One Direction söngvarinn Niall Horan og rapparinn Chance eru nýir í dómarateyminu og munu fara í gegnum lokaþáttaröð Blakes með söngvaranum. Kelly Clarkson mun einnig snúa aftur í dómnefndina í þeirri seríu. Blake hefur verið partur af þáttunum síðan 2011 þegar fyrsta serían fór í gang. Þá var hann dómari ásamt Adam Levine, Christinu Aguilera, og CeeLo Green.
Hann segir síðustu tólf ár hafa verið ótrúlega reynslu og er þakklátur öllum sem hafa verið partur af þeim. Söngvarinn segist hafa myndað einstök sambönd með samdómurum sínum, þar á meðal eiginkonu sinni. Blake og Gwen kynntust við tökur á sjöundu seríu þáttanna árið 2014. Þá voru þau bæði enn í sínum fyrri hjónaböndum.
Í dag er hann enn í tökum á tuttugustu og annarri þáttaröðinni. Þar eru Gwen Stefani, Camila Cabello og John Legend með honum sem dómarar. Það er því tuttugasta og þriðja þáttaröðin sem verður hans síðasta.
