Sport

Heimasíða Man. United útskýrði nýju fagnaðarlætin hans Cristiano Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Everton á Goodison Park.
Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Everton á Goodison Park. AP/Jon Super

Cristiano Ronaldo hefur skorað sjö hundruð mörk fyrir félagslið sín á ferlinum og oftar en ekki fagnað með sínu fræga markastökki.

Það sáust aftur á móti allt önnur fagnaðarlæti þegar hann tryggði Manchester United sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Margir hafa eflaust verið að velta sér fyrir hvað var í gangi hjá kappanum og heimasíða Manchester United hefur nú komist að hinu sanna.

Ronaldo hefur byrjað mikið á bekknum á þessu tímabili og þetta var fyrsta markið hans í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Markastökkið sást því ekki en í staðinn faðmaði Ronaldo liðsfélaga sinn Marcus Rashford og bauð síðan upp á ný fagnaðarlæti.

Hann, ásamt Antony, stóðu saman uppfréttir og krosslögðu fingurna fyrir framan brjóstkassann sinn.

Útsendarar heimasíðunnar komust að því að með þessu hafi Ronaldo verið að gera grín að sjálfum sér.

Ronaldo var þarna aðeins að grínast með þær fréttir að hann leggi sig oft á dag.

Þetta er víst stelling kappans þegar hann sefur á ferðalögum sínum með liðinu. Ronaldo lokaði nefnilega líka augunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×