Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. október 2022 07:00 Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og sérfræðingur í offitu. Hún tók nýlega við kvenheilsuteymi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir efnaskiptaaðgerðir og lyf við offitu oft afar gagnlega leiðir fyrir þá sem eru komnir með sjúkdóminn offitu. Hún varar hins vegar við að fólk fari í aðgerðir án eftirfylgni og undirbúnings. Vísir/Arnar Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. Sífellt fleiri glíma við sjúkdóminn offitu hér á landi. Samfara þessari þróun hefur orðið margföldun í svokölluðum offituaðgerðum aðallega á einkastofu en svo er algengt að fólk fari utan í slíkar aðgerðir. Engar tölulegar upplýsingar eru hins vegar til um það. Erla Gerður Sveinsdóttir læknir hefur starfað sem sérfræðingur í offitu um árabil Hún er jafnframt yfir nýju kvenheilsuteymi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sérhæfir sig í sjúkdómum tengdum offitu. Hún segir afar mikilvægt að fólk undirbúi sig vel ákveði það að fara í erma-eða hjáveituaðgerð. „Efnaskiptaaðgerð annað hvort ermi eða hjáveita er öflugasta meðferðin sem við eigum við alvarlegri offitu. En það þýðir ekki að það eigi að nota þá aðferð við vægum sjúkdómi, hvað þá fyrirbyggjandi“ segir hún. Þannig að við erum að sjá að fólk er að kaupa sér aðgerðir sem er ekki komið með sjúkdóminn offitu og er ekkert orðið neitt afskaplega þungt. „Það finnst mér mjög alvarleg þróun vegna þess að þá erum við að bjóða hættunni heim á nýjum sjúkdómum sem koma fram þá yfirleitt nokkrum árum eftir aðgerðina. Ég er mjög hrædd um að við séum að fá mjög stórt vandamál þessu tengdu eftir svona þrjú til fimm ár. Við þurfum betri fræðslu og eftirmeðferð.,“ segir Erla Gerður. Hún bendir líka á annan hóp fólks. Svo er fullt af fólki sem ætti að vera að fara í aðgerðir en eru ekki að fara. Því það eru líka fullt af fordómum gagnvart aðgerðunum. Lyf geti komið í stað ermaaðgerðar Erla segir offitusjúkdóminn margþættan og orsakir hans séu það líka og því þurfi að nálgast hann frá mörgum hliðum. Það sama kom fram hjá yfirlækni á offitusviði Reykjalundar. „Framfarir í lyfjameðferðum hafa verið alveg gríðarlegar síðustu árin og við erum komin með lyf sem geta haft sambærileg áhrif og svona ermaaðgerðir,“ segir Erla Gerður. Lyfin sem Erla nefnir eru stungulyf sem nefnast Saxenda og Ozempic sem er notað ef sykursýki og offita eru hvoru tveggja til staðar. Þá segir hún von á nýju lyfi sem gefi afar góða raun. Samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunni Landlæknis var ávísað tíu sinnum meira af þessum lyfjum 2021 en árið 2017, konur fá þau í meira mæli en karlar. Erla Gerður segir lyfin dýr og Sjúkratryggingar setji ströng skilyrði fyrir að fá þau. Skilyrði til að fá niðurgreiðslu eru mjög ströng. Til að fá lyfin þarftu að vera komin með BMI í 35 og lífsógnandi sjúkdóm. Það er að mínu viti alltof seint inngrip fyrir lyfjameðferðina. Það þarf að nota hana miklu miklu fyrr. Áður en lífsógnandi sjúkdómurinn er kominn. En það er pólitík í því og verkefni til að vinna að. Hún segir hins vegar stóran hóp fólks kaupa sér lyfin á eigin kostnað. „Það eru fleiri og fleiri að fá lyfin og fá góðan árangur af þeim. En það eru líka mjög margir sem kaupa þessi lyf sjálfir. Sem er vel ef þeir eru að fá góðan stuðning og meðferð og nota lyfin rétt,“ segir Erla Gerður. Frá tæpum hundrað milljónum í einn komma tvö milljarða Sjúkratryggingar halda utan um lyfjakostnað í svari þeirra við fyrirspurn fréttastofu um hver kostnaður er vegna stungulyfja við offitu og eða sykursýki kemur fram að árið 2016 var eitt lyf við offitu í boði og var kostnaður Sjúkratrygginga vegna þess tæplega 94 milljónir króna. Alls fengu um 450 manns lyfið. Lyfjunum hefur fjölgað ár frá ári en um er að ræða stungulyf. Þau eru nú fjögur talsins. Á þessu árið hafa um 7.600 manns fengið slík lyf og kostnaður vegna þeirra það sem af er ári er ríflega einn komma tveir milljarðar króna. Það hefur því orðið sautjánföldun á fjölda þeirra sem fá slík lyf frá 2016. Hvetur fólk til að leita sér aðstoðar Erla segir offitu alvarlegan sjúkdóm og mælir með því að fólk leiti til heilbrigðiskerfisins ef það grunar að það sé komið með eða telji sig eiga í hættu á að fá hann. „Ef fólk er komið með hærra en 35 í BMI, leitið til heilbrigðisþjónustunnar. Það er engin spurning. Það er gríðarlega ólíklegt að öll þyngdarstjórnunarkerfi starfi eðlilega bara út af álaginu sem svona aukaþyngd veldur á allt kerfið. Hvort fólk eigi að grípa inn í á tímabilinu BMI 30 til 35, klárlega, ef það upplifir einhver einkenni s.s. það dugar ekki að vera með gott mataræði, daglega hreyfingu og vinna með streituna og svefninn því svefninn hefur náttúrulega gríðarlega mikil áhrif.,“ segir Erla Gerður. Í kvöld verður sýnd umfjöllun um offituvandann í Íslandi í dag og þar verður lengra viðtal við Erlu Gerði. Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. 21. september 2022 20:26 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Sífellt fleiri glíma við sjúkdóminn offitu hér á landi. Samfara þessari þróun hefur orðið margföldun í svokölluðum offituaðgerðum aðallega á einkastofu en svo er algengt að fólk fari utan í slíkar aðgerðir. Engar tölulegar upplýsingar eru hins vegar til um það. Erla Gerður Sveinsdóttir læknir hefur starfað sem sérfræðingur í offitu um árabil Hún er jafnframt yfir nýju kvenheilsuteymi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sérhæfir sig í sjúkdómum tengdum offitu. Hún segir afar mikilvægt að fólk undirbúi sig vel ákveði það að fara í erma-eða hjáveituaðgerð. „Efnaskiptaaðgerð annað hvort ermi eða hjáveita er öflugasta meðferðin sem við eigum við alvarlegri offitu. En það þýðir ekki að það eigi að nota þá aðferð við vægum sjúkdómi, hvað þá fyrirbyggjandi“ segir hún. Þannig að við erum að sjá að fólk er að kaupa sér aðgerðir sem er ekki komið með sjúkdóminn offitu og er ekkert orðið neitt afskaplega þungt. „Það finnst mér mjög alvarleg þróun vegna þess að þá erum við að bjóða hættunni heim á nýjum sjúkdómum sem koma fram þá yfirleitt nokkrum árum eftir aðgerðina. Ég er mjög hrædd um að við séum að fá mjög stórt vandamál þessu tengdu eftir svona þrjú til fimm ár. Við þurfum betri fræðslu og eftirmeðferð.,“ segir Erla Gerður. Hún bendir líka á annan hóp fólks. Svo er fullt af fólki sem ætti að vera að fara í aðgerðir en eru ekki að fara. Því það eru líka fullt af fordómum gagnvart aðgerðunum. Lyf geti komið í stað ermaaðgerðar Erla segir offitusjúkdóminn margþættan og orsakir hans séu það líka og því þurfi að nálgast hann frá mörgum hliðum. Það sama kom fram hjá yfirlækni á offitusviði Reykjalundar. „Framfarir í lyfjameðferðum hafa verið alveg gríðarlegar síðustu árin og við erum komin með lyf sem geta haft sambærileg áhrif og svona ermaaðgerðir,“ segir Erla Gerður. Lyfin sem Erla nefnir eru stungulyf sem nefnast Saxenda og Ozempic sem er notað ef sykursýki og offita eru hvoru tveggja til staðar. Þá segir hún von á nýju lyfi sem gefi afar góða raun. Samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunni Landlæknis var ávísað tíu sinnum meira af þessum lyfjum 2021 en árið 2017, konur fá þau í meira mæli en karlar. Erla Gerður segir lyfin dýr og Sjúkratryggingar setji ströng skilyrði fyrir að fá þau. Skilyrði til að fá niðurgreiðslu eru mjög ströng. Til að fá lyfin þarftu að vera komin með BMI í 35 og lífsógnandi sjúkdóm. Það er að mínu viti alltof seint inngrip fyrir lyfjameðferðina. Það þarf að nota hana miklu miklu fyrr. Áður en lífsógnandi sjúkdómurinn er kominn. En það er pólitík í því og verkefni til að vinna að. Hún segir hins vegar stóran hóp fólks kaupa sér lyfin á eigin kostnað. „Það eru fleiri og fleiri að fá lyfin og fá góðan árangur af þeim. En það eru líka mjög margir sem kaupa þessi lyf sjálfir. Sem er vel ef þeir eru að fá góðan stuðning og meðferð og nota lyfin rétt,“ segir Erla Gerður. Frá tæpum hundrað milljónum í einn komma tvö milljarða Sjúkratryggingar halda utan um lyfjakostnað í svari þeirra við fyrirspurn fréttastofu um hver kostnaður er vegna stungulyfja við offitu og eða sykursýki kemur fram að árið 2016 var eitt lyf við offitu í boði og var kostnaður Sjúkratrygginga vegna þess tæplega 94 milljónir króna. Alls fengu um 450 manns lyfið. Lyfjunum hefur fjölgað ár frá ári en um er að ræða stungulyf. Þau eru nú fjögur talsins. Á þessu árið hafa um 7.600 manns fengið slík lyf og kostnaður vegna þeirra það sem af er ári er ríflega einn komma tveir milljarðar króna. Það hefur því orðið sautjánföldun á fjölda þeirra sem fá slík lyf frá 2016. Hvetur fólk til að leita sér aðstoðar Erla segir offitu alvarlegan sjúkdóm og mælir með því að fólk leiti til heilbrigðiskerfisins ef það grunar að það sé komið með eða telji sig eiga í hættu á að fá hann. „Ef fólk er komið með hærra en 35 í BMI, leitið til heilbrigðisþjónustunnar. Það er engin spurning. Það er gríðarlega ólíklegt að öll þyngdarstjórnunarkerfi starfi eðlilega bara út af álaginu sem svona aukaþyngd veldur á allt kerfið. Hvort fólk eigi að grípa inn í á tímabilinu BMI 30 til 35, klárlega, ef það upplifir einhver einkenni s.s. það dugar ekki að vera með gott mataræði, daglega hreyfingu og vinna með streituna og svefninn því svefninn hefur náttúrulega gríðarlega mikil áhrif.,“ segir Erla Gerður. Í kvöld verður sýnd umfjöllun um offituvandann í Íslandi í dag og þar verður lengra viðtal við Erlu Gerði.
Sjúkratryggingar halda utan um lyfjakostnað í svari þeirra við fyrirspurn fréttastofu um hver kostnaður er vegna stungulyfja við offitu og eða sykursýki kemur fram að árið 2016 var eitt lyf við offitu í boði og var kostnaður Sjúkratrygginga vegna þess tæplega 94 milljónir króna. Alls fengu um 450 manns lyfið. Lyfjunum hefur fjölgað ár frá ári en um er að ræða stungulyf. Þau eru nú fjögur talsins. Á þessu árið hafa um 7.600 manns fengið slík lyf og kostnaður vegna þeirra það sem af er ári er ríflega einn komma tveir milljarðar króna. Það hefur því orðið sautjánföldun á fjölda þeirra sem fá slík lyf frá 2016.
Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. 21. september 2022 20:26 Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. 21. september 2022 20:26
Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. 20. september 2022 19:31
Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51