„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2022 19:00 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að hækkun stýrivaxta sé líklega lokið í bili. En sendir boltann til ríkis og vinnumarkaðar. Jón Gunnar Bentsson aðahagfræðingur Íslandsbanka telur peningastefnunefnd SÍ andvarpa af létti yfir að verð á húsnæði sé á niðurleið. Vísir/Vilhelm Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Frá því Seðlabankinn hóf vaxtahækkunartímabil sitt í maí í fyrra hafa meginvextir hækkað um fimm prósentur. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu fimmtán mánuði.Vísir Fjölskylda með með óverðtryggt fjörutíu og þriggja milljón króna íbúðalán á breytilegum vöxtum greiður nú hundrað og tíu þúsund krónur meira á mánuði fyrir lánið en þegar stýrivextir voru sem lægstir. Á ársgrundvelli gæti munurinn verið um ein komma þrjár milljónir króna. Afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum með breytilegum vöxtum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði.Vísir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin í bili. „Verðbólgan er enn þá nokkuð há eða yfir níu prósentum og því hækkuðum við nú vextina um 0,25 prósentustig en vonandi er þetta síðasta hækkun bankans í þessum hækkunarfasa,“ segir Ásgeir. Verðbólga hefur verið drifin áfram af hækkunum á húsnæðisverði en vísbendingar eru um verðhjöðnun á því. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé að leita í meira jafnvægi,“ segir hann. Jón Gunnar Bentsson hagfræðingur Íslandsbanka tekur undir það. „Við sjáum skýr merki um það að það er viðsnúningur á íbúðamarkaði. Verðið nánast stöðvaðist um mitt sumar. Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti yfir þessari þróun sem hefur orðið á íbúðamarkaði. Hún er mjög kærkomin og mikilvæg staðfesting á því hversu stýrivaxtaákvarðanir bankans eru farnar að virka miklu betur en þær gerðu hér áður fyrr,“ segir hann. Sendi ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn Ásgeir sendir ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn á fundinum. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum? Mögulega ef það gengur eftir þá þurfum við ekki að beita vaxtatækinu meir,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir framhaldið ráðast af því að verðbólgu sé haldið niðri. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar vinni með okkur. Þetta verður að vera að einhverju leyti þjóðarátak,“ segir hann. Aðspurður um hvað efnahagslífið þoli miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum áður en verðbólga fari á skrið svarar Ásgeir: „Vinnumarkaðurinn hefur sína eigin hagfræðinga og ætti alveg að geta reiknað þetta út svona nokkur veginn.“ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Frá því Seðlabankinn hóf vaxtahækkunartímabil sitt í maí í fyrra hafa meginvextir hækkað um fimm prósentur. Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu fimmtán mánuði.Vísir Fjölskylda með með óverðtryggt fjörutíu og þriggja milljón króna íbúðalán á breytilegum vöxtum greiður nú hundrað og tíu þúsund krónur meira á mánuði fyrir lánið en þegar stýrivextir voru sem lægstir. Á ársgrundvelli gæti munurinn verið um ein komma þrjár milljónir króna. Afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum með breytilegum vöxtum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði.Vísir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin í bili. „Verðbólgan er enn þá nokkuð há eða yfir níu prósentum og því hækkuðum við nú vextina um 0,25 prósentustig en vonandi er þetta síðasta hækkun bankans í þessum hækkunarfasa,“ segir Ásgeir. Verðbólga hefur verið drifin áfram af hækkunum á húsnæðisverði en vísbendingar eru um verðhjöðnun á því. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé að leita í meira jafnvægi,“ segir hann. Jón Gunnar Bentsson hagfræðingur Íslandsbanka tekur undir það. „Við sjáum skýr merki um það að það er viðsnúningur á íbúðamarkaði. Verðið nánast stöðvaðist um mitt sumar. Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti yfir þessari þróun sem hefur orðið á íbúðamarkaði. Hún er mjög kærkomin og mikilvæg staðfesting á því hversu stýrivaxtaákvarðanir bankans eru farnar að virka miklu betur en þær gerðu hér áður fyrr,“ segir hann. Sendi ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn Ásgeir sendir ríkisstjórn og vinnumarkaði tóninn á fundinum. „Ætlar vinnumarkaðurinn, ríkisstjórnin og atvinnulífið að taka við boltanum? Mögulega ef það gengur eftir þá þurfum við ekki að beita vaxtatækinu meir,“ sagði Ásgeir. Ásgeir segir framhaldið ráðast af því að verðbólgu sé haldið niðri. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar vinni með okkur. Þetta verður að vera að einhverju leyti þjóðarátak,“ segir hann. Aðspurður um hvað efnahagslífið þoli miklar launahækkanir í komandi kjarasamningum áður en verðbólga fari á skrið svarar Ásgeir: „Vinnumarkaðurinn hefur sína eigin hagfræðinga og ætti alveg að geta reiknað þetta út svona nokkur veginn.“
Fjármál heimilisins Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. 5. október 2022 12:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent