Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. október 2022 14:22 Tónlistarkonan Klara Elias er að gera stóra hluti í tónlistarheiminum. Heyra má tvö lög, samin og flutt af Klöru, í nýjasta þætti af The Kardashians. STEFANIE MOSER_ Getty/Dimitrios Kambouris Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. Klara hefur samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti í nokkur ár. Lög hennar hafa ómað í stórum þáttum á borð við Selling Sunset, Queer Eye for the Straight Guy, Love Island og NFL Play-offs. Þegar Hulu þættirnir um Kardashians fjölskylduna hófu göngu sína fyrr á árinu var ákveðið að fyrirtækið sem Klara semur gjarnan fyrir skyldi sjá um tónlistarval í þáttunum. Þá hafa lög eftir Klöru orðið fyrir valinu oftar en einu sinni. Fær alltaf jafn mikinn fiðring í magann Klara segir það aldrei venjast að heyra lög eftir sjálfa sig, hvort sem það er í heimsfrægum sjónvarpsþáttum eða úti í matvöruverslun. „Það er alltaf jafn mikill fiðringur í magann að heyra lögin sín spiluð útvarpi eða þáttum eða bara hvar sem er. Ég hef stundum verið í búðum, HM í Stokkhólmi, Starbucks í LA eða á mismunandi stöðum í heiminum og heyrt lag sem ég hef samið, hvort sem ég er að syngja það eða einhver annar og það er alltaf jafn skrítið og gaman.“ Einn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi Önnur þáttaröð af The Kardashians hóf göngu sína í september. Í nýjasta þættinum má greinilega heyra Klöru syngja á meðan leðurklædd Kim Kardashian labbar inn á veitingastað í Mílanó. Í öðru atriði má svo heyra rödd Klöru óma á meðan Kim labbar út í bíl. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Þetta er náttúrulega einn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi og meira að segja ég hef horft á einn og einn þátt,“ segir Klara. Þó svo Klara sé ekki mikill aðdáandi raunveruleikaþátta, eru Kardashians þættirnir af slíkri stærðargráðu að það er erfitt að láta þá framhjá sér fara. Hitti Kim Kardashian í Playboy setrinu Klara átti einnig lög í fyrri þáttaröð af The Kardashians. Í samtali við Vísi segist Klara þó aðeins einu sinni hafa hitt meðlim Kardashian fjölskyldunnar. Það var fyrir mörgum árum síðan þegar hún hitti Kim í veislu sem haldin var í Playboy setrinu. „Ég spjallaði vissulega ekkert við hana meira en að heilsast ef ég man rétt.“ Kardashian áhorfendur skulu leggja vel við hlustir við áhorf á nýju þáttaröðinni, því það er ekki útilokað fleiri lög eftir Klöru eigi eftir að heyrast. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) Vinnur að nýrri plötu Í næsta mánuði er Klara á leið til Los Angeles þar sem hún mun vinna að nýrri plötu. Þá hefur hún verið mikið á faraldsfæti á þessu ári og ferðast meðal annars til London, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs til þess að vinna í tónlist. „Það er það sem ég elska mest við að vera flutt heim. Ég á auðveldara með að taka að mér verkefni sem eru í Evrópu og Norðurlöndunum. Það var ekki hlaupið að því að fara svona langar ferðir þegar ég bjó ennþá í LA,“ segir Klara. Tónlist Íslendingar erlendis Hollywood Tengdar fréttir Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. 5. júlí 2022 11:00 Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Klara hefur samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti í nokkur ár. Lög hennar hafa ómað í stórum þáttum á borð við Selling Sunset, Queer Eye for the Straight Guy, Love Island og NFL Play-offs. Þegar Hulu þættirnir um Kardashians fjölskylduna hófu göngu sína fyrr á árinu var ákveðið að fyrirtækið sem Klara semur gjarnan fyrir skyldi sjá um tónlistarval í þáttunum. Þá hafa lög eftir Klöru orðið fyrir valinu oftar en einu sinni. Fær alltaf jafn mikinn fiðring í magann Klara segir það aldrei venjast að heyra lög eftir sjálfa sig, hvort sem það er í heimsfrægum sjónvarpsþáttum eða úti í matvöruverslun. „Það er alltaf jafn mikill fiðringur í magann að heyra lögin sín spiluð útvarpi eða þáttum eða bara hvar sem er. Ég hef stundum verið í búðum, HM í Stokkhólmi, Starbucks í LA eða á mismunandi stöðum í heiminum og heyrt lag sem ég hef samið, hvort sem ég er að syngja það eða einhver annar og það er alltaf jafn skrítið og gaman.“ Einn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi Önnur þáttaröð af The Kardashians hóf göngu sína í september. Í nýjasta þættinum má greinilega heyra Klöru syngja á meðan leðurklædd Kim Kardashian labbar inn á veitingastað í Mílanó. Í öðru atriði má svo heyra rödd Klöru óma á meðan Kim labbar út í bíl. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Þetta er náttúrulega einn vinsælasti raunveruleikaþáttur í heimi og meira að segja ég hef horft á einn og einn þátt,“ segir Klara. Þó svo Klara sé ekki mikill aðdáandi raunveruleikaþátta, eru Kardashians þættirnir af slíkri stærðargráðu að það er erfitt að láta þá framhjá sér fara. Hitti Kim Kardashian í Playboy setrinu Klara átti einnig lög í fyrri þáttaröð af The Kardashians. Í samtali við Vísi segist Klara þó aðeins einu sinni hafa hitt meðlim Kardashian fjölskyldunnar. Það var fyrir mörgum árum síðan þegar hún hitti Kim í veislu sem haldin var í Playboy setrinu. „Ég spjallaði vissulega ekkert við hana meira en að heilsast ef ég man rétt.“ Kardashian áhorfendur skulu leggja vel við hlustir við áhorf á nýju þáttaröðinni, því það er ekki útilokað fleiri lög eftir Klöru eigi eftir að heyrast. View this post on Instagram A post shared by Klara Elias (@klaraelias) Vinnur að nýrri plötu Í næsta mánuði er Klara á leið til Los Angeles þar sem hún mun vinna að nýrri plötu. Þá hefur hún verið mikið á faraldsfæti á þessu ári og ferðast meðal annars til London, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs til þess að vinna í tónlist. „Það er það sem ég elska mest við að vera flutt heim. Ég á auðveldara með að taka að mér verkefni sem eru í Evrópu og Norðurlöndunum. Það var ekki hlaupið að því að fara svona langar ferðir þegar ég bjó ennþá í LA,“ segir Klara.
Tónlist Íslendingar erlendis Hollywood Tengdar fréttir Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. 5. júlí 2022 11:00 Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. 5. júlí 2022 11:00