„Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2022 07:01 Sífellt fleiri greinast hér á landi með sjúkdóminn offitu að sögn yfirlæknis offitusviðs Reykjalundar. Hún kallar eftir vitundarvakningu. Nauðsynlegt sé að nálgast viðfangsefnið án þeirra fordóma sem nú séu til staðar til að mynda í sjálfu heilbrigðiskerfinu. Síðustu opinberu tölur um hversu stórt hlutfall Íslendinga er með offitu eru frá árinu 2017 en þar kemur fram í töflu að fjöldi þeirra sem er með BMI hærri en þrjátíu er um 27 prósent. Engar opinberar tölur eru til um tilvik offitu hér á landi síðustu fimm ár. Landlæknisembættið segir von á nýjum tölum 2023. Tilfinning sérfræðinga er hins vegar að hlutfallið hafi hækkað síðan þá.Vísir Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni er von á nýjum niðurstöðum á næsta ári. Í Læknablaðinu í fyrra hvatti læknir hið opinbera til að marka sér stefnu í málaflokknum. Hann taldi nauðsynlegt að offita væri meðhöndluð sem sjúkdómur. Hlutfall landsmanna með offitu sé hæst hér á landi meðal OECD ríka. Heilbrigðisráðuneytið skipaði starfshóp um offitu sem skila átti um miðjan mars á þessu ári sem hafði það hlutverk að leggja fram lýðheilsustefnu í málaflokknum. Þær upplýsingar fengust frá Landlæknisembættinu að vinna hópsins hefði tafist vegna Covid. Við sögðum nýlega frá því að margföldun hefur orðið á offituaðgerðum hér á landi og þá er ótalið allir þeir sem fara í slíkar aðgerðir erlendis. Telur vandann hafa aukist fá 2017 Á Reykjalundi hefur um árabil verið rekið offitusvið. Um 170 manns fara árlga þar í meðferð biðlisti telur um 200 manns. Hildur Thors yfirlæknir sviðsins segir að þar sé heildræn nálgun og þverfaglegt teymi sem sinni fólki með sjúkdóminn offitu. Þar sé eingöngu tekið á móti fólki sem sé komið með alvarlegan offitusjúkdóm og það fólk sem er líka komið með afleidda sjúkdóma. Hildur Thors telur að sífellt fleiri séu með sjúkdóminn offitu. „Þrjátíu prósent Íslendinga eru með offitu samkvæmt könnuninni 2017, önnur rúm þrjátíu prósent eru í yfirþyngd. Þannig að við erum að tala um tvo þriðju hluta þjóðarinnar. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur í dag til að sjá að vandinn er bara að aukast. Ef við skoðum löndin í kringum okkur þá sjáum við að þessi vandi er alls staðar á uppleið og það væri skrítið að það væri eitthvað öðruvísi hér á landi,“ segir Hildur Thors. Hún segir sjúkdóminn offitu afar kostnaðarsaman fyrir íslenskt samfélag. „Við vitum að sykursýki er að verða stórt vandamál á Íslandi og offitan er stærsta orsökin fyrir henni. Hjarta-og æðasjúkdómar, stoðkerfissjúkdómar og ýmsir aðrir sjúkdómar eru náttúrulega mikil birgði á íslensku heilbrigðiskerfi. Þar er offitan mjög oft undirliggjandi orsök,“ segir Hildur. Hildur segir samfélagið uppfullt af fordómum gegn offitu. Þeir hindri það að eðlileg umræða fari fram um vandann. Það eigi hins vegar að vera jafn sjálfsagt að tala um þennan sjúkdóm eins og aðra alvarlega sjúkdóma. Það eru geysilegir fordómar og ennþá erum við að glíma við fordóma í heilbrigðiskerfinu. Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn Aðspurð um gagnrýni þeirra sem segja svona umræðu geta ýtt enn frekar undir fitufordóma svara Hildur: „Við skiljum slíka gagnrýni og það eiga allir að fá að vera eins og þeir eru. En við vitum hins vegar að offita getur ýtt undir ýmsa aðra sjúkdóma sem eru hættulegir. Meðan allt er í lagi þá er bara markmiðið að viðhalda sinni þyngd og viðhalda sinni virkni og getu og njóta þess að vera til. En ef sjúkdómarnir banka á dyrnar þá þarf að takast á við þá. Maður má ekki stinga hausnum svo í sandinn að maður neiti að horfast í augu við að þetta getur haft afar alvarleg áhrif á heilsu fólks,“ segir Hildur Meðan allt er í lagi þá er bara markmiðið að viðhalda sinni þyngd og viðhalda sinni virkni og getu og njóta þess að vera til. Hildur segir að það þurfi algjörlega að breyta um nálgun þegar kemur að því að fást við offituvandann. „Gamla mýtan hreyfðu þig bara meira og borðaðu minna passar ekki. Þetta er miklu flóknara og hluti af því er að viðurkenna vandann að hann sé til og það þurfi að vinna með hann,“ segir Hildur. Hún segir margvíslegar ástæður fyrir því að þjóðin sé stöðugt að þyngjast og fleiri að greinast með sjúkdóminn offitu. „Orsakir vandans eru margvíslegir og snúa ekki bara að mataræði heldur öllum okkar venjum. Streitan, álagið og hraðinn í samfélaginu hefur t.d. mikil áhrif. Við þurfum einhvern veginn að ná að vinda ofan af þessu ef við ætlum að ná virkilegum árangri,“ segir hún. Hún segir allt of lítið í gangi í dag í málaflokknum. „Það hafa verið skipaðir starfshópar og skrifaðar skýrslur um vandann en þeim hefur stundum bara verið stungið undir stól. Það var t.d. settur á sykurskattur um tíma eftir ábendingar starfshóps en svo var hann tekinn í burtu. Í mörgum öðrum löndum hefur hann verið settur bara á sykraða drykki. Af því það er þessi fljótandi sykur sem er kannski mesti skaðvaldurinn,“ segir Hildur. Hildur kallar eftir vitunarvakningu um offitu á öllum sviðum samfélagsins. „Það þarf að fara af stað alls herjar vitundarvakning í öllu samfélaginu hjá yfirvöldum, almenningi og í atvinnulífinu. Það þarf að byrja á börnunum okkar og jafnvel áður en þau verða til. Við þurfum lýðheilsustefnu sem hægt er að fara eftir og þar er það embætti Landlæknis sem stýrir því. Við þurfum raunhæfa stefnu sem hægt væri að fara eftir. En það þarf allt þjóðfélagið að taka þátt, matarframleiðendur og atvinnulíf þurfa líka að vera með,“ segir Hildur að lokum. Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Landspítalinn Tengdar fréttir Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. 21. september 2022 20:26 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Síðustu opinberu tölur um hversu stórt hlutfall Íslendinga er með offitu eru frá árinu 2017 en þar kemur fram í töflu að fjöldi þeirra sem er með BMI hærri en þrjátíu er um 27 prósent. Engar opinberar tölur eru til um tilvik offitu hér á landi síðustu fimm ár. Landlæknisembættið segir von á nýjum tölum 2023. Tilfinning sérfræðinga er hins vegar að hlutfallið hafi hækkað síðan þá.Vísir Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni er von á nýjum niðurstöðum á næsta ári. Í Læknablaðinu í fyrra hvatti læknir hið opinbera til að marka sér stefnu í málaflokknum. Hann taldi nauðsynlegt að offita væri meðhöndluð sem sjúkdómur. Hlutfall landsmanna með offitu sé hæst hér á landi meðal OECD ríka. Heilbrigðisráðuneytið skipaði starfshóp um offitu sem skila átti um miðjan mars á þessu ári sem hafði það hlutverk að leggja fram lýðheilsustefnu í málaflokknum. Þær upplýsingar fengust frá Landlæknisembættinu að vinna hópsins hefði tafist vegna Covid. Við sögðum nýlega frá því að margföldun hefur orðið á offituaðgerðum hér á landi og þá er ótalið allir þeir sem fara í slíkar aðgerðir erlendis. Telur vandann hafa aukist fá 2017 Á Reykjalundi hefur um árabil verið rekið offitusvið. Um 170 manns fara árlga þar í meðferð biðlisti telur um 200 manns. Hildur Thors yfirlæknir sviðsins segir að þar sé heildræn nálgun og þverfaglegt teymi sem sinni fólki með sjúkdóminn offitu. Þar sé eingöngu tekið á móti fólki sem sé komið með alvarlegan offitusjúkdóm og það fólk sem er líka komið með afleidda sjúkdóma. Hildur Thors telur að sífellt fleiri séu með sjúkdóminn offitu. „Þrjátíu prósent Íslendinga eru með offitu samkvæmt könnuninni 2017, önnur rúm þrjátíu prósent eru í yfirþyngd. Þannig að við erum að tala um tvo þriðju hluta þjóðarinnar. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur í dag til að sjá að vandinn er bara að aukast. Ef við skoðum löndin í kringum okkur þá sjáum við að þessi vandi er alls staðar á uppleið og það væri skrítið að það væri eitthvað öðruvísi hér á landi,“ segir Hildur Thors. Hún segir sjúkdóminn offitu afar kostnaðarsaman fyrir íslenskt samfélag. „Við vitum að sykursýki er að verða stórt vandamál á Íslandi og offitan er stærsta orsökin fyrir henni. Hjarta-og æðasjúkdómar, stoðkerfissjúkdómar og ýmsir aðrir sjúkdómar eru náttúrulega mikil birgði á íslensku heilbrigðiskerfi. Þar er offitan mjög oft undirliggjandi orsök,“ segir Hildur. Hildur segir samfélagið uppfullt af fordómum gegn offitu. Þeir hindri það að eðlileg umræða fari fram um vandann. Það eigi hins vegar að vera jafn sjálfsagt að tala um þennan sjúkdóm eins og aðra alvarlega sjúkdóma. Það eru geysilegir fordómar og ennþá erum við að glíma við fordóma í heilbrigðiskerfinu. Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn Aðspurð um gagnrýni þeirra sem segja svona umræðu geta ýtt enn frekar undir fitufordóma svara Hildur: „Við skiljum slíka gagnrýni og það eiga allir að fá að vera eins og þeir eru. En við vitum hins vegar að offita getur ýtt undir ýmsa aðra sjúkdóma sem eru hættulegir. Meðan allt er í lagi þá er bara markmiðið að viðhalda sinni þyngd og viðhalda sinni virkni og getu og njóta þess að vera til. En ef sjúkdómarnir banka á dyrnar þá þarf að takast á við þá. Maður má ekki stinga hausnum svo í sandinn að maður neiti að horfast í augu við að þetta getur haft afar alvarleg áhrif á heilsu fólks,“ segir Hildur Meðan allt er í lagi þá er bara markmiðið að viðhalda sinni þyngd og viðhalda sinni virkni og getu og njóta þess að vera til. Hildur segir að það þurfi algjörlega að breyta um nálgun þegar kemur að því að fást við offituvandann. „Gamla mýtan hreyfðu þig bara meira og borðaðu minna passar ekki. Þetta er miklu flóknara og hluti af því er að viðurkenna vandann að hann sé til og það þurfi að vinna með hann,“ segir Hildur. Hún segir margvíslegar ástæður fyrir því að þjóðin sé stöðugt að þyngjast og fleiri að greinast með sjúkdóminn offitu. „Orsakir vandans eru margvíslegir og snúa ekki bara að mataræði heldur öllum okkar venjum. Streitan, álagið og hraðinn í samfélaginu hefur t.d. mikil áhrif. Við þurfum einhvern veginn að ná að vinda ofan af þessu ef við ætlum að ná virkilegum árangri,“ segir hún. Hún segir allt of lítið í gangi í dag í málaflokknum. „Það hafa verið skipaðir starfshópar og skrifaðar skýrslur um vandann en þeim hefur stundum bara verið stungið undir stól. Það var t.d. settur á sykurskattur um tíma eftir ábendingar starfshóps en svo var hann tekinn í burtu. Í mörgum öðrum löndum hefur hann verið settur bara á sykraða drykki. Af því það er þessi fljótandi sykur sem er kannski mesti skaðvaldurinn,“ segir Hildur. Hildur kallar eftir vitunarvakningu um offitu á öllum sviðum samfélagsins. „Það þarf að fara af stað alls herjar vitundarvakning í öllu samfélaginu hjá yfirvöldum, almenningi og í atvinnulífinu. Það þarf að byrja á börnunum okkar og jafnvel áður en þau verða til. Við þurfum lýðheilsustefnu sem hægt er að fara eftir og þar er það embætti Landlæknis sem stýrir því. Við þurfum raunhæfa stefnu sem hægt væri að fara eftir. En það þarf allt þjóðfélagið að taka þátt, matarframleiðendur og atvinnulíf þurfa líka að vera með,“ segir Hildur að lokum.
Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Landspítalinn Tengdar fréttir Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. 21. september 2022 20:26 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. 21. september 2022 20:26
Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31