Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 07:31 Hér má sjá að hluti brúarinnar er fallinn í sundið. Twitter/Pololyak Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. Myndir af brúnni í ljósum logum hafa flætt inn á samfélagsmiðla í morgun en eldurinn hefur brennt minnst tvo vagna lestar sem er á brúnni. Gríðarmikinn svartan reyk leggur frá brúnni og hluti hennar hefur brotnað og fallið í Kerch sund. Fram kemur í frétt Guardian að sprengingin hafi heyrst marga kílómetra frá brúnni og hafi gerst klukkan sex í nótt að staðartíma, eða klukkan þrjú að íslenskum tíma. Very clear view of the vehicle portion of the bridge that collapsed and the railway portion on fire. pic.twitter.com/fYsLJuHRcE— Rob Lee (@RALee85) October 8, 2022 Enn er óvíst hvað hafi valdið sprengingunni en Mykhailo Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, ýjaði að því að stjórnvöld í Kænugarði væru ábyrg. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Ekkert bendir til að um eldflauga- eða loftskeytaárás hafi verið að ræða heldur að frekar hafi árásin verið vel skipulögð og sprengjum mögulega komið fyrir á lestarteinunum. Þá virðist myndband, sem er í dreifingu á Telegram, sýna einhvers konar trukk í miðjunni á eldhafinu en óljóst er hvort bifreiðin hafi innihaldið sprengjuna eða aðeins orðið fyrir henni. Video of the fire on the railroad portion of the Crimean Bridge. https://t.co/N8tzlrtv0j pic.twitter.com/CwroM2ScUf— Rob Lee (@RALee85) October 8, 2022 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Nú er aðeins ein leið fyrir Rússa til að flytja birgðir til hersveita sinna, milli Krasnodar og Melitopol, sem er í beinni skotlínu fyrir Úkraínuher. It is too early to ascertain the method of attack and the range of implications of this attack on the Kerch Bridge. It is certainly a punch in the face for Putin on his birthday. A couple of thoughts however in this short (for me) thread. 1/9 🧵 https://t.co/h8C45CWI2K— Mick Ryan, AM (@WarintheFuture) October 8, 2022 Putin opened the bridge to great fanfare in May 2018, when state media billed it as a signal of Russia s might and ability to set its own terms in the face of a hostile West. pic.twitter.com/rXdNVRqZn7— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) October 8, 2022 Another view of the massive explosion on the Crimea bridge, which links the peninsula to Russia and to occupied Kherson region and was a major supply route for Russian forces. pic.twitter.com/PH8DfuDSJu— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) October 8, 2022 The road section of the bridge is destroyed, and the rail section is still ablaze. An incredibly successful strike that seems to have been caused at least in part by a truck exploding. Russia announced all traffic along the bridge has ceased. pic.twitter.com/D8xAq0bNGC— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) October 8, 2022 Crimea, the bridge, the beginning. Everything illegal must be destroyed, everything stolen must be returned to Ukraine, everything occupied by Russia must be expelled. pic.twitter.com/yUiSwOLlDP— (@Podolyak_M) October 8, 2022 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Myndir af brúnni í ljósum logum hafa flætt inn á samfélagsmiðla í morgun en eldurinn hefur brennt minnst tvo vagna lestar sem er á brúnni. Gríðarmikinn svartan reyk leggur frá brúnni og hluti hennar hefur brotnað og fallið í Kerch sund. Fram kemur í frétt Guardian að sprengingin hafi heyrst marga kílómetra frá brúnni og hafi gerst klukkan sex í nótt að staðartíma, eða klukkan þrjú að íslenskum tíma. Very clear view of the vehicle portion of the bridge that collapsed and the railway portion on fire. pic.twitter.com/fYsLJuHRcE— Rob Lee (@RALee85) October 8, 2022 Enn er óvíst hvað hafi valdið sprengingunni en Mykhailo Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, ýjaði að því að stjórnvöld í Kænugarði væru ábyrg. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Ekkert bendir til að um eldflauga- eða loftskeytaárás hafi verið að ræða heldur að frekar hafi árásin verið vel skipulögð og sprengjum mögulega komið fyrir á lestarteinunum. Þá virðist myndband, sem er í dreifingu á Telegram, sýna einhvers konar trukk í miðjunni á eldhafinu en óljóst er hvort bifreiðin hafi innihaldið sprengjuna eða aðeins orðið fyrir henni. Video of the fire on the railroad portion of the Crimean Bridge. https://t.co/N8tzlrtv0j pic.twitter.com/CwroM2ScUf— Rob Lee (@RALee85) October 8, 2022 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Nú er aðeins ein leið fyrir Rússa til að flytja birgðir til hersveita sinna, milli Krasnodar og Melitopol, sem er í beinni skotlínu fyrir Úkraínuher. It is too early to ascertain the method of attack and the range of implications of this attack on the Kerch Bridge. It is certainly a punch in the face for Putin on his birthday. A couple of thoughts however in this short (for me) thread. 1/9 🧵 https://t.co/h8C45CWI2K— Mick Ryan, AM (@WarintheFuture) October 8, 2022 Putin opened the bridge to great fanfare in May 2018, when state media billed it as a signal of Russia s might and ability to set its own terms in the face of a hostile West. pic.twitter.com/rXdNVRqZn7— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) October 8, 2022 Another view of the massive explosion on the Crimea bridge, which links the peninsula to Russia and to occupied Kherson region and was a major supply route for Russian forces. pic.twitter.com/PH8DfuDSJu— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) October 8, 2022 The road section of the bridge is destroyed, and the rail section is still ablaze. An incredibly successful strike that seems to have been caused at least in part by a truck exploding. Russia announced all traffic along the bridge has ceased. pic.twitter.com/D8xAq0bNGC— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) October 8, 2022 Crimea, the bridge, the beginning. Everything illegal must be destroyed, everything stolen must be returned to Ukraine, everything occupied by Russia must be expelled. pic.twitter.com/yUiSwOLlDP— (@Podolyak_M) October 8, 2022
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira