„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 14:58 Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu til Porto í gær eftir æfingar í Algarve síðustu daga. Það var létt yfir henni þegar hún ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins. Stöð 2 Sport „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. Íslenska liðið hefur æft í Portúgal síðustu daga en á morgun, klukkan 17 að íslenskum tíma, er komið að stóru stundinni þegar flautað verður til leiks á Estádio da Mata Real, sem staðsettur er í Pacos de Ferreira í nágrenni Porto. Eftir tapið grátlega gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem jafntefli hefði komið Íslandi á HM, er leikurinn á morgun síðasti séns fyrir stelpurnar okkar. „Það væri ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði en spennustigið í hópnum er bara mjög gott. Það er engin að fara yfir um. Við erum bara ótrúlega spenntar að fara í þennan leik og við ætlum okkur á HM,“ segir Berglind en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind í Porto fyrir úrslitaleikinn „Komu mér pínulítið á óvart“ Portúgalar, sem þurftu að slá út Belgíu til að komast í leikinn við Ísland, eru hins vegar verðugur andstæðingur: „Þær eru virkilega góðar. Mjög sóknarsinnaðar og fljótar. En við erum búin að finna leiðir að því hvernig við ætlum að gera þetta á morgun og munum tækla þetta. Þetta er „do or die“ leikur og þær voru ótrúlega góðar á móti Belgíu. Komu mér pínulítið á óvart, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ segir Berglind. Berglind gekk í raðir risaliðs PSG í Frakklandi í sumar en hefur sáralítið spilað fyrir liðið. Hún segir að það komi þó ekki að sök, og að það geri sér gott að æfa á hverjum degi með leikmönnum úr allra fremstu röð. „Staðan á mér er fín. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið þá er ég á erfiðum æfingum og í mjög fínu standi. Það verður ekkert vesen. Við munum skora mörk á morgun og tryggja okkur á HM.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Íslenska liðið hefur æft í Portúgal síðustu daga en á morgun, klukkan 17 að íslenskum tíma, er komið að stóru stundinni þegar flautað verður til leiks á Estádio da Mata Real, sem staðsettur er í Pacos de Ferreira í nágrenni Porto. Eftir tapið grátlega gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem jafntefli hefði komið Íslandi á HM, er leikurinn á morgun síðasti séns fyrir stelpurnar okkar. „Það væri ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði en spennustigið í hópnum er bara mjög gott. Það er engin að fara yfir um. Við erum bara ótrúlega spenntar að fara í þennan leik og við ætlum okkur á HM,“ segir Berglind en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind í Porto fyrir úrslitaleikinn „Komu mér pínulítið á óvart“ Portúgalar, sem þurftu að slá út Belgíu til að komast í leikinn við Ísland, eru hins vegar verðugur andstæðingur: „Þær eru virkilega góðar. Mjög sóknarsinnaðar og fljótar. En við erum búin að finna leiðir að því hvernig við ætlum að gera þetta á morgun og munum tækla þetta. Þetta er „do or die“ leikur og þær voru ótrúlega góðar á móti Belgíu. Komu mér pínulítið á óvart, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ segir Berglind. Berglind gekk í raðir risaliðs PSG í Frakklandi í sumar en hefur sáralítið spilað fyrir liðið. Hún segir að það komi þó ekki að sök, og að það geri sér gott að æfa á hverjum degi með leikmönnum úr allra fremstu röð. „Staðan á mér er fín. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið þá er ég á erfiðum æfingum og í mjög fínu standi. Það verður ekkert vesen. Við munum skora mörk á morgun og tryggja okkur á HM.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00