Hvernig og hvaðan koma orkuskiptin? Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 13. október 2022 10:00 Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Orkuvinnsla okkar er þegar 100% græn en áætlanir stjórnvalda kalla á enn meiri orkuvinnslu. Við munum ekki ná tökum á loftslagsvandanum nema með því að hætta að nota olíu og bensín og nota grænu orkuna okkar í staðinn. Notkun á jarðefnaeldsneyti er meginorsök loftslagsvárinnar. Verkefnið sem við blasir er gríðarstórt. Við þurfum að vinna að orkuskiptum í öllum samgöngum. Ekki bara í fólksbílaflotanum, þar sem rafbílum hefur þegar fjölgað mjög hratt, heldur einnig í flota flutningabíla og rúta. Við þurfum líka að afla grænnar orku fyrir vinnuvélar, fyrir fiskiskip, flutningsskip og flugvélar. Í sumum tilvikum blasa lausnirnar við en í öðrum þarf að finna nýjar leiðir. Við hjá Landsvirkjun efumst ekki um að þær leiðir finnast, tækniþróunin og nýsköpunin á þessu sviði fer með svimandi hraða. Íslendingar kaupa árlega um milljón tonn af olíu og bensíni og borga fyrir það 100 milljarða króna. Með því að spara þá milljarða losnum við ekki eingöngu við allan þennan innflutning heldur líka þær milljónir tonna af koldíoxíði sem bruni alls þessa jarðefnaeldsneytis losar. Áhersla verður einnig að vera á orkusparnað. Fréttir frá öðrum Evrópulöndum um svimandi hátt orkuverð minna okkur á hversu heppin við erum að fyrri kynslóðir voru framsýnt fólk sem trúði að skynsamlegt væri að framleiða okkar eigin orku. Fyrir það eigum við að vera þakklát en við þurfum jafnframt ávallt að bera virðingu fyrir þessari auðlind og henni á aldrei að sóa að óþörfu. Orkusparnaður er því eitt af lykilskrefunum inn í græna og hringræna framtíð. Við þurfum meiri græna orku Við þurfum meiri græna orku til að geta tekið framtíðinni opnum örmum. En undirbúningur vinnslu grænu orkunnar okkar tekur langan tíma. Við hjá Landsvirkjun höfum hins vegar haft þá framsýni að undirbúa vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun í Þjórsá, stækkun jarðvarmaaflstöðvarinnar okkar á Þeistareykjum og við höfum loksins fengið grænt ljós frá Alþingi á að koma upp tveimur vindlundum, annars vegar við Búrfell á Þjórsársvæðinu og hins vegar við Blöndu á Norðurlandi. Öll þessi verkefni tekst Landsvirkjun á við af virðingu fyrir umhverfi þeirra og náttúru landsins, eins og verið hefur aðalsmerki orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það eru mikil tímamót að geta nú ráðist í beislun vindorkunnar. Við erum lengst komin með undirbúning við Búrfell þar sem vindorkuverið rís á svæði sem telst þegar raskað, vegna fyrri virkjanaframkvæmda. Þær vindmyllur verða ekki í byggð, en hins vegar hafa ítarlegar rannsóknir farið fram á t.d. farleiðum fugla, til að tryggja að vindmyllurnar valdi ekki skaða á lífríkinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá sumum innan ferðaþjónustunnar að vindmyllur muni draga úr upplifun ferðamanna og skaða þar með þessa mikilvægu atvinnugrein okkar. Rétt er því að benda á, að Landsvirkjun hannaði vindlundinn við Búrfell upp á nýtt frá því að fyrstu tillögur voru lagðar fram, svo myllurnar eru nú fjær alfaraleið og minna áberandi. Ferðaþjónustan, sem ein mikilvægasta atvinnugrein okkar, notar eðli málsins samkvæmt mikla orku og því sameiginlegt hagsmunamál hennar og þjóðarinnar allrar að græn orkuvinnsla sæki enn í sig veðrið. Næstu árin þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar skýrt, í sátt við eigendur Landsvirkjunar. Fram undan eru spennandi tímar þar sem Íslendingar eiga þess kost að losna alveg við olíu og bensín, fyrst allra þjóða. Við þurfum að beisla bjartsýni og framkvæmdagleði þjóðar sem hefur margoft lyft grettistaki með samstöðu sinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá fyrirtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa metnaðarfullar áætlanir í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum árið 2040 Augljóst er að orkufyrirtæki þjóðarinnar, öflugasta orkufyrirtæki landsins sem vinnur um 70% af allri raforku hér á landi, getur gegnt lykilhlutverki í að hrinda þeim áætlunum í framkvæmd. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Orkuvinnsla okkar er þegar 100% græn en áætlanir stjórnvalda kalla á enn meiri orkuvinnslu. Við munum ekki ná tökum á loftslagsvandanum nema með því að hætta að nota olíu og bensín og nota grænu orkuna okkar í staðinn. Notkun á jarðefnaeldsneyti er meginorsök loftslagsvárinnar. Verkefnið sem við blasir er gríðarstórt. Við þurfum að vinna að orkuskiptum í öllum samgöngum. Ekki bara í fólksbílaflotanum, þar sem rafbílum hefur þegar fjölgað mjög hratt, heldur einnig í flota flutningabíla og rúta. Við þurfum líka að afla grænnar orku fyrir vinnuvélar, fyrir fiskiskip, flutningsskip og flugvélar. Í sumum tilvikum blasa lausnirnar við en í öðrum þarf að finna nýjar leiðir. Við hjá Landsvirkjun efumst ekki um að þær leiðir finnast, tækniþróunin og nýsköpunin á þessu sviði fer með svimandi hraða. Íslendingar kaupa árlega um milljón tonn af olíu og bensíni og borga fyrir það 100 milljarða króna. Með því að spara þá milljarða losnum við ekki eingöngu við allan þennan innflutning heldur líka þær milljónir tonna af koldíoxíði sem bruni alls þessa jarðefnaeldsneytis losar. Áhersla verður einnig að vera á orkusparnað. Fréttir frá öðrum Evrópulöndum um svimandi hátt orkuverð minna okkur á hversu heppin við erum að fyrri kynslóðir voru framsýnt fólk sem trúði að skynsamlegt væri að framleiða okkar eigin orku. Fyrir það eigum við að vera þakklát en við þurfum jafnframt ávallt að bera virðingu fyrir þessari auðlind og henni á aldrei að sóa að óþörfu. Orkusparnaður er því eitt af lykilskrefunum inn í græna og hringræna framtíð. Við þurfum meiri græna orku Við þurfum meiri græna orku til að geta tekið framtíðinni opnum örmum. En undirbúningur vinnslu grænu orkunnar okkar tekur langan tíma. Við hjá Landsvirkjun höfum hins vegar haft þá framsýni að undirbúa vatnsaflsvirkjunina Hvammsvirkjun í Þjórsá, stækkun jarðvarmaaflstöðvarinnar okkar á Þeistareykjum og við höfum loksins fengið grænt ljós frá Alþingi á að koma upp tveimur vindlundum, annars vegar við Búrfell á Þjórsársvæðinu og hins vegar við Blöndu á Norðurlandi. Öll þessi verkefni tekst Landsvirkjun á við af virðingu fyrir umhverfi þeirra og náttúru landsins, eins og verið hefur aðalsmerki orkufyrirtækis þjóðarinnar. Það eru mikil tímamót að geta nú ráðist í beislun vindorkunnar. Við erum lengst komin með undirbúning við Búrfell þar sem vindorkuverið rís á svæði sem telst þegar raskað, vegna fyrri virkjanaframkvæmda. Þær vindmyllur verða ekki í byggð, en hins vegar hafa ítarlegar rannsóknir farið fram á t.d. farleiðum fugla, til að tryggja að vindmyllurnar valdi ekki skaða á lífríkinu. Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá sumum innan ferðaþjónustunnar að vindmyllur muni draga úr upplifun ferðamanna og skaða þar með þessa mikilvægu atvinnugrein okkar. Rétt er því að benda á, að Landsvirkjun hannaði vindlundinn við Búrfell upp á nýtt frá því að fyrstu tillögur voru lagðar fram, svo myllurnar eru nú fjær alfaraleið og minna áberandi. Ferðaþjónustan, sem ein mikilvægasta atvinnugrein okkar, notar eðli málsins samkvæmt mikla orku og því sameiginlegt hagsmunamál hennar og þjóðarinnar allrar að græn orkuvinnsla sæki enn í sig veðrið. Næstu árin þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar skýrt, í sátt við eigendur Landsvirkjunar. Fram undan eru spennandi tímar þar sem Íslendingar eiga þess kost að losna alveg við olíu og bensín, fyrst allra þjóða. Við þurfum að beisla bjartsýni og framkvæmdagleði þjóðar sem hefur margoft lyft grettistaki með samstöðu sinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá fyrirtækinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun