Varðstjóri hjá slökkviliðinu gat ekki veitt upplýsingar um slysið að svo stöddu en samkvæmt sjónarvottum var ökumanni mótorhjólsins ekið á brott á sjúkrabílnum.

Hvít Tesla og mótorhjól lentu í árekstri við gatnamót Geirsgötu og Lækjartorgs upp úr klukkan tólf í dag. Bæði sjúkrabíll og lögreglubílar eru á svæðinu.
Varðstjóri hjá slökkviliðinu gat ekki veitt upplýsingar um slysið að svo stöddu en samkvæmt sjónarvottum var ökumanni mótorhjólsins ekið á brott á sjúkrabílnum.