Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 18:25 Hæstiréttur sneri við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkir yfir Styrmi Þór og dæmdi hann í árs fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum árið 2013. Rétturinn telur sig nú ekki geta tekið málið fyrir aftur þrátt fyrir úrskurð endurupptökudóms. Vísir/Vilhelm Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP-banka, um taka upp hæstaréttardóm frá 2013 þar sem hann var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum tveggja annarra stjórnenda MP-banka og sparisjóðsins Byrs. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi en hann hafði áður verið sýknaður í héraði. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti Styrmis Þórs til réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti þar sem ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir dómi árið 2019. Hæstiréttur vísaði málinu frá í dag. Vísaði rétturinn til þess að eftir gildistöku laga um endurupptökudómstól frá 2020 skorti Hæstarétt lagaheimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram. Endurupptökudómi hefði því átt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landrétti. Málið hefði ennfremur verið tekið upp aftur á þeim forsendum að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki yrði úr því bætt nema að leiða Styrmi Þór og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Exeter-málið snerist um meint umboðssvik vegna útlána Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Málið var það fyrsta sem embætti sérstaks saksóknara, sem stofnað var eftir bankahrun, ákærði í. Hæstarétti væri ókleift að bæta úr þessu. Hann hefði heldur ekki heimild til þess að hnekkja niðurstöðu endurupptökudóms að þessu leyti eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá réttinum. Niðurstaðan þýðir að sýkna Styrmis Þórs í héraði í janúar 2013 stendur óhögguð. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað vegna málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, alls rúmlega 1,9 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að frávísunin þýðir að sýknudómur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá 2013 stendur óhaggaður. Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Endurupptökudómur féllst á beiðni Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP-banka, um taka upp hæstaréttardóm frá 2013 þar sem hann var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum tveggja annarra stjórnenda MP-banka og sparisjóðsins Byrs. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi en hann hafði áður verið sýknaður í héraði. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti Styrmis Þórs til réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti þar sem ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir dómi árið 2019. Hæstiréttur vísaði málinu frá í dag. Vísaði rétturinn til þess að eftir gildistöku laga um endurupptökudómstól frá 2020 skorti Hæstarétt lagaheimild til þess að láta munnlega sönnunarfærslu fara fram. Endurupptökudómi hefði því átt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landrétti. Málið hefði ennfremur verið tekið upp aftur á þeim forsendum að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Ekki yrði úr því bætt nema að leiða Styrmi Þór og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Exeter-málið snerist um meint umboðssvik vegna útlána Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Málið var það fyrsta sem embætti sérstaks saksóknara, sem stofnað var eftir bankahrun, ákærði í. Hæstarétti væri ókleift að bæta úr þessu. Hann hefði heldur ekki heimild til þess að hnekkja niðurstöðu endurupptökudóms að þessu leyti eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá réttinum. Niðurstaðan þýðir að sýkna Styrmis Þórs í héraði í janúar 2013 stendur óhögguð. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað vegna málsmeðferðar fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, alls rúmlega 1,9 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að frávísunin þýðir að sýknudómur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá 2013 stendur óhaggaður.
Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent