Spinnur garn af rokki eins og landnámskonurnar gerðu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2022 20:05 Marianne Guckelsberger, sem býr í Hveragerði er mikill snillingur þegar kemur að vinnu við gamalt handverk, ekki síst ef það tengist íslensku ullinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne Guckelsberger í Hveragerði gerir mikið af því að spinna úr íslenskri ull og búa þannig til band en þá spinnir hún garn af rokki, eins og landnámskonurnar gerðu til að klæða fólkið sitt, enda var ullin það sé hélt lífi í fólkinu. Víkingar kunnu hins vegar ekki að prjóna. Ullarviku Suðurlands lauk formlega í dag en þá var verið að sýna ýmislegt fróðlegt, sem hægt er að vinna úr íslenskri ull. Víkingar mættu til dæmis í Uppspuna í Ásahreppi og sýndu þar skemmtileg vinnubrögð. En kunnu Víkingar að prjóna? “Nei, þeir kunnu ekki að prjóna, þeir voru meira í því að sauma vattarsaum eins og það er kallað og svo að vefa vaðmál,” segir Hulda Brynjólfsdóttir í Uppspuna. Hún segir að gamalt handverk sé að koma mikið til baka. “Já, maður finnur það, það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu og gaman af því, því það er leiðinlegt ef maður glatar þessu alveg niður, þannig að það er bara frábært að það sé að koma til baka,” segir Hulda. Mikill áhugi er á öllu handverki, sem gamalt er, sérstaklega þegar ullin er annars vegar eins og sást í Ullarvikunni á Suðurlandi, sem var að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne sem býr í Hveragerði og er sjúkranuddari á Heilsustofnun vakti sérstaka athygli í Uppspuna með sitt handverk. “Nú er ég að spinna, ég er að búa til band. Ég ætla að spinna garn af rokki. Ef við lesum Íslendingasögurnar þá er talað þar um rokka. Ef við hugsum um rokka í dag þá sjáum við fyrir okkur rokk með hjóli en landnámskonur komu með þessa græju, sem ég nota með sér því það þurfti að klæða fólkið og ekki bara það, heldur líka að búa til segl og rúmföt og eiginlega allt. Ullin er eina efnið, sem við getum búið til eitthvað band úr, ull var það, sem hélt lífi í fólki,” segir Marianne. Snældan, sem Marianne notar er með sérstökum sápusteini neðst, sem fyrirfinnst ekki á Íslandi. Hún segist alltaf haft mikinn áhuga á öllu, sem gamalt er. “Já, því eldra og því betra fyrir minn smekk. Þetta nútíma talar ekki til mín, þetta talar til mín, ég finn mig mjög mikið í þessari vinnu, svo er þetta svo róandi.” Og hvað ertu að hugsa á meðan þú gerir þetta? Hvort ég get sagt eitthvað gáfulegt við þig,” segir Marianne og skellihlær, „Já, „Neyðin kennir naktir konu að spinna.” Marianne, segir vinnuna gefa sér mikið og að hún sé mjög róandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ullarviku Suðurlands lauk formlega í dag en þá var verið að sýna ýmislegt fróðlegt, sem hægt er að vinna úr íslenskri ull. Víkingar mættu til dæmis í Uppspuna í Ásahreppi og sýndu þar skemmtileg vinnubrögð. En kunnu Víkingar að prjóna? “Nei, þeir kunnu ekki að prjóna, þeir voru meira í því að sauma vattarsaum eins og það er kallað og svo að vefa vaðmál,” segir Hulda Brynjólfsdóttir í Uppspuna. Hún segir að gamalt handverk sé að koma mikið til baka. “Já, maður finnur það, það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu og gaman af því, því það er leiðinlegt ef maður glatar þessu alveg niður, þannig að það er bara frábært að það sé að koma til baka,” segir Hulda. Mikill áhugi er á öllu handverki, sem gamalt er, sérstaklega þegar ullin er annars vegar eins og sást í Ullarvikunni á Suðurlandi, sem var að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne sem býr í Hveragerði og er sjúkranuddari á Heilsustofnun vakti sérstaka athygli í Uppspuna með sitt handverk. “Nú er ég að spinna, ég er að búa til band. Ég ætla að spinna garn af rokki. Ef við lesum Íslendingasögurnar þá er talað þar um rokka. Ef við hugsum um rokka í dag þá sjáum við fyrir okkur rokk með hjóli en landnámskonur komu með þessa græju, sem ég nota með sér því það þurfti að klæða fólkið og ekki bara það, heldur líka að búa til segl og rúmföt og eiginlega allt. Ullin er eina efnið, sem við getum búið til eitthvað band úr, ull var það, sem hélt lífi í fólki,” segir Marianne. Snældan, sem Marianne notar er með sérstökum sápusteini neðst, sem fyrirfinnst ekki á Íslandi. Hún segist alltaf haft mikinn áhuga á öllu, sem gamalt er. “Já, því eldra og því betra fyrir minn smekk. Þetta nútíma talar ekki til mín, þetta talar til mín, ég finn mig mjög mikið í þessari vinnu, svo er þetta svo róandi.” Og hvað ertu að hugsa á meðan þú gerir þetta? Hvort ég get sagt eitthvað gáfulegt við þig,” segir Marianne og skellihlær, „Já, „Neyðin kennir naktir konu að spinna.” Marianne, segir vinnuna gefa sér mikið og að hún sé mjög róandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira