Sviptir réttindum í tíð eldri laga þurfa ekki að sitja námskeið Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2022 09:02 Þegar umferðarlögum var breytt árið 2019 var gerð krafa um að þeir sem eru sviptir réttindum vegna ölvunaraksturs þurfi að sitja námskeið og standast ökupróf til að fá skírteinið aftur. Vísir/Getty Ökumenn sem voru sviptir ökuréttindum áður en umferðarlögum var breytt fyrir þremur árum þurfa ekki lengur að sitja námskeið hjá Samgöngustofu til að geta fengið réttindin aftur eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu breytti lagatúlkun sinni. Innviðaráðuneytið vísaði frá kæru vegna slíks máls. Með breytingum sem voru gerðar á umferðarlögum árið 2019 var það skilyrði sett að þeir sem eru sviptir ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna öðlist þau ekki að nýju að loknum sviptingartíma nema þeir hafi sótt sérstakt námskeið á vegum Samgöngustofu og staðist ökupróf að ný. Það sama á við um þá sem hafa fengið ákveðinn fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagbrota eða verið sviptir ökuréttindum lengur en í tólf mánuði. Einstaklingur sem var sviptur ökuréttindum fyrir lagabreytinguna árið 2018 vildi ekki fella sig við þau svör Samgöngustofu að hann þyrfti að sitja slíkt námskeið til að öðlast réttindin aftur. Kærði hann meinta ákvörðun stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Byggði ökumaðurinn á því að í stjórnarskrá segi að viðurlög við refsiverðri háttsemi megi ekki vera þyngri en heimilað var í lögum þegar háttsemin átti sér stað. Samgöngustofa benti á móti á að skilyrði fyrir umsókn um að fá ökuskírteini á ný eftir sviptingu væru ekki viðurlög við refsiverðri háttsemi. Ráðuneytið sammála breyttri túlkun laga Í úrskurði ráðuneytisins segir að það telji það ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði til þess að fólk geti öðlast ökurétt að nýju enda gefi stofnunin hvorki út ökuskírteini né veiti ökuréttindi að nýju. Það sé í höndum sýslumanns eða lögreglustjóra eftir atvikum. Skilyrðið um námskeiðið sé aðeins liður í meðferð umsóknar um að öðlast ökuréttindi á ný. Það feli ekki í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem hægt sé að kæra til ráðuneytisins. Svar Samgöngustofu til mannsins hafi aðeins falið í sér afstöðu hennar til ágreiningsefnisins en ekki verið eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Vísaði ráðuneytið kærunni því frá. Þrátt fyrir niðurstöðuna tekur ráðuneytið fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni þannig að þeir sem voru sviptir réttindum í tíð eldri umferðarlaga þurfi ekki að sækja námskeiðið. Samgöngustofa hafi lýst sig sammála þeirri túlkun. Ráðuneytið lýsir sig einnig sammála þeirri afgreiðslu og segir hana í betra samræmi við lagaskilareglur en eldri framkvæmd. Stjórnsýsla Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Með breytingum sem voru gerðar á umferðarlögum árið 2019 var það skilyrði sett að þeir sem eru sviptir ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna öðlist þau ekki að nýju að loknum sviptingartíma nema þeir hafi sótt sérstakt námskeið á vegum Samgöngustofu og staðist ökupróf að ný. Það sama á við um þá sem hafa fengið ákveðinn fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagbrota eða verið sviptir ökuréttindum lengur en í tólf mánuði. Einstaklingur sem var sviptur ökuréttindum fyrir lagabreytinguna árið 2018 vildi ekki fella sig við þau svör Samgöngustofu að hann þyrfti að sitja slíkt námskeið til að öðlast réttindin aftur. Kærði hann meinta ákvörðun stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Byggði ökumaðurinn á því að í stjórnarskrá segi að viðurlög við refsiverðri háttsemi megi ekki vera þyngri en heimilað var í lögum þegar háttsemin átti sér stað. Samgöngustofa benti á móti á að skilyrði fyrir umsókn um að fá ökuskírteini á ný eftir sviptingu væru ekki viðurlög við refsiverðri háttsemi. Ráðuneytið sammála breyttri túlkun laga Í úrskurði ráðuneytisins segir að það telji það ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði til þess að fólk geti öðlast ökurétt að nýju enda gefi stofnunin hvorki út ökuskírteini né veiti ökuréttindi að nýju. Það sé í höndum sýslumanns eða lögreglustjóra eftir atvikum. Skilyrðið um námskeiðið sé aðeins liður í meðferð umsóknar um að öðlast ökuréttindi á ný. Það feli ekki í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem hægt sé að kæra til ráðuneytisins. Svar Samgöngustofu til mannsins hafi aðeins falið í sér afstöðu hennar til ágreiningsefnisins en ekki verið eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Vísaði ráðuneytið kærunni því frá. Þrátt fyrir niðurstöðuna tekur ráðuneytið fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni þannig að þeir sem voru sviptir réttindum í tíð eldri umferðarlaga þurfi ekki að sækja námskeiðið. Samgöngustofa hafi lýst sig sammála þeirri túlkun. Ráðuneytið lýsir sig einnig sammála þeirri afgreiðslu og segir hana í betra samræmi við lagaskilareglur en eldri framkvæmd.
Stjórnsýsla Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira