Innlent

Snjókoma á Siglufirði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fjallshlíðin og himininn blandast í eitt.
Fjallshlíðin og himininn blandast í eitt. Sigríður Ingvarsdóttir

Er íbúar Siglufjarðar vöknuðu í morgun voru götur bæjarins orðnar hvítar og fjöll bæjarins orðin full af snjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að snjórinn sé kominn heldur snemma í ár.

Það byrjaði að snjóa í nótt á Siglufirði og er slabb á flestum götum bæjarins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að þrátt fyrir að fólki finnist snjórinn vera mættur aðeins of snemma sé hann dásamlegur, sem og veturinn allur.

Slabb er á flest öllum götum Siglufjarðar.

„Eins og þú veist er veður bara hugarástand. Þannig það er hægt að brosa í gegnum tárin. Maður sér alltaf eitthvað bjart við allar árstíðir. Þetta er ávísun á góðan skíðavetur hjá okkur,“ segir Sigríður.

Það hefur einnig snjóað á Ólafsfirði en ekki jafn mikið. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar í morgun segir að búast megi við snjókomu eða slyddu í fjöllum Norðurlands í allan dag.

Slabb er á flest öllum götum Siglufjarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×