Stendur tæpt að stjórnarkjör geti farið fram í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2022 08:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson starfandi forseti ASÍ segir litlu muna að stjórnarkjör geti farið fram í dag. Vísir/Vilhelm Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa. Upplausn varð á þingi ASÍ í gær þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hættu við framboð til miðstjórnar ASÍ og gengu út af þinginu. Ragnar Þór hafði gefið kost á sér til forseta ASÍ, Sólveig Anna til annars varaforseta og Vilhjálmur til þriðja varaforseta. Þau sögðu í yfirlýsingum í gær að ósmekkleg orðræða og árásir á þau hafi orðið til þess að þau hafi ekki viljað halda framboðum sínum til streitu. Vilhjálmur sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að þau Sólveig og Ragnar, auk fulltrúa félaga þeirra muni ekki taka þátt í störfum þingsins í dag. Gangi það eftir mun litlu muna að ekki nægilega margir mæti til að hægt verði að halda kosningu í miðstjórn. Vilhjálmur lýsti yfir efasemdum um að þingið geti klárast. „Það eru örfáir þingfulltrúar eftir. 40 til 45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið.“ Stjórnarkjör gæti frestast í dag Starfandi forseti segir mikla óvissu ríkja í dag. „Framhaldið er háð þeirri óvissu hver mætingin verður á þingið. Við eigum eftir að sjá hvernig það verður. Maður gerir ráð fyrir að allt gangi upp en það er samt ákveðin óvissa í því,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, starfandi forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Kristján hefur gefið kost á sér aftur sem fyrsti varaforseti Alþýðusambandsins. Talið verði inn á þingið til að tryggja að nógu margir séu mættir. Þingið þurfi áður en til stjórnarkjörs kemur að klára þau mál sem voru á dagskrá í gær. „Það var mælendaskrá þegar við frestuðum þinginu og það mun koma í ljós þegar við byrjum hvernig málin munu vinnast áfram. Dagskráin er þannig að kosningar ættu að hefjast klukkan eitt. Maður verður að ganga út frá því að það standist en það er allt farið að riðlast samt sem áður.“ Mæti ekki nógu margir fulltrúar á fundinn í dag svo stjórnarkjör geti farið fram segir Kristján að fresta þurfi fundi og boða til nýs. „Þá þarf að gefa færi á að manna fundinn og svo getur þing haldið áfram í kjölfarið,“ segir Kristján. Mikið áfall fyrir ASÍ Það sé mikið áfall fyrir ASÍ að þessi stóru félög hafi gengið út af þinginu í gær og ætli jafnvel að segja sig frá sambandinu alfarið. „Að sjálfsögðu er það mikið áfall að þetta farið með þessum hætti. Maður hefði viljað ná að klára þingið og efla forystuna til muna en það er augljóst að þetta er mikið áfall,“ segir Kristján. Verið sé að ræða við allan innan sambandsins til þess að reyna að láta hlutina ganga. Aðildarfélögin þurfi að ná saman og sambandið að styrkjast. „Þetta er staða sem þarf að vinna úr og við erum að reyna það.“ Í haust ganga aðildarfélög ASÍ til kjaraviðræðna við ríkið og þó samningsskylda sé hjá hverju og einu félagi hefur ASÍ farið fyrir viðræðum fyrir hönd sinna aðildarfélaga í gegn um tíðina. Ólgan innan ASÍ hefur vakið upp áhyggjur um kjaraviðræðurnar. „Þetta auðvitað setur okkur í erfiðari stöðu. Við hefðum viljað ná að þétta raðirnar gagnvart stjórnvöldum og vinna að þeim málum sem þar eru. Það voru mikil sóknarfæri í því. Við munum þurfa að vinna úr þessari stöðu í kjölfar þingsins og búa til þá pressu sem þörf er á.“ Fréttin var uppfærð klukkan 9:20. ASÍ Stéttarfélög Tengdar fréttir „Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. 11. október 2022 21:49 „Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11. október 2022 17:53 „Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Upplausn varð á þingi ASÍ í gær þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hættu við framboð til miðstjórnar ASÍ og gengu út af þinginu. Ragnar Þór hafði gefið kost á sér til forseta ASÍ, Sólveig Anna til annars varaforseta og Vilhjálmur til þriðja varaforseta. Þau sögðu í yfirlýsingum í gær að ósmekkleg orðræða og árásir á þau hafi orðið til þess að þau hafi ekki viljað halda framboðum sínum til streitu. Vilhjálmur sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að þau Sólveig og Ragnar, auk fulltrúa félaga þeirra muni ekki taka þátt í störfum þingsins í dag. Gangi það eftir mun litlu muna að ekki nægilega margir mæti til að hægt verði að halda kosningu í miðstjórn. Vilhjálmur lýsti yfir efasemdum um að þingið geti klárast. „Það eru örfáir þingfulltrúar eftir. 40 til 45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið.“ Stjórnarkjör gæti frestast í dag Starfandi forseti segir mikla óvissu ríkja í dag. „Framhaldið er háð þeirri óvissu hver mætingin verður á þingið. Við eigum eftir að sjá hvernig það verður. Maður gerir ráð fyrir að allt gangi upp en það er samt ákveðin óvissa í því,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, starfandi forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Kristján hefur gefið kost á sér aftur sem fyrsti varaforseti Alþýðusambandsins. Talið verði inn á þingið til að tryggja að nógu margir séu mættir. Þingið þurfi áður en til stjórnarkjörs kemur að klára þau mál sem voru á dagskrá í gær. „Það var mælendaskrá þegar við frestuðum þinginu og það mun koma í ljós þegar við byrjum hvernig málin munu vinnast áfram. Dagskráin er þannig að kosningar ættu að hefjast klukkan eitt. Maður verður að ganga út frá því að það standist en það er allt farið að riðlast samt sem áður.“ Mæti ekki nógu margir fulltrúar á fundinn í dag svo stjórnarkjör geti farið fram segir Kristján að fresta þurfi fundi og boða til nýs. „Þá þarf að gefa færi á að manna fundinn og svo getur þing haldið áfram í kjölfarið,“ segir Kristján. Mikið áfall fyrir ASÍ Það sé mikið áfall fyrir ASÍ að þessi stóru félög hafi gengið út af þinginu í gær og ætli jafnvel að segja sig frá sambandinu alfarið. „Að sjálfsögðu er það mikið áfall að þetta farið með þessum hætti. Maður hefði viljað ná að klára þingið og efla forystuna til muna en það er augljóst að þetta er mikið áfall,“ segir Kristján. Verið sé að ræða við allan innan sambandsins til þess að reyna að láta hlutina ganga. Aðildarfélögin þurfi að ná saman og sambandið að styrkjast. „Þetta er staða sem þarf að vinna úr og við erum að reyna það.“ Í haust ganga aðildarfélög ASÍ til kjaraviðræðna við ríkið og þó samningsskylda sé hjá hverju og einu félagi hefur ASÍ farið fyrir viðræðum fyrir hönd sinna aðildarfélaga í gegn um tíðina. Ólgan innan ASÍ hefur vakið upp áhyggjur um kjaraviðræðurnar. „Þetta auðvitað setur okkur í erfiðari stöðu. Við hefðum viljað ná að þétta raðirnar gagnvart stjórnvöldum og vinna að þeim málum sem þar eru. Það voru mikil sóknarfæri í því. Við munum þurfa að vinna úr þessari stöðu í kjölfar þingsins og búa til þá pressu sem þörf er á.“ Fréttin var uppfærð klukkan 9:20.
ASÍ Stéttarfélög Tengdar fréttir „Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. 11. október 2022 21:49 „Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11. október 2022 17:53 „Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. 11. október 2022 21:49
„Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. 11. október 2022 17:53
„Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04