frekar hlynnt því að leiguþak yrði sett á húsaleigu hér á landi. 72% aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því að leigubremsa yrði tekin upp. Leiga hefur hækkað upp úr öllu valdi og leigjendur oft fastir á milli lágra tekna og okurleigu. Mikilvægt er að mæta þörfum leigjenda sem eru í erfiðri stöðu. Stöðugleiki í lífi leigjenda Leiguþak virkar til að bæta aðstöðumun á milli leigusala og leigjenda, að jafna aðeins valdahlutfallið þar á milli. Mikið hefur verið talað um að leiguþak virki ekki en hér þurfum við að stalda við og spyrja okkur, út frá hvaða viðmiðum er verið að mæla? Erum við að mæla út frá kröfum þeirra sem leitast við að hagnast á húsnæðismarkaði og eru með gróðavon? Eða erum við að skoða og mæla árangurinn út frá vellíðan og jákvæðum áhrifum á leigjendur? Þegar við gerum hið síðarnefnda, þá sjáum við að takmarkanir á hækkun húsaleigu eru leigjendum til góða því það býður upp á fyrirsjáanleika,að fjölskyldur geti búið til langtíma í leiguhúsnæði sínu með tilheyrandi öryggi fyrir fjölskylduna í heild. Þannig geta börn átt samfellt nám í sama skóla og fylgt sínum vinum, fyrirsjáanleiki á leiguverði og öryggi leiðir til færri flutninga. Slíkur stöðugleiki er góður og nauðsynlegur fyrir leigjendur, þetta er gott fyrir nærsamfélagið og skapar stöðugleika í hverfunum.Leigubremsur og leiguþök virka til að vernda leigjendur. Nauðsynlegt er að standa vörð um rétt leigjenda og setja hömlur á það hversu mikið megi hagnast á leigjendum. Á sama tíma þarf að berjast fyrir félagslegri húsnæðisuppbyggingu, þar sem hagnaðarsjónarmið eru fjarlægð úr jöfnunni. Leiguþak og leigubremsu má útfæra með ýmsum leiðum. Slíkt þýðir að tekið er tillit til ýmissa sjónarmiða en grunnurinnn snýst um að tryggja fyrirsjáanleika og öryggi fyrir leigjendur. Þau sem eru á móti leiguþaki tala um að það trufli markaðinn. En há leiga truflar leigjendur og gerir mun meira en að trufla, há leiga heggur stórt skarð í lífsgæði leigjenda, hefur áhrif á hversdagleika þúsunda og skerðir möguleika barna þeirra til viðunandi lífs. Sósíalistar í borgarstjórn, lögðu því til að skorað yrði á ríkið að koma á leiguþaki og leigubremsu. Það er miður að borgarstjórn sjái sér ekki fært að senda frá sér áskorun um að þörf sé að setja hömlur á það hversu mikið leigan má hækka. Vitað er að staða leigjenda er oft mjög erfið og mikið óöryggi fylgir því að vera á leigumarkaði. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun