„Áríðandi saga um styrkleika mannsandans“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2022 14:30 Ólafur de Fleur og Darryl Francis. Aðsent Konungur fiðrildanna, ný kvikmynd eftir Ólaf de Fleur, var sýnd á RIFF í þessari viku. Myndin var frumsýnd á Nordisk Panorama hátíðinni í síðustu viku og hefur hlotið lofsamlega dóma gagnrýnenda. Leikstjórinn sat fyrir svörum eftir myndina og svaraði þeim spurningum gesta sem kviknuðu á sýningunni. Myndin fjallar um Darryl Francis sem hlaut fangelsisdóm fyrir afbrot sem hann segist ekki hafa framið. Leikstjórinn sjálfur stígur fram fyrir myndavélina í myndinni, ekki síst til að segja frá því hvernig þeir Darryl hjálpa hvor öðrum og skilja til fulls hinn róandi eiginleika og kraft ritlistarinnar. Ólafur segir myndina í raun vera sögu um vináttu þeirra. Ólafur de Fleur á RIFF.RIFF Basl við að skrifa „Ég byrjaði að ferðast reglulega til Los Angeles fyrir um tíu árum til þess að kynna og keppa um kvikmyndaverkefni hjá kvikmyndaverum þar árið 2010. Í minni fyrstu ferð stakk einhver upp á því að ég fengi bílstjóra til að keyra mig á milli funda og þannig kynntist ég Darryl Francis,“ segir Ólafur um ástæðu þess að hann réðst í gerð myndar um Darryl Francis. „Á þeim tíma sem hann byrjar að keyra mig á milli funda var hann nýkominn úr fangelsi þar sem hann hafði skrifað kvikmyndahandrit með blíanti. Hann átti hins vegar í hinu mesta basli við að skrifa utan veggja fangelsisins og fór að biðja mig um hjálp. Út frá því ákvað ég að gera þessa heimildarmynd, vegna þess að ég á sjálfur í mesta basli við að skrifa jafnvel þó ég hafi gert mikið af því.“ Aðsent Einnig hafði Ólafur verið að kenna skrif og framsetningu og hafði mikinn áhuga á því að hjálpa fólki. „Þannig passaði það fullkomlega að gera þessa mynd og hjálpa Darryl að finna út úr myndinni sinni. Það er sagan á yfirborðinu, en í raun og veru er þetta saga um vináttu okkar og því ákvað ég að stíga sjálfur fyrir framan myndavélina. Ég hjálpa honum í myndinni að skrifa handritið, en á endanum er það hann sem fer að hjálpa mér. Auk þess, að þegar ég leiðbeini fólki með skrif þá er ég meira eins og spegill fyrir hvern og einn svo að ég „steli ekki“ vandamálum þeirra. Myndin er gerð yfir fjögurra ára tímabil og fjallar einmitt um vináttu okkar og hans köllun að skrifa handrit að gamanmynd fyrir Hollywood.“ Lang-skák og mikil viðvera Ferlið var mjög lærdómsríkt fyrir leikstjórann sjálfan. „Þegar ég geri heimildarmyndir þá loka ég svolítið augunum og stekk út í óvissuna. Ég hef engan skilning fyrir sögu þeldökkra í bandaríkjunum, hvað þá hvernig fangelsið fór með sálarlíf Darryls. Eina sem ég vissi að var að þessi maður hafði gengið í gegnum ótrúlega mikið og var ekki bara standandi eftir þá reynslu, heldur afar lífsreyndur með mikinn húmor og hæfni. Ég hef þekkt hann í tíu ár og finnst líf hans vera áríðandi dæmisaga um styrkleika mannsandans. Að þrátt fyrir allt sem hann hefur þurft að ganga í gegnum heldur hann ótrauður áfram.“ Ólafur segir að það fylgi því oft flóknar tilfinningar að klára svona stórt verkefni en það sé misjafnt eftir verkefnum. „Í þessu tilfelli var það ekkert mál þar sem við Darryl heyrum reglulega í hvorum öðrum. Hver einasta heimildarmynd sem ég geri tekur ávallt mikið á, allt öðruvísi en með leiknar myndir. Heimildarmyndir eru mun meiri vinna og mun flóknari en leiknar myndir á ákveðinn hátt. Með leiknar myndir er hægt að stilla öllu upp, en með heimildamyndirnar þá þarf lang-skák og mikla viðveru.“ Ástríðufullur draumur Leikstjórinn er ekkert að velta sér upp úr því hvort heimildamynda- eða kvikmyndaformið togi meira í. „Það er eitthvað sem ég hugsa ekkert um. Yfir tuttugu ára feril er ég orðinn vanur því að verkefni komi til mín og að ég svari símanum og geri þau. Verkefni koma til mín án þess að segja mér það og oft vakna ég upp við það að ég er búin að gera verkefnið. Að vinna við þetta er eins og að vera í ástríðufullum draumi. Ástríðufullum að því að ég elska að segja sögur, og draumur vegna þess að ég dáleiðist af verkunum.“ Bíó og sjónvarp RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ófullkomnun fagnað í allri sinni dýrð Myndin Karókí Paradís sem sýnd hefur verið á RIFF hefur vakið mikla eftirtekt og fengið góða dóma. Hún er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu í desember. 5. október 2022 17:31 „Það er ekki hægt að kaupa ánægju með peningum“ Kvikmyndaleikstjórunum Albert Serra og Alexandre O. Philippe voru veitt heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn. Leikstjórarnir eru staddir hér á landi og veittu verðlaununum móttöku fyrir helgi í Húsi máls og menningar. 3. október 2022 15:30 Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi. 3. október 2022 13:31 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn sat fyrir svörum eftir myndina og svaraði þeim spurningum gesta sem kviknuðu á sýningunni. Myndin fjallar um Darryl Francis sem hlaut fangelsisdóm fyrir afbrot sem hann segist ekki hafa framið. Leikstjórinn sjálfur stígur fram fyrir myndavélina í myndinni, ekki síst til að segja frá því hvernig þeir Darryl hjálpa hvor öðrum og skilja til fulls hinn róandi eiginleika og kraft ritlistarinnar. Ólafur segir myndina í raun vera sögu um vináttu þeirra. Ólafur de Fleur á RIFF.RIFF Basl við að skrifa „Ég byrjaði að ferðast reglulega til Los Angeles fyrir um tíu árum til þess að kynna og keppa um kvikmyndaverkefni hjá kvikmyndaverum þar árið 2010. Í minni fyrstu ferð stakk einhver upp á því að ég fengi bílstjóra til að keyra mig á milli funda og þannig kynntist ég Darryl Francis,“ segir Ólafur um ástæðu þess að hann réðst í gerð myndar um Darryl Francis. „Á þeim tíma sem hann byrjar að keyra mig á milli funda var hann nýkominn úr fangelsi þar sem hann hafði skrifað kvikmyndahandrit með blíanti. Hann átti hins vegar í hinu mesta basli við að skrifa utan veggja fangelsisins og fór að biðja mig um hjálp. Út frá því ákvað ég að gera þessa heimildarmynd, vegna þess að ég á sjálfur í mesta basli við að skrifa jafnvel þó ég hafi gert mikið af því.“ Aðsent Einnig hafði Ólafur verið að kenna skrif og framsetningu og hafði mikinn áhuga á því að hjálpa fólki. „Þannig passaði það fullkomlega að gera þessa mynd og hjálpa Darryl að finna út úr myndinni sinni. Það er sagan á yfirborðinu, en í raun og veru er þetta saga um vináttu okkar og því ákvað ég að stíga sjálfur fyrir framan myndavélina. Ég hjálpa honum í myndinni að skrifa handritið, en á endanum er það hann sem fer að hjálpa mér. Auk þess, að þegar ég leiðbeini fólki með skrif þá er ég meira eins og spegill fyrir hvern og einn svo að ég „steli ekki“ vandamálum þeirra. Myndin er gerð yfir fjögurra ára tímabil og fjallar einmitt um vináttu okkar og hans köllun að skrifa handrit að gamanmynd fyrir Hollywood.“ Lang-skák og mikil viðvera Ferlið var mjög lærdómsríkt fyrir leikstjórann sjálfan. „Þegar ég geri heimildarmyndir þá loka ég svolítið augunum og stekk út í óvissuna. Ég hef engan skilning fyrir sögu þeldökkra í bandaríkjunum, hvað þá hvernig fangelsið fór með sálarlíf Darryls. Eina sem ég vissi að var að þessi maður hafði gengið í gegnum ótrúlega mikið og var ekki bara standandi eftir þá reynslu, heldur afar lífsreyndur með mikinn húmor og hæfni. Ég hef þekkt hann í tíu ár og finnst líf hans vera áríðandi dæmisaga um styrkleika mannsandans. Að þrátt fyrir allt sem hann hefur þurft að ganga í gegnum heldur hann ótrauður áfram.“ Ólafur segir að það fylgi því oft flóknar tilfinningar að klára svona stórt verkefni en það sé misjafnt eftir verkefnum. „Í þessu tilfelli var það ekkert mál þar sem við Darryl heyrum reglulega í hvorum öðrum. Hver einasta heimildarmynd sem ég geri tekur ávallt mikið á, allt öðruvísi en með leiknar myndir. Heimildarmyndir eru mun meiri vinna og mun flóknari en leiknar myndir á ákveðinn hátt. Með leiknar myndir er hægt að stilla öllu upp, en með heimildamyndirnar þá þarf lang-skák og mikla viðveru.“ Ástríðufullur draumur Leikstjórinn er ekkert að velta sér upp úr því hvort heimildamynda- eða kvikmyndaformið togi meira í. „Það er eitthvað sem ég hugsa ekkert um. Yfir tuttugu ára feril er ég orðinn vanur því að verkefni komi til mín og að ég svari símanum og geri þau. Verkefni koma til mín án þess að segja mér það og oft vakna ég upp við það að ég er búin að gera verkefnið. Að vinna við þetta er eins og að vera í ástríðufullum draumi. Ástríðufullum að því að ég elska að segja sögur, og draumur vegna þess að ég dáleiðist af verkunum.“
Bíó og sjónvarp RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ófullkomnun fagnað í allri sinni dýrð Myndin Karókí Paradís sem sýnd hefur verið á RIFF hefur vakið mikla eftirtekt og fengið góða dóma. Hún er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu í desember. 5. október 2022 17:31 „Það er ekki hægt að kaupa ánægju með peningum“ Kvikmyndaleikstjórunum Albert Serra og Alexandre O. Philippe voru veitt heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn. Leikstjórarnir eru staddir hér á landi og veittu verðlaununum móttöku fyrir helgi í Húsi máls og menningar. 3. október 2022 15:30 Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi. 3. október 2022 13:31 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ófullkomnun fagnað í allri sinni dýrð Myndin Karókí Paradís sem sýnd hefur verið á RIFF hefur vakið mikla eftirtekt og fengið góða dóma. Hún er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu í desember. 5. október 2022 17:31
„Það er ekki hægt að kaupa ánægju með peningum“ Kvikmyndaleikstjórunum Albert Serra og Alexandre O. Philippe voru veitt heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn. Leikstjórarnir eru staddir hér á landi og veittu verðlaununum móttöku fyrir helgi í Húsi máls og menningar. 3. október 2022 15:30
Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi. 3. október 2022 13:31