Innlent

Afþakkaði aðstoð lögreglu eftir líkamsárás

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lítið var um að vera í borginni í nótt.
Lítið var um að vera í borginni í nótt. Vísir/Vilhelm

Maður sem ráðist var á í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan eitt í nótt afþakkaði aðstoð lögreglu og sjúkraliðs. Líkamsárásin var talin minniháttar af lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir að korter í eitt í nótt hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað vegna manns sem var með vandræði við aðra gesti. Dyravörðum tókst ekki að vísa manninum frá og var lögregla kölluð til aðstðoar. 

Þá var tilkynnt um slagsmál milli dyravarða og gesta á skemmtistað klukkan fjögur í nótt og þurfti lögregla að bregðast við rafhlaupahjólaslysi í miðborginni sömuleiðis. Þá var lítið um önnur verkefni hjá lögreglunni í vesturhluta borgarinnar þó hún hafi verið kölluð til vegna minniháttar mála, eins og hávaða og ölvunartengd mál. 

Einn var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, ölvunarakstur og akstur án réttinda og annar stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×