„Kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2022 08:02 Guðjón Þórðarson er einn sigursælasta þjálfari Íslandssögunnar. Hann segir þó að eftirspurnin eftir 67 ára gömlum þjálfara sé ekki mikil. Vísir/Stöð 2 Sigursælasti þjálfari landsins í fótboltanum, Guðjón Þórðarson, hefur ekki lagt árar í bát og hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma. „Mönnum finnst maður vera orðinn gamall, og það er rétt, ég er orðinn 67 ára,“ sagði Guðjón í samtali við Stöð 2 í gær. „En heilinn þarf enga endurnýjun. Ég er með fullt af hugmyndum í hausnum, en það kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall.“ Guðjón segir þó að undanfarin ár hafi ekki verið erfið. Frekar hafi þau verið skemmtileg, þar sem hann lítur á erfiðleika sem áskorun. „Nei, meira skemmtilegt. Ég lít á erfiðleika sem áskorun og reyni að vinna með það þannig.“ Klippa: Hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma Samstarfsfólk og samferðarmenn standa upp úr Guðjón á að baki langan og farsælan þjálfaraferil sem hófst hjá uppeldisfélagi hans, ÍA, árið 1987. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við KA, KR og Keflavík hér á landi, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County á Englandi, íslenska landsliðið og nú síðast Víking Ólafsvík í 2. deildinni hér heima. Hann segir þó samstarfsfólkið sitt í gegnum tíðina standa upp úr á ferlinum. „Frábært fólk sem ég hef unnið með stendur upp úr. Ég hef verið geysilega heppinn með fólk, bæði leikmenn, starfsfólk og stjórnendur. Leikmenn margir hverjir sem hafa verið hjá mér eru nú í lykilstöðum í þjálfun í efstu deild þannig ég er búinn að vera mjög heppinn með samstarfsfólk og samferðarmenn í fótboltanum.“ „Titlarnir eru margir og þeir eru margir eftirminnilegir. Það var eftirminnilegt að fara á Wembley með 80.000 manns í litla bikarnum eins og við köllum það á Englandi. Það var líka mjög gaman að fara á Stade de France og hrella Frakkana þó við höfum á endanum tapað fyrir þeim 3-2. En það mátti heyra sumnál detta á Stade de France þegar við jöfnuðum í 2-2. Frökkum var brugðið og héldu að fortíðardraugur Gérard Houllier væri að poppa upp.“ „Það eru margar ógleymanlegar stundir og minningarnar eru margar og margar þeirra frábærar.“ Guðjón Þórðarson hefur fagnað ófáum titlunum á ferlinum.Neal Simpson/EMPICS via Getty Images „Hringir síminn?“ spurði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, nafna sinn að lokum og átti þá við það hvort einhver félög hefðu áhuga á því að fá reynslubolta eins og hann til starfa. „Stundum,“ svarðai Guðjón. „Það er undiralda í íslenskum bolta og við sjáum það bara með síðustu fréttir að það geta orðið einhverjar hreyfingar og breytingar, en það verður bara að koma í ljós. Eins og það er í dag lítur ekki út fyrir að það sé mikil eftirspurn eftir 67 ára gömlum þjálfara,“ sagði Guðjón að lokum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Mönnum finnst maður vera orðinn gamall, og það er rétt, ég er orðinn 67 ára,“ sagði Guðjón í samtali við Stöð 2 í gær. „En heilinn þarf enga endurnýjun. Ég er með fullt af hugmyndum í hausnum, en það kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall.“ Guðjón segir þó að undanfarin ár hafi ekki verið erfið. Frekar hafi þau verið skemmtileg, þar sem hann lítur á erfiðleika sem áskorun. „Nei, meira skemmtilegt. Ég lít á erfiðleika sem áskorun og reyni að vinna með það þannig.“ Klippa: Hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma Samstarfsfólk og samferðarmenn standa upp úr Guðjón á að baki langan og farsælan þjálfaraferil sem hófst hjá uppeldisfélagi hans, ÍA, árið 1987. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við KA, KR og Keflavík hér á landi, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County á Englandi, íslenska landsliðið og nú síðast Víking Ólafsvík í 2. deildinni hér heima. Hann segir þó samstarfsfólkið sitt í gegnum tíðina standa upp úr á ferlinum. „Frábært fólk sem ég hef unnið með stendur upp úr. Ég hef verið geysilega heppinn með fólk, bæði leikmenn, starfsfólk og stjórnendur. Leikmenn margir hverjir sem hafa verið hjá mér eru nú í lykilstöðum í þjálfun í efstu deild þannig ég er búinn að vera mjög heppinn með samstarfsfólk og samferðarmenn í fótboltanum.“ „Titlarnir eru margir og þeir eru margir eftirminnilegir. Það var eftirminnilegt að fara á Wembley með 80.000 manns í litla bikarnum eins og við köllum það á Englandi. Það var líka mjög gaman að fara á Stade de France og hrella Frakkana þó við höfum á endanum tapað fyrir þeim 3-2. En það mátti heyra sumnál detta á Stade de France þegar við jöfnuðum í 2-2. Frökkum var brugðið og héldu að fortíðardraugur Gérard Houllier væri að poppa upp.“ „Það eru margar ógleymanlegar stundir og minningarnar eru margar og margar þeirra frábærar.“ Guðjón Þórðarson hefur fagnað ófáum titlunum á ferlinum.Neal Simpson/EMPICS via Getty Images „Hringir síminn?“ spurði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, nafna sinn að lokum og átti þá við það hvort einhver félög hefðu áhuga á því að fá reynslubolta eins og hann til starfa. „Stundum,“ svarðai Guðjón. „Það er undiralda í íslenskum bolta og við sjáum það bara með síðustu fréttir að það geta orðið einhverjar hreyfingar og breytingar, en það verður bara að koma í ljós. Eins og það er í dag lítur ekki út fyrir að það sé mikil eftirspurn eftir 67 ára gömlum þjálfara,“ sagði Guðjón að lokum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira