Fótbolti

Spænskt dag­blað dæmt til að greiða Perez eina evru í miska­bætur

Atli Arason skrifar
Florentino Perez, forseti Real Madrid.
Florentino Perez, forseti Real Madrid. EPA-EFE/ANGEL DIAZ

Dómstóll á Spáni hefur skipað dagblaðinu El Confidencial að greiða forseta Real Madrid, Florentino Perez, eina evru í skaðabætur fyrir umfjöllun blaðsins um Perez úr stolnum hljóðupptökum.

Samkvæmt frétt El Confidencial árið 2021 talaði Perez illa um fyrrum leikmenn og knattspyrnustjóra Real Madrid, þar á meðal Cristiano Ronaldo, Raul, Iker Casillas, Jose Mourinho og Vincente Del Bosque. Miðillinn birti einnig hljópupptökur máli sínu til stuðnings.

Það liggur ekki fyrir hvernig El Confidencial fékk hljóðupptökurnar en einhverjir fjölmiðlamenn reyndu í kjölfarið að fjárkúga Real Madrid í skiptum við að fjalla ekki um málið.

Samkvæmt dómstólnum er friðhelgi einkalífs forseta Real Madrid ekki ógnað en spænska blaðið El Confidencial er sakfellt fyrir að taka ummæli Perez úr samhengi. Perez hafði áður gefið út að dómsmálið snerist ekki um peninga heldur sannleikann og þess vegna fór hann aðeins fram á eina evru í skaðabætur, sem og hann fær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×