Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Formenn þriggja stærstu verkalýðsfélaga landsins hafa dregið framboð sín í forsetaembætti ASÍ til baka og íhuga stöðu sína innan sambandsins. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verkalýðsleiðtogana.

Eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að úkraínskum flóttamönnum á netinu hefur aukist gríðarlega undanfarið, meðal annars á Íslandi. Í kvöldfréttum verður rætt við yfirmann mansalsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem segir íslensk stjórnvöld og lögreglu þurfa að vera á verði og bregðast strax við hættulegri þróun.

Íslenskur hagfræðingur hjá London School of Economics í Bretlandi segir að fasteignaverð þar og hér á landi geti lækkað mjög snögglega vegna mikilla vaxtahækkana. Nái spár Alþjóðafjármálastofnana um samdrátt á næsta ári fram að ganga hefði það mjög fljótlega áhrif á íslenskan efnahag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Vesturbænum þar sem allt er á floti vegna rigninga og stíflaðra niðurfalla, ræðum við tannlækni um óafturkræf og skaðleg áhrif nikótínpúða og kíkjum á sérstakt safn með uppstoppuðum dýrum.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á fréttirnar í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×