Víðtækt rafmagnsleysi í vesturhluta borgarinnar Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 7. október 2022 17:03 Starfsfólk Krónunnar á Granda neyddist til að loka búðinni þegar ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Vísir/Snorri Rafmagnslaust er á Granda, sums staðar í vesturbænum, miðbænum og jafnvel Seltjarnarnesi vegna bilunar. Litlar upplýsingar liggja fyrir þessa stundina en segja má að slökkt sé á stórum hluta vesturhluta Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.30: Rafmagn er alls staðar aftur komið á. Orsökin var bilun í háspennustreng að sögn Veitna. Upphafleg frétt fylgir. Fólk í verslunarhugleiðingum á Granda kom að lokuðum dyrum og þarf að leita annað þar sem allt er rafmagnslaust á Grandanum. Verslanir eru flestar hverjar lokaðar vegna rafmagnsleysisins. Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu rétt upp úr klukkan 17 að spennustöð hafi slegið út og mannskapur frá Veitum væri á leiðinni á staðinn. Viðgerð stendur nú yfir og greindu Veitur frá því klukkan 17:46 að búið væri að finna bilunina sem er á aðalstreng. „Ákveðin svæði eru að detta inn og er rafmagnsleysið nú einungis bundið við hluta miðbæjar. Vonast er til þess að það detti inn fljótlega,“ segir á vef Veitna. Töluvert hefur verið um rafmagnsleysi undanfarnar vikur í vesturhluta borgarinnar. Rafmagnslaust varð um tíma fyrir tveimur vikum og svo aftur í Skerjafirðinum í þessari viku. Miðað við upphaflega tilkynningu frá Veitum mátti reikna með að rafmagnsleysið myndi fram á kvöld. Þar er vísað til bleika svæðisins á myndinni að neðan. Fram kom að rafmagnslaust verði frá 16:30 til 23:59. Samkvæmt tilkynningu Veitna nær rafmagnsleysið til þessa svæðis gróft séð. Fréttastofa hefur þó upplýsingar að rafmagn sé á á hluta rauða svæðisins. Meðfylgjandi myndskeið var tekið úti á Granda fyrir skemmstu, rétt eftir að rafmagnsleysið skall á. Þar var starfsfólk verslana í óðaönn að loka þeim eftir að ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Klippa: Rafmagnslaust á Granda Rafmagnstruflanirnar virðast hafa misjafnlega mikil áhrif á starfsemi verslana og veitingastaða í miðborginni en á meðan viðskiptavinir 10/11 í Austurstræti koma að lokuðum dyrum á fólk greiðan aðgang að verslunum beint á móti. Skammt frá glíma veitingastaðir í Tryggvagötu, á borð við Osushi og The Hungry Chef, við hamlandi rafmagnsleysi. Úr tilkynningu frá Veitum Vegna bilunar er rafmagnslaust á Granda, í Vesturbænum og í miðbænum fös. 07. október á meðan viðgerð stendur. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Rafmagnslaust er á Grandanum.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Tengdar fréttir Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14 Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Uppfært klukkan 18.30: Rafmagn er alls staðar aftur komið á. Orsökin var bilun í háspennustreng að sögn Veitna. Upphafleg frétt fylgir. Fólk í verslunarhugleiðingum á Granda kom að lokuðum dyrum og þarf að leita annað þar sem allt er rafmagnslaust á Grandanum. Verslanir eru flestar hverjar lokaðar vegna rafmagnsleysisins. Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu rétt upp úr klukkan 17 að spennustöð hafi slegið út og mannskapur frá Veitum væri á leiðinni á staðinn. Viðgerð stendur nú yfir og greindu Veitur frá því klukkan 17:46 að búið væri að finna bilunina sem er á aðalstreng. „Ákveðin svæði eru að detta inn og er rafmagnsleysið nú einungis bundið við hluta miðbæjar. Vonast er til þess að það detti inn fljótlega,“ segir á vef Veitna. Töluvert hefur verið um rafmagnsleysi undanfarnar vikur í vesturhluta borgarinnar. Rafmagnslaust varð um tíma fyrir tveimur vikum og svo aftur í Skerjafirðinum í þessari viku. Miðað við upphaflega tilkynningu frá Veitum mátti reikna með að rafmagnsleysið myndi fram á kvöld. Þar er vísað til bleika svæðisins á myndinni að neðan. Fram kom að rafmagnslaust verði frá 16:30 til 23:59. Samkvæmt tilkynningu Veitna nær rafmagnsleysið til þessa svæðis gróft séð. Fréttastofa hefur þó upplýsingar að rafmagn sé á á hluta rauða svæðisins. Meðfylgjandi myndskeið var tekið úti á Granda fyrir skemmstu, rétt eftir að rafmagnsleysið skall á. Þar var starfsfólk verslana í óðaönn að loka þeim eftir að ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Klippa: Rafmagnslaust á Granda Rafmagnstruflanirnar virðast hafa misjafnlega mikil áhrif á starfsemi verslana og veitingastaða í miðborginni en á meðan viðskiptavinir 10/11 í Austurstræti koma að lokuðum dyrum á fólk greiðan aðgang að verslunum beint á móti. Skammt frá glíma veitingastaðir í Tryggvagötu, á borð við Osushi og The Hungry Chef, við hamlandi rafmagnsleysi. Úr tilkynningu frá Veitum Vegna bilunar er rafmagnslaust á Granda, í Vesturbænum og í miðbænum fös. 07. október á meðan viðgerð stendur. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Rafmagnslaust er á Grandanum.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Tengdar fréttir Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14 Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14
Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34