Ríkissaksóknari í Perú, Patricia Benavides greindi frá því í gær að ákæra hafi gefin út í málinu, en málið kann að leiða til að vinstrimanninum Castillo, sem tók við forsetaembættinu í júlí 2021, verði vikið úr embætti.
Sex mismundandi rannsóknir standa nú þegar yfir hjá perúskum yfirvöldum á meintum tengslum Castillo við glæpasamtök í landinu.
Castillo hefur nú þegar sloppið undan tveimur tilraunum til að draga hann fyrir ríkisrétt. Hann neitar sök í málunum og segja rannsóknirnar og ákæruna nú runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma honum úr embætti. Hefur hann nú sakað ríkissaksóknarann Benavides um tilraun til valdaráns.
Saksóknarar saka sömuleiðis fjölda ættingja forsetans, auk samgönguráðherrans Geiners Alvarado og borgarstjóra nokkurs á landsbyggðinni, um að vera hluti af sömu glæpasamtökum sem eru sögð reka fjölda fyrirtækja í þeim tilgangi að þvætta illa fengið fé.