Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 12:47 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/samsett Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. Greint er frá skýrslutökunum á vefsíðunni Samstöðinni. Gunnar Smári, sem situr í stjórn Samstöðvarinnar, staðfestir við Vísi að hann hafi farið í skýrslutöku þar sem honum voru meðal annars sýnd samskipti sakborninganna í samskiptaforritinu Signal. Í greininni á vef Samstöðvarinnar kemur fram að Gunnari Smára hafi verið sýnd samskipti þar sem annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Maðurinn hafi barmað sér yfir því að vera ekki vopnaður. Þeir hafi svo velt vöngum um hvað gerðist ef hann dræpi Gunnar Smára á staðnum. Hinn maðurinn sagði þeim sem var á staðnum að þeir flygju inn á Alþingi. Sólveigu Önnu hafi verið sýnd skilaboð þar sem hún hafi verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Mennirnir hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“. Gunnar Smári hefur áður greint frá því að honum hafi borist ofbeldishótanir frá manni. Tveimur dögum síðar hafi rúður verið brotnar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári efast um að mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar nú tengist þeim hótunum og ógnunum. Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru handteknir fyrir þremur vikum og greindi lögregla frá því að þeir væru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Meirihluti þeirra var þó verksmiðjuframleiddur. Grunur leikur á að þeir hafi selt skotvopn. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Greint er frá skýrslutökunum á vefsíðunni Samstöðinni. Gunnar Smári, sem situr í stjórn Samstöðvarinnar, staðfestir við Vísi að hann hafi farið í skýrslutöku þar sem honum voru meðal annars sýnd samskipti sakborninganna í samskiptaforritinu Signal. Í greininni á vef Samstöðvarinnar kemur fram að Gunnari Smára hafi verið sýnd samskipti þar sem annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Maðurinn hafi barmað sér yfir því að vera ekki vopnaður. Þeir hafi svo velt vöngum um hvað gerðist ef hann dræpi Gunnar Smára á staðnum. Hinn maðurinn sagði þeim sem var á staðnum að þeir flygju inn á Alþingi. Sólveigu Önnu hafi verið sýnd skilaboð þar sem hún hafi verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Mennirnir hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“. Gunnar Smári hefur áður greint frá því að honum hafi borist ofbeldishótanir frá manni. Tveimur dögum síðar hafi rúður verið brotnar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári efast um að mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar nú tengist þeim hótunum og ógnunum. Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru handteknir fyrir þremur vikum og greindi lögregla frá því að þeir væru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Meirihluti þeirra var þó verksmiðjuframleiddur. Grunur leikur á að þeir hafi selt skotvopn.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55