Manchester City sektað um 260 þúsund pund Atli Arason skrifar 8. október 2022 10:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fagnar Englandsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils. Getty Images Manchester City hefur verið sektað um 260 þúsund pund, rúmlega 36 milljónir króna, vegna óláta stuðningsmanna liðsins á síðasta leiktímabili. Eftir leikslok í 3-2 sigri City á heimavelli gegn Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils réðst fjöldi stuðningsmanna City inn á leikvöllinn, þegar það varð endanlega ljóst að City yrði enskur meistari eftir baráttu við Liverpool alveg fram í lokaumferðina. Robin Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af stuðningsmanni City á meðan aðrir stuðningsmenn óttuðust um líf sitt í troðningnum. City viðurkenndi fyrir enska knattspyrnusambandinu að félaginu hafi mistekist að tryggja öryggi áhorfenda á leiknum og mun því greiða sektina við fyrsta tækifæri. Innrásir stuðningsmanna (e. pitch invasions) voru tíðar á síðustu vikum síðasta leiktímabils á Englandi. Everton fékk til að mynda 300 þúsund punda sekt eftir innrás stuðningsmanna þeirra þegar Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Crystal Palace undir lok síðasta tímabils. Þá fékk stuðningsmaður Nottingham Forest 6 mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, leikmanni Sheffield United, eftir innrás stuðningsmanna Forest á leikvöll sinn þegar liðið vann undanúrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni í maí síðastliðinn. Alls voru 441 innrás stuðningsmanna á leikvelli í bæði Englandi og Wales á síðasta leiktímabili sem gerir fjölgun upp á 127 prósent frá tímabilinu 2018/19, sem var síðasta leiktímabilið þar sem Covid takmarkanir höfðu ekki áhrif á áhorfendafjölda. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30 Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00 Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00 „Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07 Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Eftir leikslok í 3-2 sigri City á heimavelli gegn Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils réðst fjöldi stuðningsmanna City inn á leikvöllinn, þegar það varð endanlega ljóst að City yrði enskur meistari eftir baráttu við Liverpool alveg fram í lokaumferðina. Robin Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af stuðningsmanni City á meðan aðrir stuðningsmenn óttuðust um líf sitt í troðningnum. City viðurkenndi fyrir enska knattspyrnusambandinu að félaginu hafi mistekist að tryggja öryggi áhorfenda á leiknum og mun því greiða sektina við fyrsta tækifæri. Innrásir stuðningsmanna (e. pitch invasions) voru tíðar á síðustu vikum síðasta leiktímabils á Englandi. Everton fékk til að mynda 300 þúsund punda sekt eftir innrás stuðningsmanna þeirra þegar Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Crystal Palace undir lok síðasta tímabils. Þá fékk stuðningsmaður Nottingham Forest 6 mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, leikmanni Sheffield United, eftir innrás stuðningsmanna Forest á leikvöll sinn þegar liðið vann undanúrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni í maí síðastliðinn. Alls voru 441 innrás stuðningsmanna á leikvelli í bæði Englandi og Wales á síðasta leiktímabili sem gerir fjölgun upp á 127 prósent frá tímabilinu 2018/19, sem var síðasta leiktímabilið þar sem Covid takmarkanir höfðu ekki áhrif á áhorfendafjölda.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30 Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00 Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00 „Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07 Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30
Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30
Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00
Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00
„Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07
Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00