„Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Snorri Másson skrifar 6. október 2022 07:33 Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. Rætt er við Konráð í innslaginu hér að ofan og fjallað um efnahags- og húsnæðismál í víðari skilningi. Einnig: Mun Reykjavíkurborg sópa tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug undir teppið - aftur? Rætt við höfund tillögunnar, sem ætlar aldrei að gefast upp. Nýja snjóhengjan Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun og áhyggjur sumra beinast nú að því sem kallað hefur verið „nýja snjóhengjan.“ Hún fellst í þeirri stóraukinni greiðslubyrði sem blasir við mörgum þegar lán detta af vöxtum sem voru festir áður en miklar hækkanir komu til. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins var til viðtals í Íslandi í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta gæti orðið eitthvað högg fyrir suma og kannski eitthvað sem hefði mátt búast við þegar við erum í lægsta vaxtastigi Íslandssögunnar, að þá geti vextir eiginlega ekki gert annað en hækkað eftir það. Það er svona spurning hvort þetta verði smá högg sem ég held að væri kannski eðlilegt eða þá að þetta verði mikið högg ef vextir til dæmis halda áfram að hækka,“ segir Konráð. Konráð segir þó líklegt miðað við núverandi ástand að hægt verði að ná vöxtunum áfram niður þannig að það verði þeim mun minna högg að fá snjóhengjuna yfir sig þegar þar að kemur. Blikur á lofti í alþjóðlega bankageiranum Sagt var fá því í vikunni að Credit Suisse, einn stærsti banki Evrópu, væri í töluverðum fjárhagsvanda og að sumir hafi gengið svo langt að spá hruni bankans. Forstjórinn hafi þurft að senda út tilkynningu þar sem áréttuð var ágæt eiginfjárstaða bankans. Konráð segir að þar á ferð sé undirliggjandi langvarandi erfiður rekstur bankans. Arðsemin hafi lengi verið óviðunandi og skandalar og innri vandræði hafi einkennt starfsemi Credit Suisse. Síðan velti breytingar í raunhagkerfinu þessari atburðarás af stað. Svona nokkuð getur vakið áhyggjur fólks af íslensku bönkunum en Konráð segir ljóst að þeir séu betur í stakk búnir nú en áður til að glíma við áföll. Tvímælalaust segir Konráð og lykilatriðið er: „Þeir eru í stærð sem samræmist hagkerfinu sem þeir starfa í.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Rætt er við Konráð í innslaginu hér að ofan og fjallað um efnahags- og húsnæðismál í víðari skilningi. Einnig: Mun Reykjavíkurborg sópa tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug undir teppið - aftur? Rætt við höfund tillögunnar, sem ætlar aldrei að gefast upp. Nýja snjóhengjan Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun og áhyggjur sumra beinast nú að því sem kallað hefur verið „nýja snjóhengjan.“ Hún fellst í þeirri stóraukinni greiðslubyrði sem blasir við mörgum þegar lán detta af vöxtum sem voru festir áður en miklar hækkanir komu til. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins var til viðtals í Íslandi í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta gæti orðið eitthvað högg fyrir suma og kannski eitthvað sem hefði mátt búast við þegar við erum í lægsta vaxtastigi Íslandssögunnar, að þá geti vextir eiginlega ekki gert annað en hækkað eftir það. Það er svona spurning hvort þetta verði smá högg sem ég held að væri kannski eðlilegt eða þá að þetta verði mikið högg ef vextir til dæmis halda áfram að hækka,“ segir Konráð. Konráð segir þó líklegt miðað við núverandi ástand að hægt verði að ná vöxtunum áfram niður þannig að það verði þeim mun minna högg að fá snjóhengjuna yfir sig þegar þar að kemur. Blikur á lofti í alþjóðlega bankageiranum Sagt var fá því í vikunni að Credit Suisse, einn stærsti banki Evrópu, væri í töluverðum fjárhagsvanda og að sumir hafi gengið svo langt að spá hruni bankans. Forstjórinn hafi þurft að senda út tilkynningu þar sem áréttuð var ágæt eiginfjárstaða bankans. Konráð segir að þar á ferð sé undirliggjandi langvarandi erfiður rekstur bankans. Arðsemin hafi lengi verið óviðunandi og skandalar og innri vandræði hafi einkennt starfsemi Credit Suisse. Síðan velti breytingar í raunhagkerfinu þessari atburðarás af stað. Svona nokkuð getur vakið áhyggjur fólks af íslensku bönkunum en Konráð segir ljóst að þeir séu betur í stakk búnir nú en áður til að glíma við áföll. Tvímælalaust segir Konráð og lykilatriðið er: „Þeir eru í stærð sem samræmist hagkerfinu sem þeir starfa í.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent