Andri Snær: Frábær reynsla fyrir ungu stelpurnar 8. október 2022 22:33 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, er ánægður með að lið hans hafi tekið þátt í Evrópubikar kvenna þrátt fyrir 11 marka tap gegn makedónsku meisturunum í Gjorche Petrov í KA-heimilinu í kvöld. Liðin gerðu 20-20 jafntefli í gærkvöldi þannig að sveiflan er mikil á milli þessara tveggja leikja. Hver er munurinn á frammistöðunni á milli leikja? „Við vorum arfarslakar sóknarlega of lengi í þessum leik. Í fyrri leiknum tókum við kafla þar sem við vorum slakar en þetta var bara alls ekki gott, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem við vorum með of marga glataða bolta og í raun og veru var þetta ekki alveg boðlegt oft á tíðum ef ég á að vera hreinskilinn en það er fyrst og fremst munurinn; það er of langur kafli þar sem sóknin var í tómu basli.” Þrátt fyrir stórt tap fengu margar ungar stelpur tækifæri á stóru sviði og Andri er mjög ánægður með það. „Það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þetta verkefni, til að láta ungu leikmennina spila og við getum alveg séð það að þetta er frábær reynsla og ég var ánægður með það hvernig ungir leikmenn komu inn af bekknum og síðustu 20 mínúturnar voru mun betri sóknarlega þar sem þær sýndu allavega áræðni að fara á markið og ég er handviss um að það hafi verið hárrétt ákvörður að taka þátt í þessu. Þetta er flott lið sem við vorum að spila á móti og stelpurnar ungu fá mikið út úr því að spila á móti þessu liði. Þær eru í góðu formi makedónsku stelpurnar og hraðar og við bara lærum af þessu.” Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir voru báðar fluttar á sjúkrahús í gærkvöldi vegna meiðsla sem þær hlutu í fyrri leiknum. Þá er Rut Jónsdóttir frá vegna meiðsla. Andri Snær fór aðeins yfir stöðuna á þessum leikmönnum. „Hrafnhildur Irma er því miður handleggsbrotin og verður lengi frá, þarf í aðgerð. Anna Þyrí er frekar illa tjónuð eftir gærdaginn en það kemur í ljós í hversu langan tíma það verður en við vonumst eftir Rut í næsta leik, hún er að skríða saman, auðvitað munar um þessa leikmenn. Ég er samt rosalega ánægður með það að þessi leikmannahópur gafst aldrei upp í þessu einvígi og við erum að búa til nýtt lið má segja og það tekur tíma en með þessari elju og þessari baráttu munum við áfram bæta okkur,” sagði hann að endingu. KA Þór Akureyri Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Liðin gerðu 20-20 jafntefli í gærkvöldi þannig að sveiflan er mikil á milli þessara tveggja leikja. Hver er munurinn á frammistöðunni á milli leikja? „Við vorum arfarslakar sóknarlega of lengi í þessum leik. Í fyrri leiknum tókum við kafla þar sem við vorum slakar en þetta var bara alls ekki gott, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem við vorum með of marga glataða bolta og í raun og veru var þetta ekki alveg boðlegt oft á tíðum ef ég á að vera hreinskilinn en það er fyrst og fremst munurinn; það er of langur kafli þar sem sóknin var í tómu basli.” Þrátt fyrir stórt tap fengu margar ungar stelpur tækifæri á stóru sviði og Andri er mjög ánægður með það. „Það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þetta verkefni, til að láta ungu leikmennina spila og við getum alveg séð það að þetta er frábær reynsla og ég var ánægður með það hvernig ungir leikmenn komu inn af bekknum og síðustu 20 mínúturnar voru mun betri sóknarlega þar sem þær sýndu allavega áræðni að fara á markið og ég er handviss um að það hafi verið hárrétt ákvörður að taka þátt í þessu. Þetta er flott lið sem við vorum að spila á móti og stelpurnar ungu fá mikið út úr því að spila á móti þessu liði. Þær eru í góðu formi makedónsku stelpurnar og hraðar og við bara lærum af þessu.” Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir voru báðar fluttar á sjúkrahús í gærkvöldi vegna meiðsla sem þær hlutu í fyrri leiknum. Þá er Rut Jónsdóttir frá vegna meiðsla. Andri Snær fór aðeins yfir stöðuna á þessum leikmönnum. „Hrafnhildur Irma er því miður handleggsbrotin og verður lengi frá, þarf í aðgerð. Anna Þyrí er frekar illa tjónuð eftir gærdaginn en það kemur í ljós í hversu langan tíma það verður en við vonumst eftir Rut í næsta leik, hún er að skríða saman, auðvitað munar um þessa leikmenn. Ég er samt rosalega ánægður með það að þessi leikmannahópur gafst aldrei upp í þessu einvígi og við erum að búa til nýtt lið má segja og það tekur tíma en með þessari elju og þessari baráttu munum við áfram bæta okkur,” sagði hann að endingu.
KA Þór Akureyri Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti