Víðtækt rafmagnsleysi í vesturhluta borgarinnar Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 7. október 2022 17:03 Starfsfólk Krónunnar á Granda neyddist til að loka búðinni þegar ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Vísir/Snorri Rafmagnslaust er á Granda, sums staðar í vesturbænum, miðbænum og jafnvel Seltjarnarnesi vegna bilunar. Litlar upplýsingar liggja fyrir þessa stundina en segja má að slökkt sé á stórum hluta vesturhluta Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.30: Rafmagn er alls staðar aftur komið á. Orsökin var bilun í háspennustreng að sögn Veitna. Upphafleg frétt fylgir. Fólk í verslunarhugleiðingum á Granda kom að lokuðum dyrum og þarf að leita annað þar sem allt er rafmagnslaust á Grandanum. Verslanir eru flestar hverjar lokaðar vegna rafmagnsleysisins. Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu rétt upp úr klukkan 17 að spennustöð hafi slegið út og mannskapur frá Veitum væri á leiðinni á staðinn. Viðgerð stendur nú yfir og greindu Veitur frá því klukkan 17:46 að búið væri að finna bilunina sem er á aðalstreng. „Ákveðin svæði eru að detta inn og er rafmagnsleysið nú einungis bundið við hluta miðbæjar. Vonast er til þess að það detti inn fljótlega,“ segir á vef Veitna. Töluvert hefur verið um rafmagnsleysi undanfarnar vikur í vesturhluta borgarinnar. Rafmagnslaust varð um tíma fyrir tveimur vikum og svo aftur í Skerjafirðinum í þessari viku. Miðað við upphaflega tilkynningu frá Veitum mátti reikna með að rafmagnsleysið myndi fram á kvöld. Þar er vísað til bleika svæðisins á myndinni að neðan. Fram kom að rafmagnslaust verði frá 16:30 til 23:59. Samkvæmt tilkynningu Veitna nær rafmagnsleysið til þessa svæðis gróft séð. Fréttastofa hefur þó upplýsingar að rafmagn sé á á hluta rauða svæðisins. Meðfylgjandi myndskeið var tekið úti á Granda fyrir skemmstu, rétt eftir að rafmagnsleysið skall á. Þar var starfsfólk verslana í óðaönn að loka þeim eftir að ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Klippa: Rafmagnslaust á Granda Rafmagnstruflanirnar virðast hafa misjafnlega mikil áhrif á starfsemi verslana og veitingastaða í miðborginni en á meðan viðskiptavinir 10/11 í Austurstræti koma að lokuðum dyrum á fólk greiðan aðgang að verslunum beint á móti. Skammt frá glíma veitingastaðir í Tryggvagötu, á borð við Osushi og The Hungry Chef, við hamlandi rafmagnsleysi. Úr tilkynningu frá Veitum Vegna bilunar er rafmagnslaust á Granda, í Vesturbænum og í miðbænum fös. 07. október á meðan viðgerð stendur. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Rafmagnslaust er á Grandanum.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Tengdar fréttir Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14 Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Uppfært klukkan 18.30: Rafmagn er alls staðar aftur komið á. Orsökin var bilun í háspennustreng að sögn Veitna. Upphafleg frétt fylgir. Fólk í verslunarhugleiðingum á Granda kom að lokuðum dyrum og þarf að leita annað þar sem allt er rafmagnslaust á Grandanum. Verslanir eru flestar hverjar lokaðar vegna rafmagnsleysisins. Breki Logason, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu rétt upp úr klukkan 17 að spennustöð hafi slegið út og mannskapur frá Veitum væri á leiðinni á staðinn. Viðgerð stendur nú yfir og greindu Veitur frá því klukkan 17:46 að búið væri að finna bilunina sem er á aðalstreng. „Ákveðin svæði eru að detta inn og er rafmagnsleysið nú einungis bundið við hluta miðbæjar. Vonast er til þess að það detti inn fljótlega,“ segir á vef Veitna. Töluvert hefur verið um rafmagnsleysi undanfarnar vikur í vesturhluta borgarinnar. Rafmagnslaust varð um tíma fyrir tveimur vikum og svo aftur í Skerjafirðinum í þessari viku. Miðað við upphaflega tilkynningu frá Veitum mátti reikna með að rafmagnsleysið myndi fram á kvöld. Þar er vísað til bleika svæðisins á myndinni að neðan. Fram kom að rafmagnslaust verði frá 16:30 til 23:59. Samkvæmt tilkynningu Veitna nær rafmagnsleysið til þessa svæðis gróft séð. Fréttastofa hefur þó upplýsingar að rafmagn sé á á hluta rauða svæðisins. Meðfylgjandi myndskeið var tekið úti á Granda fyrir skemmstu, rétt eftir að rafmagnsleysið skall á. Þar var starfsfólk verslana í óðaönn að loka þeim eftir að ljóst var að rafmagnsleysið myndi vara í nokkra stund. Klippa: Rafmagnslaust á Granda Rafmagnstruflanirnar virðast hafa misjafnlega mikil áhrif á starfsemi verslana og veitingastaða í miðborginni en á meðan viðskiptavinir 10/11 í Austurstræti koma að lokuðum dyrum á fólk greiðan aðgang að verslunum beint á móti. Skammt frá glíma veitingastaðir í Tryggvagötu, á borð við Osushi og The Hungry Chef, við hamlandi rafmagnsleysi. Úr tilkynningu frá Veitum Vegna bilunar er rafmagnslaust á Granda, í Vesturbænum og í miðbænum fös. 07. október á meðan viðgerð stendur. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Rafmagnslaust er á Grandanum.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Tengdar fréttir Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14 Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á. 7. október 2022 18:14
Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis „Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti. 7. október 2022 17:34