Innlent

Mönnunum sleppt úr haldi: Ekki grunur um morð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mennirnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi.
Mennirnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm

Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana hefur verið sleppt úr haldi. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar.

Ekki er lengur grunur um að andlátið hafi borið að með refsiverðum hætti. Við skoðun lögreglu og réttarmeinafræðings á vettvangi í upphafi máls komu fram óljósir þættir sem þörfnuðust frekari skoðunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Tveir menn voru af þeim sökum handteknir en þeir höfðu tengsl við hina látnu. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hafa nú verið látnir lausir. 

Rannsókn lögreglu er enn yfirstandandi og í tilkynningu kemur fram að frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot

Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Hinir grunuðu og konan þekktust

Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×