Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 21:33 Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmir árásir Rússa. Getty/Somodevilla Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina síðan í júní. Sprengjur lentu í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. Að minnsta kosti 11 létust og á sjöunda tug særðust í eldflaugaárásunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Volodímír Selenskí forseta Úkraínu vegna árásanna og segir Bandaríkjamenn ætla að aðstoða Úkraínu við loftvarnir. Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir dagsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann við meginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði við CNN í dag að hann vissi ekki hver stæði á bak við sprenginguna á Kertsj: „Við munum ekki láta deigan síga. Við munum halda áfram að frelsa landsvæði í Úkraínu hvað sem [Pútín] gerir. Þetta er stríð um sjálfstæði og tilverurétt Úkraínumanna. Þetta er stríð fyrir grundvallarmannréttindum og alþjóðlegum lýðræðisreglum. Pútín má gefa í, hann má reyna, en við munum halda áfram að berjast. Við munum sigra,“ sagði Kuleba. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina síðan í júní. Sprengjur lentu í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. Að minnsta kosti 11 létust og á sjöunda tug særðust í eldflaugaárásunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Volodímír Selenskí forseta Úkraínu vegna árásanna og segir Bandaríkjamenn ætla að aðstoða Úkraínu við loftvarnir. Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir dagsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann við meginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði við CNN í dag að hann vissi ekki hver stæði á bak við sprenginguna á Kertsj: „Við munum ekki láta deigan síga. Við munum halda áfram að frelsa landsvæði í Úkraínu hvað sem [Pútín] gerir. Þetta er stríð um sjálfstæði og tilverurétt Úkraínumanna. Þetta er stríð fyrir grundvallarmannréttindum og alþjóðlegum lýðræðisreglum. Pútín má gefa í, hann má reyna, en við munum halda áfram að berjast. Við munum sigra,“ sagði Kuleba.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17 Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Sama tilfinning og þegar innrásin hófst Úkraínumenn á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Meðlimir blésu til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst. 10. október 2022 20:17
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55
Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22