Tveir reynsluboltar hjá Íslandspósti fá biðlaun eftir langa baráttu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. október 2022 08:16 Fólkið hafði starfað hjá Póstinum i áratugi en var sagt upp í hópuppsögn haustið 2019. Vísir/Vilhelm Tveir reynslumiklir starfsmenn hjá Íslandspósti, sem sagt var upp árið 2019, fá greidd biðlaun frá fyrirtækinu eftir að hafa þurft að leita réttar síns fyrir dómstólum. Um er að ræða karl og konu sem gegndu yfirmannsstöðum hjá Íslandspósti. Karlinum var sagt upp í fjöldauppsögn í ágúst 2019 og konunni í október sama ár. Var vísað til skipulagsbreytingar við uppsögnina. Annað þeirra hóf störf hjá Póst- og símamálastofnun árið 1980 en hitt rúmum áratug síðar. Fyrirtækið varð að Pósti og síma árið 1997 og svo Íslandspósti. Þegar þeim var sagt upp kröfðust þau biðlauna en fengu ekki. Höfðuðu þau mál af þeim sökum. Karlinn taldi sig eiga rétt á tólf mánaða biðlaunum og konan sömuleiðis og vísað til réttinda og skylda starfsmanna ríkisins frá því á síðustu öld, þegar fyrirtækið var ríkisfyrirtæki. Héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá en Landsréttur var á öðru máli. Rétturinn horfði til þess að samkvæmt lögum um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar frá 1996 áttu fastráðnir starfsmenn stofnunarinnar rétt á sambærilegum störfum hjá hlutafélaginu, sem til stóð að stofna, enda héldu þeir réttindum hjá félaginu sem þeir hefðu áunnið sér hjá stofnuninni, þar á meðal biðlaunaréttindum. Segir í sömu lögum að starfsmenn sem hefðu starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu áður en starf þeirra var lagt niður ættu rétt á sex mánaða biðlaunum en þeir sem starfað hefðu lengur en það ættu rétt á tólf mánaða biðlaunum. Konan hafði, þegar Póstur og sími varð að Íslandspósti starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu en hélt því fram í kröfu sinni að þar sem hún hefði starfað hjá Íslandspósti, sem væri opinbert hlutafélag, til ársins 2019 væri hún komin yfir fimmtán ára markið. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og henni voru dæmd sex mánaða biðlaun. Maðurinn hafði hins vegar starfað mun lengur hjá stofnuninni og mat dómurinn það svo að hann ætti rétt á tólf mánaða biðlaunum. Dómsmál Pósturinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Um er að ræða karl og konu sem gegndu yfirmannsstöðum hjá Íslandspósti. Karlinum var sagt upp í fjöldauppsögn í ágúst 2019 og konunni í október sama ár. Var vísað til skipulagsbreytingar við uppsögnina. Annað þeirra hóf störf hjá Póst- og símamálastofnun árið 1980 en hitt rúmum áratug síðar. Fyrirtækið varð að Pósti og síma árið 1997 og svo Íslandspósti. Þegar þeim var sagt upp kröfðust þau biðlauna en fengu ekki. Höfðuðu þau mál af þeim sökum. Karlinn taldi sig eiga rétt á tólf mánaða biðlaunum og konan sömuleiðis og vísað til réttinda og skylda starfsmanna ríkisins frá því á síðustu öld, þegar fyrirtækið var ríkisfyrirtæki. Héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá en Landsréttur var á öðru máli. Rétturinn horfði til þess að samkvæmt lögum um stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar frá 1996 áttu fastráðnir starfsmenn stofnunarinnar rétt á sambærilegum störfum hjá hlutafélaginu, sem til stóð að stofna, enda héldu þeir réttindum hjá félaginu sem þeir hefðu áunnið sér hjá stofnuninni, þar á meðal biðlaunaréttindum. Segir í sömu lögum að starfsmenn sem hefðu starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu áður en starf þeirra var lagt niður ættu rétt á sex mánaða biðlaunum en þeir sem starfað hefðu lengur en það ættu rétt á tólf mánaða biðlaunum. Konan hafði, þegar Póstur og sími varð að Íslandspósti starfað skemur en fimmtán ár hjá ríkinu en hélt því fram í kröfu sinni að þar sem hún hefði starfað hjá Íslandspósti, sem væri opinbert hlutafélag, til ársins 2019 væri hún komin yfir fimmtán ára markið. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og henni voru dæmd sex mánaða biðlaun. Maðurinn hafði hins vegar starfað mun lengur hjá stofnuninni og mat dómurinn það svo að hann ætti rétt á tólf mánaða biðlaunum.
Dómsmál Pósturinn Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05 Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslandspóstur selur annað dótturfélag Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. 24. september 2019 13:05
Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum sem dregur úr dreifingu fjölpósts Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Þrjátíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með deginum í dag vegna breytinganna. 29. janúar 2020 09:12