Körfuboltakvöld um liðin sem hefja leik í kvöld: „Það heldur vöku fyrir mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2022 13:01 Veigar Áki Hlynsson er einn af ungu strákunum í KR sem fá liðið í fangið nú þegar margir reynsluboltar eru horfnir á braut. Vísir/Vilhelm Subway deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld en fjórir leikir úr fyrstu umferðinni fara þá fram. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin átta sem í kvöld spila sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu 2022-23. Fyrsti leikur tímabilsins er viðureign Þórs og Breiðabliks í Þorlákshöfn sem hefst klukkan 18.15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tveir leikir hefjast klukkan 19.15 en það er viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum og leikur ÍR og Njarðvíkur í Skógarseli. Lokaleikur kvöldsins er síðan leikur Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Stjörnunnar á Hlíðarenda en liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á eftir verða allir leikir kvöldsins gerðir upp í Tilþrifunum. Eitt af liðunum sem hefja leik í kvöld eru margfaldir Íslandsmeistarar KR-inga en andrúmsloftið í kringum liðið er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast úr Vesturbænum. „Kynslóðaskipti eru núna í gangi í Vesturbænum eftir eina merkilegustu sigurgöngu í sögu íslensks körfubolta. Sumir efnilegustu KR-ingarnir sem hefðu getað tekið við keflinu og leitt liðið áfram, eru farnir erlendis. Í Vesturbænum er pressan alltaf meira en annars staðar því félagið er það langsigursælasta á þessari öld,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stemmning er svolítið öðruvísi. Fólkið hérna þarf aðeins að draga úr væntingum. Það eru miklar breytingar á liðinu, við erum að missa leikmenn hingað og þangað. Ég held að við þurfum að horfa á þetta ár og næsta ár kannski í smá uppbyggingu ef við getum orðað það þannig,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds aðspurður um komandi vetur hjá KR. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um KR fyrir 2022-23 tímabilið „Út af því hvað þetta er viðkvæmt hjá KR þá held ég að byrjunin sé mjög mikilvæg,“ sagði Kjartan Atli og Hermann tók undir það. „Hún er mjög mikilvæg og sérstaklega að halda heimavellinum sterkum. Halda því að KR getur unnið þar og það sé einhver smá gryfja. Ég held að það gæti farið ansi illa í Vesturbæinganna ef liðið fer að klafsa í einhverja botnbaráttu og við þurfum jafnvel að fara að bjarga okkur frá falli. Það heldur vöku fyrir mér,“ sagði Hermann Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvað Hermann og sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin átta sem spila sinn fyrsta leik í kvöld eða Þór úr Þorlákshöfn, Breiðablik, KR, Grindavík, ÍR, Njarðvík, Valur og Stjarnan. Grindavík heimsækir KR í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Grindavík fyrir 2022-23 tímabilið Þór tekur á móti Breiðablik í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Þór Þorl. fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Breiðablik fyrir 2022-23 tímabilið ÍR fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um ÍR fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Valur fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Val fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Stjörnuna fyrir 2022-23 tímabilið Subway-deild karla KR UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Breiðablik ÍR Valur Stjarnan Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Fyrsti leikur tímabilsins er viðureign Þórs og Breiðabliks í Þorlákshöfn sem hefst klukkan 18.15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tveir leikir hefjast klukkan 19.15 en það er viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum og leikur ÍR og Njarðvíkur í Skógarseli. Lokaleikur kvöldsins er síðan leikur Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Stjörnunnar á Hlíðarenda en liðin mættust í Meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og á eftir verða allir leikir kvöldsins gerðir upp í Tilþrifunum. Eitt af liðunum sem hefja leik í kvöld eru margfaldir Íslandsmeistarar KR-inga en andrúmsloftið í kringum liðið er mjög ólíkt því sem menn eiga að venjast úr Vesturbænum. „Kynslóðaskipti eru núna í gangi í Vesturbænum eftir eina merkilegustu sigurgöngu í sögu íslensks körfubolta. Sumir efnilegustu KR-ingarnir sem hefðu getað tekið við keflinu og leitt liðið áfram, eru farnir erlendis. Í Vesturbænum er pressan alltaf meira en annars staðar því félagið er það langsigursælasta á þessari öld,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stemmning er svolítið öðruvísi. Fólkið hérna þarf aðeins að draga úr væntingum. Það eru miklar breytingar á liðinu, við erum að missa leikmenn hingað og þangað. Ég held að við þurfum að horfa á þetta ár og næsta ár kannski í smá uppbyggingu ef við getum orðað það þannig,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds aðspurður um komandi vetur hjá KR. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um KR fyrir 2022-23 tímabilið „Út af því hvað þetta er viðkvæmt hjá KR þá held ég að byrjunin sé mjög mikilvæg,“ sagði Kjartan Atli og Hermann tók undir það. „Hún er mjög mikilvæg og sérstaklega að halda heimavellinum sterkum. Halda því að KR getur unnið þar og það sé einhver smá gryfja. Ég held að það gæti farið ansi illa í Vesturbæinganna ef liðið fer að klafsa í einhverja botnbaráttu og við þurfum jafnvel að fara að bjarga okkur frá falli. Það heldur vöku fyrir mér,“ sagði Hermann Hér fyrir ofan og neðan má sjá hvað Hermann og sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin átta sem spila sinn fyrsta leik í kvöld eða Þór úr Þorlákshöfn, Breiðablik, KR, Grindavík, ÍR, Njarðvík, Valur og Stjarnan. Grindavík heimsækir KR í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Grindavík fyrir 2022-23 tímabilið Þór tekur á móti Breiðablik í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Þór Þorl. fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Breiðablik fyrir 2022-23 tímabilið ÍR fær Njarðvík í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um ÍR fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Valur fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Val fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Stjörnuna fyrir 2022-23 tímabilið
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Breiðablik ÍR Valur Stjarnan Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira