Opinberar stofnanir þurfi að hætta að fela og hlífa starfsfólki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2022 12:16 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Stjórnsýslufræðingur segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál skilaboð til stjórnvalda um að hætta að fela starfsfólk. Stofnanir hafi á undanförnum árum orðið andlitslausar, sem sé þróun sem þurfi að stöðva. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Úrskurðanefnd um upplýsingamál hafi ákvarðað að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni. Nefndin hefur þá skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn um lóðastækkanir í Vesturbæ, án útstrikana. Stjórnsýslufræðingur segir úrskurðinn staðfesta að opinbert vald geti ekki verið andlitslaust. „Þú þarft alltaf að geta greint ábyrgðarkeðjuna og ábyrgð á almannavaldinu er alltaf frá almenningi. Þú þarft að geta greint frá starfsmanninum, yfirmanni hans, alveg upp í borgarritara og borgarstjóra, hvernig ábyrgðarkeðjan er gagnvart almenningi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. „Í stjórnsýslu er ákveðin upplýsinga- og samráðsskylda milli yfirmanns og undirmanns og það eru líka reglur um það á hvaða stigi í stigveldinu ákvarðanir eru teknar og ef þú ferð eftir þessu þá lendir ábyrgðin á réttum stað og lendir endanlega á æðsta stjórnanda.“ Opinberar stofnanir hafi á undanförnum árum falið starfsfólk sitt í auknum mæli, til dæmis með því að upplýsa hvorki um símanúmer né tölvupóstföng þess. „Fyrir svona tuttugu árum, þegar upplýsingatæknin var að byrja þá var starfsfólk gjarnan með símanúmer á vefnum. Það tengdist því að þá borguðu opinberar stofnanir heima- eða farsímann fyrir starfsmanninn. Svo hefur síminn á flestum stöðum verið tekinn út og ég sé að flestar opinberar stofnanir eru búnar að taka út netfangið líka,“ sgir Haukur. „Þannig að almenningur getur ekki átt samskipti við stofnanir nema þær séu algjörlega andlitslausar. Þetta er þróun sem þarf að stoppa.“ Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á sveitarfélög. „Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi einhver áhrif á ríkið, það er að segja að þetta verði til þess að starfsfólk verði sýnilegra og það verði auðveldara að rekja ábyrgðakeðjuna,“ segir Haukur. „Það skiptir mjög miklu máli en þýðir ekki endilega að sá starfsmaður sem skrifar undir sé ábyrgur. Ef hann hefur sinnt sinni upplýsinga- og samráðsskyldu við næsta yfirmann flyst ábyrgðin upp og hún gerir það almennt ef rétt hefur að máli staðið og ákvörðun hefur verið tekin á réttum stað.“ Stjórnsýsla Reykjavík Upplýsingatækni Tengdar fréttir Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Úrskurðanefnd um upplýsingamál hafi ákvarðað að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni. Nefndin hefur þá skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn um lóðastækkanir í Vesturbæ, án útstrikana. Stjórnsýslufræðingur segir úrskurðinn staðfesta að opinbert vald geti ekki verið andlitslaust. „Þú þarft alltaf að geta greint ábyrgðarkeðjuna og ábyrgð á almannavaldinu er alltaf frá almenningi. Þú þarft að geta greint frá starfsmanninum, yfirmanni hans, alveg upp í borgarritara og borgarstjóra, hvernig ábyrgðarkeðjan er gagnvart almenningi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. „Í stjórnsýslu er ákveðin upplýsinga- og samráðsskylda milli yfirmanns og undirmanns og það eru líka reglur um það á hvaða stigi í stigveldinu ákvarðanir eru teknar og ef þú ferð eftir þessu þá lendir ábyrgðin á réttum stað og lendir endanlega á æðsta stjórnanda.“ Opinberar stofnanir hafi á undanförnum árum falið starfsfólk sitt í auknum mæli, til dæmis með því að upplýsa hvorki um símanúmer né tölvupóstföng þess. „Fyrir svona tuttugu árum, þegar upplýsingatæknin var að byrja þá var starfsfólk gjarnan með símanúmer á vefnum. Það tengdist því að þá borguðu opinberar stofnanir heima- eða farsímann fyrir starfsmanninn. Svo hefur síminn á flestum stöðum verið tekinn út og ég sé að flestar opinberar stofnanir eru búnar að taka út netfangið líka,“ sgir Haukur. „Þannig að almenningur getur ekki átt samskipti við stofnanir nema þær séu algjörlega andlitslausar. Þetta er þróun sem þarf að stoppa.“ Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á sveitarfélög. „Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi einhver áhrif á ríkið, það er að segja að þetta verði til þess að starfsfólk verði sýnilegra og það verði auðveldara að rekja ábyrgðakeðjuna,“ segir Haukur. „Það skiptir mjög miklu máli en þýðir ekki endilega að sá starfsmaður sem skrifar undir sé ábyrgur. Ef hann hefur sinnt sinni upplýsinga- og samráðsskyldu við næsta yfirmann flyst ábyrgðin upp og hún gerir það almennt ef rétt hefur að máli staðið og ákvörðun hefur verið tekin á réttum stað.“
Stjórnsýsla Reykjavík Upplýsingatækni Tengdar fréttir Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06
Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39